Umfjöllun: Fram vann auðveldan sigur á Selfossi Stefán Árni Pálsson á Selfossi skrifar 25. nóvember 2010 20:55 Einar Rafn Eiðsson, leikmaður Fram. Framarar unnu öruggan sigur á Selfyssingum ,30-38, í áttundu umferð N1-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram á Selfossi. Gestirnir höfðu undirtökin allan leikinn og virtust geta spilað sig í gegn um vörn Selfyssinga þegar þeim sýndist. Mikil barátta einkennir leik Framara og það er greinilegt að leikmennirnir hafa virkilega gaman að því að spila handbolta. Einar Rafn Eiðsson, leikmaður Fram, var atkvæðamestur gestanna en hann skoraði 9 mörk. Þessi lið standa í ströngu sitthvoru megin við stigatöfluna en Framarar eru í harðri toppbaráttu á meðan Selfyssingar berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Heimavöllur Selfyssinga hefur aftur á móti oft fleyt þeim langt en stemmningin í höllinni verður stundum frábær. Framarar máttu alls ekki misstíga sig í kvöld þar sem baráttan á toppnum er gríðarlega hörð. Leikurinn hófst heldur rólega en staðan var 1-1 eftir fjórar mínútur en þá fór Safamýravélin í gang. Selfyssingar réðu ekkert við sóknarleik gestanna og þeir virtust geta skorað þegar þeim sýndist. Eftir rúmlega tíu mínútna leik voru Framarar komnir með fimm marka forskot. Selfoss var í miklum erfileikum með að brjóta sér leið í gegnum feikisterka vörn gestanna og því jókst forskot Framara töluvert það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik var því 10-19 fyrir Fram og allt stefndi í algjöra martröð fyrir heimamenn. Selfyssingar tóku sig aðeins saman í andlitinu í seinni hálfleiknum og leikur þeirra batnaði mikið. Framarar voru aftur á móti skynsamir og hleyptu þeim aldrei inn í leikinn. Munurinn var mestur 12 mörk á liðunum og sigur Fram aldrei í hættu. Það er ekki hægt að segja að handboltinn hafi verið fallegur í kvöld og lítið um varnarleik hjá báðum liðum. Leiknum lauk með öruggum sigri Framara 38-30 og hafa þeir nú jafnað HK að stigum og sitja í 2.-3. sæti N1-deildarinnar. Selfyssingar þurfa heldur betur að taka til í hausnum á sér og mæta af fullum krafti í næsta leik en annars mun fara illa fyrir þeim. Það sást vel á köflum í síðari hálfleiknum að liðið getur spilað fínan handbolta en hver leikur er 60 mínútur og það er kannski eitthvað sem þeir þurfa að skoða. Selfoss - Fram 30-38 (10-19) Mörk Selfoss (skot): Ragnar Jóhannsson 8/3 (22/3), Guðjón Drengsson 9 (6), Atli Hjörvar Einarsson 3 (4), Eyþór Lárusson 2 (5), Hörður Björnsson 2 (3), Matthías Halldórsson 2 (5), Guðni Ingvarsson 1 (1), Gunnar Ingi Jónsson 1 (1). Varin skot: Birkir Bragason 12 (37/2, 20%), Helgi Hlynsson 0 (0/1) Hraðaupphlaup: 3 (Matthías Halldórsson, Guðjón Drengsson, Atli Hjörvar Einarsson). Fiskuð víti: 2 (Helgi Héðinsson, Einar Héðinsson). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Framara (Skot): Einar Rafn Eiðsson 9/6(11/7), Róbert Aron Hostert 7 (12) , Haraldur Þorvarðarson 5 (5), Andri Berg Haraldsson 5 (11), Halldór Jóhann Sigfússon 4 (7), Kristján Svan Kristjánsson 3 (4) , Jóhann Karl Reynisson 2 (2), Magnús Stefánsson 2 (4), Hákon Stefánsson 1 (1), Matthías Daðason 0 (1), Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 17 (20/2, 46%), Björn Viðar Björnsson 2 (10, 16%) Hraðaupphlaupsmörk: 9 (Kristján Svan Kristjánsson 3, Einar Rafn Eiðsson 2, Jóhann Karl 2, Róbert Hostert, Halldór Jóhann) Fiskuð víti: 7(Róbert Aron3, Haraldur Þorvarðarson 2, Magnús Stefánsson, Jóhann Karl) Brottvísanir: 8 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira
