Vísaforstjóri kannast ekki við fullyrðingar Davíðs SB skrifar 13. apríl 2010 14:01 Höskuldur H. Ólafsson forstjóri Valitors. Segir aðgerðir Seðlabankans hafa reynst vel. Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri Valitor á Íslandi, kannast ekki við þá fullyrðingu Davíðs Oddssonar að Seðlabankinn hafi farið á svig við lagaheimildir þegar Seðlabankinn bjargaði Vísakortaviðskiptum landsmanna skömmu eftir hrun. "Það skildi enginn það, það hrundu allir bankarnir en það gátu allir borgað með vísakortunum sínum, það var út af því að Seðlabankinn gaf út tilkynningu, sem hann hafði enga heimild til, um það að hann mundi ábyrgjast öll vísakort manna," er haft eftir Davíð Oddssyni í Rannsóknarskýrslunni. Þekki ekki þessa rökfærslu," segir Höskuldur. "Það sem á sér stað að Seðlabankinn tekur yfir ábyrgðir sem áður hvíldu á hinum föllnu bönkum. Með þessu náðist að tryggja hnökralausa virkni greiðslumiðlunar með kortum." Líkt og Vísir greindi frá í gær segir Davíð ennfremur í skýrslunni að sem betur fer hafi almenningur ekki haft vitneskju um þá staðreynd að Seðlabankinn fór á svig við lög. "Eins gott að menn vissu það ekki, því þá hefðu þeir kannski farið að taka út það sem þeir áttu ekki fyrir," sagði Davíð. Höskuldur segir náið samstarf hafa verið við Seðlabankan á þessum tíma en hvað varðar fullyrðingu Davíðs segir Höskuldur: "Hvað varðar heimildir Seðlabanka þá veit ég ekki hvað við er átt." Höskuldur segir að endingu að með aðgerðum Seðlabankans hafi verið komið í veg fyrir mikil vandræði. "Kortanotkun hefði líklega truflast sem hefði fyrst komið illa við þúsundir íslenskra korthafa sem staddir voru erlendis. Aðrar afleiðingar er vandasamt að ráða í en með samstilltum aðgerðum hélst full virkni eins og að var stefnt." Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Davíð: Bjargaði vísakortum landsmanna Davíð Oddsson segir í rannsóknarskýrslunni að Seðlabankinn hafi ábyrgst öll vísakort landsmanna - án þess að fyrir því væri nokkur lagaheimild. Sem betur fer hafi fólk ekki áttað sig því að bankinn væri að fara á svig við lög. 12. apríl 2010 15:24 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri Valitor á Íslandi, kannast ekki við þá fullyrðingu Davíðs Oddssonar að Seðlabankinn hafi farið á svig við lagaheimildir þegar Seðlabankinn bjargaði Vísakortaviðskiptum landsmanna skömmu eftir hrun. "Það skildi enginn það, það hrundu allir bankarnir en það gátu allir borgað með vísakortunum sínum, það var út af því að Seðlabankinn gaf út tilkynningu, sem hann hafði enga heimild til, um það að hann mundi ábyrgjast öll vísakort manna," er haft eftir Davíð Oddssyni í Rannsóknarskýrslunni. Þekki ekki þessa rökfærslu," segir Höskuldur. "Það sem á sér stað að Seðlabankinn tekur yfir ábyrgðir sem áður hvíldu á hinum föllnu bönkum. Með þessu náðist að tryggja hnökralausa virkni greiðslumiðlunar með kortum." Líkt og Vísir greindi frá í gær segir Davíð ennfremur í skýrslunni að sem betur fer hafi almenningur ekki haft vitneskju um þá staðreynd að Seðlabankinn fór á svig við lög. "Eins gott að menn vissu það ekki, því þá hefðu þeir kannski farið að taka út það sem þeir áttu ekki fyrir," sagði Davíð. Höskuldur segir náið samstarf hafa verið við Seðlabankan á þessum tíma en hvað varðar fullyrðingu Davíðs segir Höskuldur: "Hvað varðar heimildir Seðlabanka þá veit ég ekki hvað við er átt." Höskuldur segir að endingu að með aðgerðum Seðlabankans hafi verið komið í veg fyrir mikil vandræði. "Kortanotkun hefði líklega truflast sem hefði fyrst komið illa við þúsundir íslenskra korthafa sem staddir voru erlendis. Aðrar afleiðingar er vandasamt að ráða í en með samstilltum aðgerðum hélst full virkni eins og að var stefnt."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Tengdar fréttir Davíð: Bjargaði vísakortum landsmanna Davíð Oddsson segir í rannsóknarskýrslunni að Seðlabankinn hafi ábyrgst öll vísakort landsmanna - án þess að fyrir því væri nokkur lagaheimild. Sem betur fer hafi fólk ekki áttað sig því að bankinn væri að fara á svig við lög. 12. apríl 2010 15:24 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Davíð: Bjargaði vísakortum landsmanna Davíð Oddsson segir í rannsóknarskýrslunni að Seðlabankinn hafi ábyrgst öll vísakort landsmanna - án þess að fyrir því væri nokkur lagaheimild. Sem betur fer hafi fólk ekki áttað sig því að bankinn væri að fara á svig við lög. 12. apríl 2010 15:24