Páll Axel Vilbergsson gerði sér lítið fyrir og skoraði 54 stig þegar að Grindavík vann stórsigur á Tindastóli á heimavelli, 124-85.
Páll Axel setti alls tíu þrista niður í kvöld í átján tilraunum. Þá nýtti hann átta af ellefu skotum sínum innan þriggja stiga línunnar og átta af tólf vítaköstum.
Fyrr í vetur skoraði Marvin Valdimarsson 51 stig í sigri Hamar á FSu og varð þá aðeins annar Íslendingurinn til að skora meira en 50 stig í einum leik.
Páll Axel hefur nú bæst í þann hóp og um leið jafnað stigametið sem Valur Ingimundarson setti þegar hann skoraði 54 stig í leik með Tindastóli árið 1988. Sá leikur var reyndar framlengdur og hefur því Páll Axel skorað flest stig allra Íslendinga frá upphafi í venjulegum leiktíma.
Alls fóru þrír leikir fram í Iceland Express-deild karla í kvöld og úrslit þeirra nokkurn veginn eftir bókinni:
Hamar - Snæfell 86-98
Stig Hamars: Andre Dagney 38, Marvin Valdimarsson 15, Svavar Pálsson 15, Oddur Ólafsson 12, Viðar Örn Hafsteinsson 6.
Stig Snæfells: Sean Burton 28, Jón Ólafur Jónsson 23, Sigurður Þorvaldsson 18, Hlynur Bæringsson 13, Emil Þór Jóhannsson 7, Sveinn Davíðsson 6, Páll Helgason 3.
Grindavík - Tindastóll 124-85
Stig Grindavíkur: Páll Axel Vilbergsson 54, Darrell Flake 24, Ólafur Ólafsson 14, Ómar Örn Sævarsson 11, Björn Brynjólfsson 6, Guðlaugur Eyjólfsson 5, Þorleifur Ólafsson 5, Ármann Vilbergsson 3.
Stig Tindastóls: Svavar Atli Birgisson 20, Kenneth Boyd 15, Micheal Giovacchini 12, Sveinbjörn Skúlason 9, Helgi Margeirsson 8, Hreinn Birgisson 7, Helgi Viggósson 7, Axel Kárason 4, Freiðrik Hreinsson 2.
Breiðablik - Keflavík 75-83
Stig Breiðabliks: Jonathan Schmidt 17, Jeremy Caldwell 16, Daníel G. Guðmundsson 10, Þorsteinn Gunnlaugsson 8, Ágúst Angantýnsson 8, Rúnar Pálmarsson 7, Gylfi Geirsson 5, Aðalsteinn Pálsson 4.
Stig Keflavíkur: Draelon Burns 27, Sigurður Þorsteinsson 17, Hörður Axel Vilhjálmsson 12, Elentínus Margeirsson 8, Þröstur Leó Jóhannsson 7, Sverrir Þór Sverrisson 5, Jón Nordal Hafsteinsson 4, Almar Stefán Guðbrandsson 3.