Framarar unnu öruggan sigur á Selfyssingum ,30-38, í áttundu umferð N1-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram á Selfossi. Gestirnir höfðu undirtökin allan leikinn og virtust geta spilað sig í gegn um vörn Selfyssinga þegar þeim sýndist. Mikil barátta einkennir leik Framara og það er greinilegt að leikmennirnir hafa virkilega gaman að því að spila handbolta. Einar Rafn Eiðsson, leikmaður Fram, var atkvæðamestur gestanna en hann skoraði 9 mörk. Þessi lið standa í ströngu sitthvoru megin við stigatöfluna en Framarar eru í harðri toppbaráttu á meðan Selfyssingar berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Heimavöllur Selfyssinga hefur aftur á móti oft fleyt þeim langt en stemmningin í höllinni verður stundum frábær. Framarar máttu alls ekki misstíga sig í kvöld þar sem baráttan á toppnum er gríðarlega hörð. Leikurinn hófst heldur rólega en staðan var 1-1 eftir fjórar mínútur en þá fór Safamýravélin í gang. Selfyssingar réðu ekkert við sóknarleik gestanna og þeir virtust geta skorað þegar þeim sýndist. Eftir rúmlega tíu mínútna leik voru Framarar komnir með fimm marka forskot. Selfoss var í miklum erfileikum með að brjóta sér leið í gegnum feikisterka vörn gestanna og því jókst forskot Framara töluvert það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik var því 10-19 fyrir Fram og allt stefndi í algjöra martröð fyrir heimamenn. Selfyssingar tóku sig aðeins saman í andlitinu í seinni hálfleiknum og leikur þeirra batnaði mikið. Framarar voru aftur á móti skynsamir og hleyptu þeim aldrei inn í leikinn. Munurinn var mestur 12 mörk á liðunum og sigur Fram aldrei í hættu. Það er ekki hægt að segja að handboltinn hafi verið fallegur í kvöld og lítið um varnarleik hjá báðum liðum. Leiknum lauk með öruggum sigri Framara 38-30 og hafa þeir nú jafnað HK að stigum og sitja í 2.-3. sæti N1-deildarinnar. Selfyssingar þurfa heldur betur að taka til í hausnum á sér og mæta af fullum krafti í næsta leik en annars mun fara illa fyrir þeim. Það sást vel á köflum í síðari hálfleiknum að liðið getur spilað fínan handbolta en hver leikur er 60 mínútur og það er kannski eitthvað sem þeir þurfa að skoða. Selfoss - Fram 30-38 (10-19) Mörk Selfoss (skot): Ragnar Jóhannsson 8/3 (22/3), Guðjón Drengsson 9 (6), Atli Hjörvar Einarsson 3 (4), Eyþór Lárusson 2 (5), Hörður Björnsson 2 (3), Matthías Halldórsson 2 (5), Guðni Ingvarsson 1 (1), Gunnar Ingi Jónsson 1 (1). Varin skot: Birkir Bragason 12 (37/2, 20%), Helgi Hlynsson 0 (0/1) Hraðaupphlaup: 3 (Matthías Halldórsson, Guðjón Drengsson, Atli Hjörvar Einarsson). Fiskuð víti: 2 (Helgi Héðinsson, Einar Héðinsson). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Framara (Skot): Einar Rafn Eiðsson 9/6(11/7), Róbert Aron Hostert 7 (12) , Haraldur Þorvarðarson 5 (5), Andri Berg Haraldsson 5 (11), Halldór Jóhann Sigfússon 4 (7), Kristján Svan Kristjánsson 3 (4) , Jóhann Karl Reynisson 2 (2), Magnús Stefánsson 2 (4), Hákon Stefánsson 1 (1), Matthías Daðason 0 (1), Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 17 (20/2, 46%), Björn Viðar Björnsson 2 (10, 16%) Hraðaupphlaupsmörk: 9 (Kristján Svan Kristjánsson 3, Einar Rafn Eiðsson 2, Jóhann Karl 2, Róbert Hostert, Halldór Jóhann) Fiskuð víti: 7(Róbert Aron3, Haraldur Þorvarðarson 2, Magnús Stefánsson, Jóhann Karl) Brottvísanir: 8 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ Sjá meira