Hægt að krefjast gæsluvarðhalds yfir fyrrverandi ráðherrum Ingimar Karl Helgason skrifar 19. september 2010 18:54 Alþingi þarf að velja sérstakan saksóknara, verði fyrrverandi ráðherrar ákærðir, og munu fimm Alþingismenn taka þátt í saksókninni. Þá getur Landsdómur krafist gæsluvarðhalds yfir þeim sem ákærðir eru og og látið gera hjá þeim húsleit. Kveðið er á um Landsdóm í stjórnarskrá Lýðveldisins. Þar segir í fjórtándu grein: Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál. Hingað til hefur lögum um landsdóm aldrei verið beitt, en nú kynni að verða breyting á. Meirihluti Atlanefndar, þingmannanefndarinnar sem fór yfir Rannsóknarskýrslu Alþingis, vill að ráðherrar verði ákærðir fyrir vanrækslu í aðdraganda efnahagshrunsins. Vinstri-grænir, framsóknarmenn og þingmenn Hreyfingarinnar, vilja ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, Árna M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra og formann Samfylkingarinnar. Þingmenn þess flokks, í Atlanefndinni, vilja ekki ákæra Björgvin og sjálfstæðismenn vilja ekki ákæra neinn. Fimmtán sitja í Landsdómi; fimm reyndustu hæstaréttardómararnir, dómstjórinn í Reykjavík, prófessor í stjórnskipunarrétti, og svo átta dómendur sem alþingi kýs hlutfallskosningu, og eru skipaðir til sex ára í senn. Síðast var skipað fyrir fimm árum, og þá voru valdahlutföll í þinginu önnur en nú. En yrði ákveðið að ákæra. Hvernig ætti þetta að fara fram? Alþingi þarf að álykta um saksókn og þarf meirihluti þingmanna að vera að baki henni. Ákæruatriði eiga að koma þar fram. En svo þarf að sækja málið. Alþingi kýs sér saksóknara en honum til aðstoðar á að vera nefnd fimm þingmanna, sem kosnir skulu hlutfallskosningu. Saksóknarinn á að undirbúa gagnasöfnun og leita allra fáanlegra sannanna fyrir ákæruatriðum. Landsdómur sjálfur, á að skipa hinum ákærðu verjanda og á við val á honum að fara eftir óskum ákærða; mæli ekkert á móti því. Landsdóminn á að halda í heyrand hljóði, en hann má samt ákveða að loka þinghaldi - telji hann sérstakar ástæður til þess. Slíkt kynni að varða samskipti við erlend ríki eða hagsmuni ríkisins, segir í lögunum. Yrði ákveðið að loka þinghaldi, getur dómurinn bannað verjendum að ræða það sem þar fer fram. En það er ýmislegt fleira í lögum um Landsdóm; hann hefur umtalsverð völd. Til að mynda getur hann ákveðið að láta gera húsleik hjá ákærðu eða að úrskurða þá sem ákærðir eru í gæsluvarðhald; þetta gerir dómurinn raunar ekki nema hann fái tilmæli frá saksóknara Alþingis og að allt þetta fullnægi skilyrðum laga um sakamál. Réttarhaldið á svo að fara fram eins og við er að búast. Saksóknarinn gerir grein fyrir málsatvikum og sakargögnum. Svo eru hinir ákærðu spurðir; það geta saksóknari, verjendur og dómararnir gert. Þá er líka hægt að kalla vitni fyrir dóminn, en neiti vitni að svara, án þess að hafa til þess lögmætar ástæður, þá getur landsdómurinn sektað viðkomandi eða dæmt hann í allt að hálfs árs fangelsi. Og ef svo fer að fyrrverandi ráðherra verður sakfelldur,. þá getur hann áfrýjað og landsdómur getur tekið málið hans til meðferðar aftur, ef fram koma gögn, sem talin eru að geti leitt til sýknu eða sakfellingar fyrir minna brot. En hvar ætti réttarhaldið að fara fram? Húsnæði Hæstaréttar kæmi kannski til greina; en fréttastofu er sagt að það rúmi ekki þessa starfsemi; finnan yrði annan stað, en lögin segja að réttarhaldið verði að vera í höfuðborginni. Landsdómur Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Alþingi þarf að velja sérstakan saksóknara, verði fyrrverandi ráðherrar ákærðir, og munu fimm Alþingismenn taka þátt í saksókninni. Þá getur Landsdómur krafist gæsluvarðhalds yfir þeim sem ákærðir eru og og látið gera hjá þeim húsleit. Kveðið er á um Landsdóm í stjórnarskrá Lýðveldisins. Þar segir í fjórtándu grein: Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál. Hingað til hefur lögum um landsdóm aldrei verið beitt, en nú kynni að verða breyting á. Meirihluti Atlanefndar, þingmannanefndarinnar sem fór yfir Rannsóknarskýrslu Alþingis, vill að ráðherrar verði ákærðir fyrir vanrækslu í aðdraganda efnahagshrunsins. Vinstri-grænir, framsóknarmenn og þingmenn Hreyfingarinnar, vilja ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, Árna M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra og formann Samfylkingarinnar. Þingmenn þess flokks, í Atlanefndinni, vilja ekki ákæra Björgvin og sjálfstæðismenn vilja ekki ákæra neinn. Fimmtán sitja í Landsdómi; fimm reyndustu hæstaréttardómararnir, dómstjórinn í Reykjavík, prófessor í stjórnskipunarrétti, og svo átta dómendur sem alþingi kýs hlutfallskosningu, og eru skipaðir til sex ára í senn. Síðast var skipað fyrir fimm árum, og þá voru valdahlutföll í þinginu önnur en nú. En yrði ákveðið að ákæra. Hvernig ætti þetta að fara fram? Alþingi þarf að álykta um saksókn og þarf meirihluti þingmanna að vera að baki henni. Ákæruatriði eiga að koma þar fram. En svo þarf að sækja málið. Alþingi kýs sér saksóknara en honum til aðstoðar á að vera nefnd fimm þingmanna, sem kosnir skulu hlutfallskosningu. Saksóknarinn á að undirbúa gagnasöfnun og leita allra fáanlegra sannanna fyrir ákæruatriðum. Landsdómur sjálfur, á að skipa hinum ákærðu verjanda og á við val á honum að fara eftir óskum ákærða; mæli ekkert á móti því. Landsdóminn á að halda í heyrand hljóði, en hann má samt ákveða að loka þinghaldi - telji hann sérstakar ástæður til þess. Slíkt kynni að varða samskipti við erlend ríki eða hagsmuni ríkisins, segir í lögunum. Yrði ákveðið að loka þinghaldi, getur dómurinn bannað verjendum að ræða það sem þar fer fram. En það er ýmislegt fleira í lögum um Landsdóm; hann hefur umtalsverð völd. Til að mynda getur hann ákveðið að láta gera húsleik hjá ákærðu eða að úrskurða þá sem ákærðir eru í gæsluvarðhald; þetta gerir dómurinn raunar ekki nema hann fái tilmæli frá saksóknara Alþingis og að allt þetta fullnægi skilyrðum laga um sakamál. Réttarhaldið á svo að fara fram eins og við er að búast. Saksóknarinn gerir grein fyrir málsatvikum og sakargögnum. Svo eru hinir ákærðu spurðir; það geta saksóknari, verjendur og dómararnir gert. Þá er líka hægt að kalla vitni fyrir dóminn, en neiti vitni að svara, án þess að hafa til þess lögmætar ástæður, þá getur landsdómurinn sektað viðkomandi eða dæmt hann í allt að hálfs árs fangelsi. Og ef svo fer að fyrrverandi ráðherra verður sakfelldur,. þá getur hann áfrýjað og landsdómur getur tekið málið hans til meðferðar aftur, ef fram koma gögn, sem talin eru að geti leitt til sýknu eða sakfellingar fyrir minna brot. En hvar ætti réttarhaldið að fara fram? Húsnæði Hæstaréttar kæmi kannski til greina; en fréttastofu er sagt að það rúmi ekki þessa starfsemi; finnan yrði annan stað, en lögin segja að réttarhaldið verði að vera í höfuðborginni.
Landsdómur Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira