Scumacher: Get ekki keppt um titilinn 11. júní 2010 10:33 Michael Schumacher á röltinu með Felipe Massa, gömlum liðsfélaga frá Ferrari. Mynd: Getty Images Michael Schumacher hefur sett stefnuna á titilsók árið 2011, þar sem hann telur titilvonir þessa árs frekar dræmar. Hann segir þó mörg mót eftir, en hann líti samt meira á tímabilið sem undirbúning fyrir næsta tímabil. Schumacher er 59 stigum á eftir Mark Webber sen hefur forystu í stigamótinu og hefur aldrei komist á verðlaunapall, en varð fjórði í síðustu keppni. Stigagjöfin er þó þannig að fyrir fyrsta sæti fást 25 stig, annað sætið 18, síðan 15 fyrir þriðja, síðan 12 og 10 og færri stig fyrir næstu sæti, en 10 sæti gefa stig. Menn eru því fljótir að brúa bilið ef vel gengur. Í frétt á autosport.com segir Schumacher að hann hafi vonast eftir að keppa um titilinn í ár þegar tímabilið hófst. Bíll og búnaður Mercedes bjóðji hins vegar ekki upp á meira en raunin er í samkeppni við önnur lið. Mercedes er byggt upp á Brawn liðinu sem varð meistari í fyrra í keppni bílasmiða og ökumanna. "Ég tel ekki að ég sé í stöðu til að keppa um meistaratitilinn. Við erum að byggja upp fyrir næsta ár, en maður veit þó aldrei, það eru mörg stig í pottinum. Uppbygging liðsins gengur vel og ég er ánægður með samstarfið. Við erum ekki með rétta búnaðinn í augnablikinu og áttum ekki von á því efti æfingar í vetur", sagði Schumacher. Hann segist ekki hafa náð að upplifa sömu tilfinningu og þegar hann var upp á sitt besta. "Stundum ganga hlutirnir upp í mótum og ég stefni á að komast á gamlar slóðir. En það er margslungið verk að komast þangað og við erum að leita leiða að réttu marki", sagði Schumacher. Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Michael Schumacher hefur sett stefnuna á titilsók árið 2011, þar sem hann telur titilvonir þessa árs frekar dræmar. Hann segir þó mörg mót eftir, en hann líti samt meira á tímabilið sem undirbúning fyrir næsta tímabil. Schumacher er 59 stigum á eftir Mark Webber sen hefur forystu í stigamótinu og hefur aldrei komist á verðlaunapall, en varð fjórði í síðustu keppni. Stigagjöfin er þó þannig að fyrir fyrsta sæti fást 25 stig, annað sætið 18, síðan 15 fyrir þriðja, síðan 12 og 10 og færri stig fyrir næstu sæti, en 10 sæti gefa stig. Menn eru því fljótir að brúa bilið ef vel gengur. Í frétt á autosport.com segir Schumacher að hann hafi vonast eftir að keppa um titilinn í ár þegar tímabilið hófst. Bíll og búnaður Mercedes bjóðji hins vegar ekki upp á meira en raunin er í samkeppni við önnur lið. Mercedes er byggt upp á Brawn liðinu sem varð meistari í fyrra í keppni bílasmiða og ökumanna. "Ég tel ekki að ég sé í stöðu til að keppa um meistaratitilinn. Við erum að byggja upp fyrir næsta ár, en maður veit þó aldrei, það eru mörg stig í pottinum. Uppbygging liðsins gengur vel og ég er ánægður með samstarfið. Við erum ekki með rétta búnaðinn í augnablikinu og áttum ekki von á því efti æfingar í vetur", sagði Schumacher. Hann segist ekki hafa náð að upplifa sömu tilfinningu og þegar hann var upp á sitt besta. "Stundum ganga hlutirnir upp í mótum og ég stefni á að komast á gamlar slóðir. En það er margslungið verk að komast þangað og við erum að leita leiða að réttu marki", sagði Schumacher.
Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira