Hamilton vill frekar stýra bíl en dansa 31. maí 2010 15:17 Nicole Scherzinger fagnar Lewis Hamilton eftir sigurinn í Tyrklandi í gær. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton og kærasta hans Nicole Shwarzinger söngkona hafa ýmsu fagnað síðustu vikuna. Hamilton vann Formúlu 1 mótið í Tyrklandi í gær og fyrr í vikunni vann Nicole þetta danskeppni í sjónvarpi í Bandaríkjunum sem kallast "Dancing with the stars". Nicole hefur ekki mætt á Formúlu 1 keppni á þessu ári fyrr en núna, enda hefur hún nóg að gera sem söngkona hljómsveitarinnar Pussycat Dolls. Hamilton hafði skroppið í vikunni til Los Angeles í Bandaríkjunum til að sjá kærustuna dansa í undanúrslitum sjónvarpsþáttarins. "Ég ætla að læra að dansa fljótlega. Derek Hough (dansfélagi Nicole) er búinn að bjóða mér leiðsögn, en ég er búinn að segja honum að ég kjósi heldur kennslu frá systur hans, sem er fallegri. En Nicole getur kennt mér núna", sagði Hamilton glaður í bragði eftir sigurinn um helgina. Frétt um málið var á autosport.com. "Ég sá Nicole í undanúrslitunum, en sá hana ekki sigra. En ég sá hana dansa magnaðan tangó og pressan var mikil. Þetta var alveg ótrúleg upplifun. Fólk stóð upp og klappaði og ég var stoltur. Það er gott að geta staðið við bakið á kærustunni og fylgjast með velgengninni." Sjálfur segist Hamilton ætla að halda sig við stýrið. "Ég sá hvað þetta var erfitt fyrir Nicole og tímafrekt. Ég gæti þetta aldrei. Ég læra dansaranna um dansinn og held áfram að keyra", sagði Hamilton. Hann svaraði þessu aðspurður um hvort hann ætlaði að taka þátt í danskeppninni í ljósi þess að annar ökumaður gerði það gott á sviðinu í Los Angeles. Sjá má frammistöðu Scherzinger hér, þar sem Hamilton kemur þar við sögu. Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton og kærasta hans Nicole Shwarzinger söngkona hafa ýmsu fagnað síðustu vikuna. Hamilton vann Formúlu 1 mótið í Tyrklandi í gær og fyrr í vikunni vann Nicole þetta danskeppni í sjónvarpi í Bandaríkjunum sem kallast "Dancing with the stars". Nicole hefur ekki mætt á Formúlu 1 keppni á þessu ári fyrr en núna, enda hefur hún nóg að gera sem söngkona hljómsveitarinnar Pussycat Dolls. Hamilton hafði skroppið í vikunni til Los Angeles í Bandaríkjunum til að sjá kærustuna dansa í undanúrslitum sjónvarpsþáttarins. "Ég ætla að læra að dansa fljótlega. Derek Hough (dansfélagi Nicole) er búinn að bjóða mér leiðsögn, en ég er búinn að segja honum að ég kjósi heldur kennslu frá systur hans, sem er fallegri. En Nicole getur kennt mér núna", sagði Hamilton glaður í bragði eftir sigurinn um helgina. Frétt um málið var á autosport.com. "Ég sá Nicole í undanúrslitunum, en sá hana ekki sigra. En ég sá hana dansa magnaðan tangó og pressan var mikil. Þetta var alveg ótrúleg upplifun. Fólk stóð upp og klappaði og ég var stoltur. Það er gott að geta staðið við bakið á kærustunni og fylgjast með velgengninni." Sjálfur segist Hamilton ætla að halda sig við stýrið. "Ég sá hvað þetta var erfitt fyrir Nicole og tímafrekt. Ég gæti þetta aldrei. Ég læra dansaranna um dansinn og held áfram að keyra", sagði Hamilton. Hann svaraði þessu aðspurður um hvort hann ætlaði að taka þátt í danskeppninni í ljósi þess að annar ökumaður gerði það gott á sviðinu í Los Angeles. Sjá má frammistöðu Scherzinger hér, þar sem Hamilton kemur þar við sögu.
Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira