Skemmtileg þemaplata Trausti Júlíusson skrifar 20. júlí 2010 00:01 Milljón mismunandi manns er þriðja plata Steve Sampling í fullri lengd. Tónlist Milljón mismunandi manns: þrjár stjörnur Steve Sampling Steve Sampling er listamannsnafn Stefáns Ólafssonar. Hann er búinn að vera einn af atkvæðameiri taktasmiðum og upptökustjórum íslensku hip-hop senunnar undanfarin ár. Hann er meðlimur í Audio Improvement, hefur spilað sem plötusnúður og gert remix, m.a. af Sæglópi Sigurrósar. Milljón mismunandi manns telst vera hans þriðja plata í fullri lengd, en hinar fyrri, The Dawn is Your Enemy (2006) og Borrowed & Blue (2007) voru að mestu leyti án orða. Milljón mismunandi manns er upptökustjóraplata. Steve semur alla tónlistina og tekur upp, en svo fær hann ýmsa rappara til að semja texta og fara með á plötunni. Þetta er þemaplata sem fjallar um skrautlega nótt ungs manns í Reykjavík, en allir rappararnir sömdu sína texta út frá handriti sem þeir fengu frá Steve. Á meðal þeirra sem koma fram á plötunni eru Gnúsi Yones, Steinar Fjelsted úr Quarashi, Birkir B og Diddi Fel úr Forgotten Lores, Marlon Pollock úr Anonymous, G. Maris, Brjánsi, Mezzias MC og B-Kay sem var í Dáðadrengjum. Þéttur hópur. Þetta er að mörgu leyti fín plata. Tónlistin er að stærstum hluta hæggeng og stemningsfull. Hljómurinn er flottur og það er greinilegt að Steve kann sitt fag. Steve hefur verið sterkur í chill- og trip-hop-deildinni og hún fær sitt pláss á plötunni, en líka sálartónlist, r&b og elektró. Rappararnir standa sig margir vel. Lögin eru mis bitastæð. Mín uppáhaldslög á plötunni eru Dagsbrot (Birkir B), Hey Yo! (Bkey), Leyfum okkur smá (Diddi Fel), Skyndilega svona (Brjánsi), Klukkan fimm (Gnúsi Yones) og Alla leið (Steinar Fjelsted). Á heildina litið ágæt plata sem óhætt er að mæla með fyrir aðdáendur íslenskrar rapptónlistar. Niðurstaða: Skemmtileg þemaplata frá Steve Sampling og úrvalsliði íslenskra rappara. Trausti Júlíusson Mest lesið Getur alls ekki verið einn Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist Milljón mismunandi manns: þrjár stjörnur Steve Sampling Steve Sampling er listamannsnafn Stefáns Ólafssonar. Hann er búinn að vera einn af atkvæðameiri taktasmiðum og upptökustjórum íslensku hip-hop senunnar undanfarin ár. Hann er meðlimur í Audio Improvement, hefur spilað sem plötusnúður og gert remix, m.a. af Sæglópi Sigurrósar. Milljón mismunandi manns telst vera hans þriðja plata í fullri lengd, en hinar fyrri, The Dawn is Your Enemy (2006) og Borrowed & Blue (2007) voru að mestu leyti án orða. Milljón mismunandi manns er upptökustjóraplata. Steve semur alla tónlistina og tekur upp, en svo fær hann ýmsa rappara til að semja texta og fara með á plötunni. Þetta er þemaplata sem fjallar um skrautlega nótt ungs manns í Reykjavík, en allir rappararnir sömdu sína texta út frá handriti sem þeir fengu frá Steve. Á meðal þeirra sem koma fram á plötunni eru Gnúsi Yones, Steinar Fjelsted úr Quarashi, Birkir B og Diddi Fel úr Forgotten Lores, Marlon Pollock úr Anonymous, G. Maris, Brjánsi, Mezzias MC og B-Kay sem var í Dáðadrengjum. Þéttur hópur. Þetta er að mörgu leyti fín plata. Tónlistin er að stærstum hluta hæggeng og stemningsfull. Hljómurinn er flottur og það er greinilegt að Steve kann sitt fag. Steve hefur verið sterkur í chill- og trip-hop-deildinni og hún fær sitt pláss á plötunni, en líka sálartónlist, r&b og elektró. Rappararnir standa sig margir vel. Lögin eru mis bitastæð. Mín uppáhaldslög á plötunni eru Dagsbrot (Birkir B), Hey Yo! (Bkey), Leyfum okkur smá (Diddi Fel), Skyndilega svona (Brjánsi), Klukkan fimm (Gnúsi Yones) og Alla leið (Steinar Fjelsted). Á heildina litið ágæt plata sem óhætt er að mæla með fyrir aðdáendur íslenskrar rapptónlistar. Niðurstaða: Skemmtileg þemaplata frá Steve Sampling og úrvalsliði íslenskra rappara. Trausti Júlíusson
Mest lesið Getur alls ekki verið einn Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira