Umfjöllun: Fram vann auðveldan sigur á Selfossi Stefán Árni Pálsson á Selfossi skrifar 25. nóvember 2010 20:55 Einar Rafn Eiðsson, leikmaður Fram. Framarar unnu öruggan sigur á Selfyssingum ,30-38, í áttundu umferð N1-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram á Selfossi. Gestirnir höfðu undirtökin allan leikinn og virtust geta spilað sig í gegn um vörn Selfyssinga þegar þeim sýndist. Mikil barátta einkennir leik Framara og það er greinilegt að leikmennirnir hafa virkilega gaman að því að spila handbolta. Einar Rafn Eiðsson, leikmaður Fram, var atkvæðamestur gestanna en hann skoraði 9 mörk. Þessi lið standa í ströngu sitthvoru megin við stigatöfluna en Framarar eru í harðri toppbaráttu á meðan Selfyssingar berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Heimavöllur Selfyssinga hefur aftur á móti oft fleyt þeim langt en stemmningin í höllinni verður stundum frábær. Framarar máttu alls ekki misstíga sig í kvöld þar sem baráttan á toppnum er gríðarlega hörð. Leikurinn hófst heldur rólega en staðan var 1-1 eftir fjórar mínútur en þá fór Safamýravélin í gang. Selfyssingar réðu ekkert við sóknarleik gestanna og þeir virtust geta skorað þegar þeim sýndist. Eftir rúmlega tíu mínútna leik voru Framarar komnir með fimm marka forskot. Selfoss var í miklum erfileikum með að brjóta sér leið í gegnum feikisterka vörn gestanna og því jókst forskot Framara töluvert það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik var því 10-19 fyrir Fram og allt stefndi í algjöra martröð fyrir heimamenn. Selfyssingar tóku sig aðeins saman í andlitinu í seinni hálfleiknum og leikur þeirra batnaði mikið. Framarar voru aftur á móti skynsamir og hleyptu þeim aldrei inn í leikinn. Munurinn var mestur 12 mörk á liðunum og sigur Fram aldrei í hættu. Það er ekki hægt að segja að handboltinn hafi verið fallegur í kvöld og lítið um varnarleik hjá báðum liðum. Leiknum lauk með öruggum sigri Framara 38-30 og hafa þeir nú jafnað HK að stigum og sitja í 2.-3. sæti N1-deildarinnar. Selfyssingar þurfa heldur betur að taka til í hausnum á sér og mæta af fullum krafti í næsta leik en annars mun fara illa fyrir þeim. Það sást vel á köflum í síðari hálfleiknum að liðið getur spilað fínan handbolta en hver leikur er 60 mínútur og það er kannski eitthvað sem þeir þurfa að skoða. Selfoss - Fram 30-38 (10-19) Mörk Selfoss (skot): Ragnar Jóhannsson 8/3 (22/3), Guðjón Drengsson 9 (6), Atli Hjörvar Einarsson 3 (4), Eyþór Lárusson 2 (5), Hörður Björnsson 2 (3), Matthías Halldórsson 2 (5), Guðni Ingvarsson 1 (1), Gunnar Ingi Jónsson 1 (1). Varin skot: Birkir Bragason 12 (37/2, 20%), Helgi Hlynsson 0 (0/1) Hraðaupphlaup: 3 (Matthías Halldórsson, Guðjón Drengsson, Atli Hjörvar Einarsson). Fiskuð víti: 2 (Helgi Héðinsson, Einar Héðinsson). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Framara (Skot): Einar Rafn Eiðsson 9/6(11/7), Róbert Aron Hostert 7 (12) , Haraldur Þorvarðarson 5 (5), Andri Berg Haraldsson 5 (11), Halldór Jóhann Sigfússon 4 (7), Kristján Svan Kristjánsson 3 (4) , Jóhann Karl Reynisson 2 (2), Magnús Stefánsson 2 (4), Hákon Stefánsson 1 (1), Matthías Daðason 0 (1), Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 17 (20/2, 46%), Björn Viðar Björnsson 2 (10, 16%) Hraðaupphlaupsmörk: 9 (Kristján Svan Kristjánsson 3, Einar Rafn Eiðsson 2, Jóhann Karl 2, Róbert Hostert, Halldór Jóhann) Fiskuð víti: 7(Róbert Aron3, Haraldur Þorvarðarson 2, Magnús Stefánsson, Jóhann Karl) Brottvísanir: 8 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Framarar unnu öruggan sigur á Selfyssingum ,30-38, í áttundu umferð N1-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram á Selfossi. Gestirnir höfðu undirtökin allan leikinn og virtust geta spilað sig í gegn um vörn Selfyssinga þegar þeim sýndist. Mikil barátta einkennir leik Framara og það er greinilegt að leikmennirnir hafa virkilega gaman að því að spila handbolta. Einar Rafn Eiðsson, leikmaður Fram, var atkvæðamestur gestanna en hann skoraði 9 mörk. Þessi lið standa í ströngu sitthvoru megin við stigatöfluna en Framarar eru í harðri toppbaráttu á meðan Selfyssingar berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Heimavöllur Selfyssinga hefur aftur á móti oft fleyt þeim langt en stemmningin í höllinni verður stundum frábær. Framarar máttu alls ekki misstíga sig í kvöld þar sem baráttan á toppnum er gríðarlega hörð. Leikurinn hófst heldur rólega en staðan var 1-1 eftir fjórar mínútur en þá fór Safamýravélin í gang. Selfyssingar réðu ekkert við sóknarleik gestanna og þeir virtust geta skorað þegar þeim sýndist. Eftir rúmlega tíu mínútna leik voru Framarar komnir með fimm marka forskot. Selfoss var í miklum erfileikum með að brjóta sér leið í gegnum feikisterka vörn gestanna og því jókst forskot Framara töluvert það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik var því 10-19 fyrir Fram og allt stefndi í algjöra martröð fyrir heimamenn. Selfyssingar tóku sig aðeins saman í andlitinu í seinni hálfleiknum og leikur þeirra batnaði mikið. Framarar voru aftur á móti skynsamir og hleyptu þeim aldrei inn í leikinn. Munurinn var mestur 12 mörk á liðunum og sigur Fram aldrei í hættu. Það er ekki hægt að segja að handboltinn hafi verið fallegur í kvöld og lítið um varnarleik hjá báðum liðum. Leiknum lauk með öruggum sigri Framara 38-30 og hafa þeir nú jafnað HK að stigum og sitja í 2.-3. sæti N1-deildarinnar. Selfyssingar þurfa heldur betur að taka til í hausnum á sér og mæta af fullum krafti í næsta leik en annars mun fara illa fyrir þeim. Það sást vel á köflum í síðari hálfleiknum að liðið getur spilað fínan handbolta en hver leikur er 60 mínútur og það er kannski eitthvað sem þeir þurfa að skoða. Selfoss - Fram 30-38 (10-19) Mörk Selfoss (skot): Ragnar Jóhannsson 8/3 (22/3), Guðjón Drengsson 9 (6), Atli Hjörvar Einarsson 3 (4), Eyþór Lárusson 2 (5), Hörður Björnsson 2 (3), Matthías Halldórsson 2 (5), Guðni Ingvarsson 1 (1), Gunnar Ingi Jónsson 1 (1). Varin skot: Birkir Bragason 12 (37/2, 20%), Helgi Hlynsson 0 (0/1) Hraðaupphlaup: 3 (Matthías Halldórsson, Guðjón Drengsson, Atli Hjörvar Einarsson). Fiskuð víti: 2 (Helgi Héðinsson, Einar Héðinsson). Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Framara (Skot): Einar Rafn Eiðsson 9/6(11/7), Róbert Aron Hostert 7 (12) , Haraldur Þorvarðarson 5 (5), Andri Berg Haraldsson 5 (11), Halldór Jóhann Sigfússon 4 (7), Kristján Svan Kristjánsson 3 (4) , Jóhann Karl Reynisson 2 (2), Magnús Stefánsson 2 (4), Hákon Stefánsson 1 (1), Matthías Daðason 0 (1), Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 17 (20/2, 46%), Björn Viðar Björnsson 2 (10, 16%) Hraðaupphlaupsmörk: 9 (Kristján Svan Kristjánsson 3, Einar Rafn Eiðsson 2, Jóhann Karl 2, Róbert Hostert, Halldór Jóhann) Fiskuð víti: 7(Róbert Aron3, Haraldur Þorvarðarson 2, Magnús Stefánsson, Jóhann Karl) Brottvísanir: 8 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn