Umfjöllun: Sannfærandi Framsigur á meisturunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. janúar 2010 20:52 Karen Knútsdóttir lék vel í kvöld. Mynd/Vilhelm Framkonur unnu sannfærandi fjögurra marka sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í gær, 27-31, á heimavelli meistaranna í Mýrinni. Framliðið hafi mikla yfirburði í seinni hálfleik eftir jafna byrjun í þeim fyrri og náðu sem dæmi mest sjö marka forskoti í seinni hálfleiknum. Stjörnuliðið hefur undanfarin ár haft nokkuð gott tak á Fram en eftir tvo sigra á stuttum tíma er ekki hægt að sjá annað en að Stjörnugrýlan sem dauð í Safamýrinni. Einar Jónsson, þjálfari Framstelpnanna var líka sáttur í leikslok. Stjarnan byrjaði leikinn betur, komst í 2-0, 4-1 og 7-4 en Framliðið tók frumkvæðið um miðjan hálfleikinn og náði mest tveggja marka forustu. Stjarnan náði að jafna leikinn aftur en Framarinn Hildur Þorgeirsdóttir skoraði síðasta mark hálfleiksins og kom Fram yfir í 15-14 fyrir leikhléið. Framliðið byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og var fljótlega komið með sex marka forskot eftir að hafa skorað 7 af fyrstu 9 mörkum seinni hálfleiks. Framliðið hélt góðum tökum á leiknum eftir það og vann á endnum með 4 marka mun eftir að hafa gefið aðeins eftir í lokin. Stella Sigurðardóttir og Karen Knútsdóttir áttu báðar stjörnuleik í gær, Stella tók ítrekað af skarið í sóknarleiknum og Karen nýtti sér klókindi sín vel, bæði í að stela boltanum hvað eftir annað í vörninni sem og að stjórna sóknarleiknum með miklum glæsibrag. Hildur Þorgeirsdóttir átti líka örugglega einn sinn besta leik í Frampeysunni til þessa. Stjörnuliðið náði aldrei takti í gær og margir leikmenn voru langt frá sínu besta. Alina Tamasan hélt uppi sóknarleik Stjörnunnar og var langmarkahæst með 13 mörk.Tölfræðin úr leiknum:Stjarnan-Fram 27-31 (14-15)Mörk Stjörnunnar (skot): Alina Tamason 13/4 (21/4), Elísabet Gunnarsdóttir 4 (5/1), Jón Sigríður Halldórsdóttir 4 (5), Þorgerður Anna Atladóttir 4 (8), Ester Viktoría Ragnarsdóttir 1 (5), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 1 (9), Þórhildur Gunnarsdóttir (2), Indíana Jóhannsdóttir (1).Varin skot: Florentina Stanciu 18 (48/6, 38%), Sólveig Björk Ásmundardóttir (1/1).Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Jóna 2, Ester, Elísabet, Þorgerður)Fiskuð víti: Ester 2, Elísabet, Þorgerður. Skoruðu úr 4 af 5 vítum.Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 10/4 (18/7), Karen Knútsdóttir 6/3 (11/3), Hildur Þorgeirsdóttir 6 (11), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 3 (4), Pavla Nevarilova 2 (2), Marthe Sördal 2 (3), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (5), Hafdís Hinriksdóttir (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 18/1 (45/5, 40%).Hraðaupphlaupsmörk: 13 (Stella 4, Marthe 2, Karen 2, Pavla 2, Guðrún, Hildur, Ásta).Fiskuð víti: Karen 3, Ásta 2, Anna María Guðmundsdóttir 2, Stella, Pavla, Guðrún . Skoruðu úr 7 af 10 vítum. Olís-deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Sjá meira
Framkonur unnu sannfærandi fjögurra marka sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í gær, 27-31, á heimavelli meistaranna í Mýrinni. Framliðið hafi mikla yfirburði í seinni hálfleik eftir jafna byrjun í þeim fyrri og náðu sem dæmi mest sjö marka forskoti í seinni hálfleiknum. Stjörnuliðið hefur undanfarin ár haft nokkuð gott tak á Fram en eftir tvo sigra á stuttum tíma er ekki hægt að sjá annað en að Stjörnugrýlan sem dauð í Safamýrinni. Einar Jónsson, þjálfari Framstelpnanna var líka sáttur í leikslok. Stjarnan byrjaði leikinn betur, komst í 2-0, 4-1 og 7-4 en Framliðið tók frumkvæðið um miðjan hálfleikinn og náði mest tveggja marka forustu. Stjarnan náði að jafna leikinn aftur en Framarinn Hildur Þorgeirsdóttir skoraði síðasta mark hálfleiksins og kom Fram yfir í 15-14 fyrir leikhléið. Framliðið byrjaði seinni hálfleikinn mjög vel og var fljótlega komið með sex marka forskot eftir að hafa skorað 7 af fyrstu 9 mörkum seinni hálfleiks. Framliðið hélt góðum tökum á leiknum eftir það og vann á endnum með 4 marka mun eftir að hafa gefið aðeins eftir í lokin. Stella Sigurðardóttir og Karen Knútsdóttir áttu báðar stjörnuleik í gær, Stella tók ítrekað af skarið í sóknarleiknum og Karen nýtti sér klókindi sín vel, bæði í að stela boltanum hvað eftir annað í vörninni sem og að stjórna sóknarleiknum með miklum glæsibrag. Hildur Þorgeirsdóttir átti líka örugglega einn sinn besta leik í Frampeysunni til þessa. Stjörnuliðið náði aldrei takti í gær og margir leikmenn voru langt frá sínu besta. Alina Tamasan hélt uppi sóknarleik Stjörnunnar og var langmarkahæst með 13 mörk.Tölfræðin úr leiknum:Stjarnan-Fram 27-31 (14-15)Mörk Stjörnunnar (skot): Alina Tamason 13/4 (21/4), Elísabet Gunnarsdóttir 4 (5/1), Jón Sigríður Halldórsdóttir 4 (5), Þorgerður Anna Atladóttir 4 (8), Ester Viktoría Ragnarsdóttir 1 (5), Harpa Sif Eyjólfsdóttir 1 (9), Þórhildur Gunnarsdóttir (2), Indíana Jóhannsdóttir (1).Varin skot: Florentina Stanciu 18 (48/6, 38%), Sólveig Björk Ásmundardóttir (1/1).Hraðaupphlaupsmörk: 5 (Jóna 2, Ester, Elísabet, Þorgerður)Fiskuð víti: Ester 2, Elísabet, Þorgerður. Skoruðu úr 4 af 5 vítum.Mörk Fram (skot): Stella Sigurðardóttir 10/4 (18/7), Karen Knútsdóttir 6/3 (11/3), Hildur Þorgeirsdóttir 6 (11), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 3 (4), Pavla Nevarilova 2 (2), Marthe Sördal 2 (3), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (5), Hafdís Hinriksdóttir (1).Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 18/1 (45/5, 40%).Hraðaupphlaupsmörk: 13 (Stella 4, Marthe 2, Karen 2, Pavla 2, Guðrún, Hildur, Ásta).Fiskuð víti: Karen 3, Ásta 2, Anna María Guðmundsdóttir 2, Stella, Pavla, Guðrún . Skoruðu úr 7 af 10 vítum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Sjá meira