Töpuðu miklu á Humac en réðu síðan forstjórann í lykilstöðu Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. ágúst 2010 18:30 Íslandsbanki þurfti að afskrifa rúmlega 800 milljónir króna vegna lána til Humac, sem átti og rak Apple-umboðið, en nú hefur Íslandsbanki ráðið fyrrverandi forstjóra þessa sama fyrirtækis, Humac, í lykilstöðu hjá bankanum. Félag Bjarna Ákasonar og Valdimars Grímssonar greiddi um 160 milljónir króna fyrir Apple umboðið af þrotabúinu Humac ehf. en hinn 10. ágúst síðastliðinn var tilkynnt um að skiptum á þrotabúinu væri lokið. Þannig komst Bjarni aftur yfir fyrirtækið en hann og fleiri hluthafar í Humac seldu hluti sína í því til Baugs Group á árinu 2007. Það var Íslandsbanki sem fékk kaupverðið að þessu sinni, alls 160 milljónir króna upp í veðkröfur sínar á hendur þrotabúinu en þær námu alls 974 milljónum króna. Íslandsbanki tapaði því 814 milljónum króna á lánveitingum til Humac - Apple umboðsins, en þetta er glatað fé. Á sama tíma og Íslandsbanki var að afskrifa 800 milljónir króna vegna lána til Humac var bankinn að ganga frá ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra rekstrar- og upplýsingatæknisviðs, en sem sú varð fyrir valinu er Sigríður Olgeirsdóttir, en hún er einmitt fyrrverandi forstjóri Humac. Tilkynnt var um ráðningu Sigríðar hinn 6. ágúst, aðeins fjórum dögum áður en það lá fyrir að Íslandsbanki þyrfti að afskrifa 800 milljónir vegna lána til Humac. Sigríður var forstjóri Humac og Humac á Norðurlöndunum frá 2007-2008. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, er stödd erlendis en sagði í samtali við fréttastofu í dag að Sigríður hefði verið metin hæfust í starfið vegna mikillar reynslu sinnar og þekkingar á upplýsingatæknigeiranum. Þá hafi Íslandsbanka verið fullkunnugt um störf hennar hjá Humac og skuldir Humac við Íslandsbanka hafi ekki myndast „á hennar vakt í fyrirtækinu," eins og hún orðaði það. Birna sagði að þetta hefði jafnframt sérstaklega verið kannað áður en Sigríður var ráðin. Aðspurð hvort það væri eðlilegt að ráða fyrrverandi forstjóra fyrirtækis sem bankinn hefði tapað gríðarlegum fjármunum á lánveitingum til sagði Birna að í ljósi áðurnefndra atriða væri ekkert óeðlilegt við ráðninguna. Skroll-Viðskipti Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Íslandsbanki þurfti að afskrifa rúmlega 800 milljónir króna vegna lána til Humac, sem átti og rak Apple-umboðið, en nú hefur Íslandsbanki ráðið fyrrverandi forstjóra þessa sama fyrirtækis, Humac, í lykilstöðu hjá bankanum. Félag Bjarna Ákasonar og Valdimars Grímssonar greiddi um 160 milljónir króna fyrir Apple umboðið af þrotabúinu Humac ehf. en hinn 10. ágúst síðastliðinn var tilkynnt um að skiptum á þrotabúinu væri lokið. Þannig komst Bjarni aftur yfir fyrirtækið en hann og fleiri hluthafar í Humac seldu hluti sína í því til Baugs Group á árinu 2007. Það var Íslandsbanki sem fékk kaupverðið að þessu sinni, alls 160 milljónir króna upp í veðkröfur sínar á hendur þrotabúinu en þær námu alls 974 milljónum króna. Íslandsbanki tapaði því 814 milljónum króna á lánveitingum til Humac - Apple umboðsins, en þetta er glatað fé. Á sama tíma og Íslandsbanki var að afskrifa 800 milljónir króna vegna lána til Humac var bankinn að ganga frá ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra rekstrar- og upplýsingatæknisviðs, en sem sú varð fyrir valinu er Sigríður Olgeirsdóttir, en hún er einmitt fyrrverandi forstjóri Humac. Tilkynnt var um ráðningu Sigríðar hinn 6. ágúst, aðeins fjórum dögum áður en það lá fyrir að Íslandsbanki þyrfti að afskrifa 800 milljónir vegna lána til Humac. Sigríður var forstjóri Humac og Humac á Norðurlöndunum frá 2007-2008. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, er stödd erlendis en sagði í samtali við fréttastofu í dag að Sigríður hefði verið metin hæfust í starfið vegna mikillar reynslu sinnar og þekkingar á upplýsingatæknigeiranum. Þá hafi Íslandsbanka verið fullkunnugt um störf hennar hjá Humac og skuldir Humac við Íslandsbanka hafi ekki myndast „á hennar vakt í fyrirtækinu," eins og hún orðaði það. Birna sagði að þetta hefði jafnframt sérstaklega verið kannað áður en Sigríður var ráðin. Aðspurð hvort það væri eðlilegt að ráða fyrrverandi forstjóra fyrirtækis sem bankinn hefði tapað gríðarlegum fjármunum á lánveitingum til sagði Birna að í ljósi áðurnefndra atriða væri ekkert óeðlilegt við ráðninguna.
Skroll-Viðskipti Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira