Umfjöllun: Vörnin og markvarsla Pálmars lykill að öruggum FH-sigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2010 21:09 FH-ingar fagna sigrinum í kvöld. Mynd/Daníel FH-ingar unnu öruggan átta marka sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld, 27-19, í N1 deild karla í handbolta. FH-ingar rifu sig upp eftir vandræðalegt tap á heimavelli á móti Akureyri um helgina og hleyptu nýliðunum ekkert áleiðis með sterkri vörn. FH-ingar náðu mest sex marka forskoti í fyrri hálfleik, 10-4, og voru fjórum mörkum yfir í hálfeik, 11-7. Mosfellingar skoruðu aðeins 4 mörk fyrstu 27 mínútur og 40 sekúndur leiksins en FH-ingar voru líka mistækir og náðu ekki að stinga þá af. Það breyttist í seinni hálfleiknum. FH-ingar gerðu endanlega út um leikinn með því að skora fjögur mörk í röð um miðjan seinni hálfleikinn og náðu með því níu marka forustu, 21-12. Eftir það var aldrei spurning um hvernig leikurinn færi og FH-ingar fögnuðu góðum sigri. Bjarni Þórðarson skoraði 6 mörk fyrir Aftureldingu og Hafþór Einarsson varði 16 skot. Ólafur Guðmundsson skoraði 7 mörk fyrir FH og Ásbjörn Friðriksson var með 6 mörk. Besti maður vallarsins var þó Pálmar Pétursson sem varði 20 skot í makinu eða 53 prósent skota sem á hann komu. Afturelding skoraði úr fyrstu sókn sinni og komst í 1-0 en máttu síðan bíða í rúmar tíu mínútur eftir næsta marki. FH-ingar skoruðu 4 sinnum á meðan, komust í 4-1 og voru komnir með undirtökin í leikium. Gunnar Andrésson, þjálfari Aftureldingar tók leikhlé eftir 16 mínútur í stöðunni 3-5 fyrir FH en ekki tókst honum að koma lag á sóknarleikinn því liðið skoraði aðeins eitt mark næstu ellefu mínútnar og á meðan komst FH sex mörkum yfir, 10-4. Sóknarleikur Mosfellinga var bitlaus og vandræðalegur mestan hluta hálfleiksins og það var helst Haukur Sigurvinsson sem náði að sigrast á FH-vörninni og Pálmari Péturssyni í markinu. Haukur skoraði 4 af 7 mörkum liðsins í fyrri hálfleiknum en Pálmar varði 12 skot eða 63 prósent skota sem á hann komu. Gunnar virtist nýta sér betur leikhlé FH þremur fyrir hálfeik því í kjölfarið náði Afturelding aðeins að laga stöðuna í lok hálfleiksins. Afturelding vann síðustu 3 mínúturnar 3-1 og munurinn var því fjögur mörk í hálfleik eða 7-11 fyrir FH. Mosfellingar náðu ekki að fylgja þessum lokakafla eftir í seinni hálfleiknum því FH-ingar voru fljótlega komnir með sex marka forskot á nýjan leik og þá var eins og Aftureldingaliðið missti endanlega trúna. FH-liðið komst í 17-12 og skoraði síðan fjögur mörk í röð og var skyndilega komið með níu marka forskot, 21-12. Gunnar tók þá leikhlé og tókst að kveikja aðeins í sínum mönnum sem skoruðu þrjú næstu mörk en nær komust þeir ekki. FH-ingar gáfu aftur í og lönduðu öruggum sigri. Leikurinn leystist svolítið upp á lokamínútunum og Mosfellingar náðu aðeins að láta sóknarleikinn líta betur út með því að skora sex mörk á síðustu þrettán mínútunum. Pálmar Pétursson varði frábærlega í FH-markinu og öll vörnin var að spila vel. Baldvin Þorsteinsson fann sig ekki í sóknarleiknum en það mátti sjá greinilega áhrif hans í FH-vörnini þar sem hann truflaði mikið flæðið í sóknarleik Mosfellinga. Ólafur Guðmundsson byrjaði leikinn ekki sannfærandi en lék vel eftir að hann braut ísinn og skoraði sitt fyrsta mark eftir 18 mínútna leik. Annars var FH-sóknin oft í vandræðum með vörn Aftureldingar auk þess sem Hafþór Einarsson varði vel í markinu. Afturelding-FH 19-27 (7-11) Mörk Aftureldingar (Skot): Bjarni Aron Þórðarson 6 (16/1), Haukur Sigurvinsson 5/2 (7/2), Eyþór Vestmann 4 (9), Hrafn Ingvarsson 1 (2), Þorkell Guðbrandsson 1 (3), Ásgeir Jónsson 1 (3), Arnar Freyr Theódórsson 1 (4), Jón Andri Helgason (1), Þorlákur Sigurjónsson (1) Aron Gylfason (4).Varin skot: Hafþór Einarsson 16/1 (42/4, 38%), Smári Guðfinnsson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 2 (Hrafn, Bjarni) Fiskuð víti: 3 (Ásgeir, Hrafn, Bjarni) Brottvísanir: 8 mínúturMörk FH (Skot): Ólafur Andrés Guðmundsson 7 (13), Ásbjörn Friðriksson 6/4 (10/4), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (6), Örn Ingi Bjarkason 3 (4), Hermann Ragnar Björnsson 2 (5), Logi Geirsson 1 (1), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (3), Baldvin Þorsteinsson 1 (4), Halldór Guðjónsson 1 (3/1)Varin skot: Pálmar Pétursson 20 (38/1, 53%), Daníel Freyr Andrésson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 4 (Ólafur 2, Logi, Sigurgeir) Fiskuð víti: 5 (Ásbjörn, Örn Ingi, Halldór, Atli Rúnar, Benedikt). Brottvísanir: 6 mínútur Olís-deild karla Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira
FH-ingar unnu öruggan átta marka sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum í kvöld, 27-19, í N1 deild karla í handbolta. FH-ingar rifu sig upp eftir vandræðalegt tap á heimavelli á móti Akureyri um helgina og hleyptu nýliðunum ekkert áleiðis með sterkri vörn. FH-ingar náðu mest sex marka forskoti í fyrri hálfleik, 10-4, og voru fjórum mörkum yfir í hálfeik, 11-7. Mosfellingar skoruðu aðeins 4 mörk fyrstu 27 mínútur og 40 sekúndur leiksins en FH-ingar voru líka mistækir og náðu ekki að stinga þá af. Það breyttist í seinni hálfleiknum. FH-ingar gerðu endanlega út um leikinn með því að skora fjögur mörk í röð um miðjan seinni hálfleikinn og náðu með því níu marka forustu, 21-12. Eftir það var aldrei spurning um hvernig leikurinn færi og FH-ingar fögnuðu góðum sigri. Bjarni Þórðarson skoraði 6 mörk fyrir Aftureldingu og Hafþór Einarsson varði 16 skot. Ólafur Guðmundsson skoraði 7 mörk fyrir FH og Ásbjörn Friðriksson var með 6 mörk. Besti maður vallarsins var þó Pálmar Pétursson sem varði 20 skot í makinu eða 53 prósent skota sem á hann komu. Afturelding skoraði úr fyrstu sókn sinni og komst í 1-0 en máttu síðan bíða í rúmar tíu mínútur eftir næsta marki. FH-ingar skoruðu 4 sinnum á meðan, komust í 4-1 og voru komnir með undirtökin í leikium. Gunnar Andrésson, þjálfari Aftureldingar tók leikhlé eftir 16 mínútur í stöðunni 3-5 fyrir FH en ekki tókst honum að koma lag á sóknarleikinn því liðið skoraði aðeins eitt mark næstu ellefu mínútnar og á meðan komst FH sex mörkum yfir, 10-4. Sóknarleikur Mosfellinga var bitlaus og vandræðalegur mestan hluta hálfleiksins og það var helst Haukur Sigurvinsson sem náði að sigrast á FH-vörninni og Pálmari Péturssyni í markinu. Haukur skoraði 4 af 7 mörkum liðsins í fyrri hálfleiknum en Pálmar varði 12 skot eða 63 prósent skota sem á hann komu. Gunnar virtist nýta sér betur leikhlé FH þremur fyrir hálfeik því í kjölfarið náði Afturelding aðeins að laga stöðuna í lok hálfleiksins. Afturelding vann síðustu 3 mínúturnar 3-1 og munurinn var því fjögur mörk í hálfleik eða 7-11 fyrir FH. Mosfellingar náðu ekki að fylgja þessum lokakafla eftir í seinni hálfleiknum því FH-ingar voru fljótlega komnir með sex marka forskot á nýjan leik og þá var eins og Aftureldingaliðið missti endanlega trúna. FH-liðið komst í 17-12 og skoraði síðan fjögur mörk í röð og var skyndilega komið með níu marka forskot, 21-12. Gunnar tók þá leikhlé og tókst að kveikja aðeins í sínum mönnum sem skoruðu þrjú næstu mörk en nær komust þeir ekki. FH-ingar gáfu aftur í og lönduðu öruggum sigri. Leikurinn leystist svolítið upp á lokamínútunum og Mosfellingar náðu aðeins að láta sóknarleikinn líta betur út með því að skora sex mörk á síðustu þrettán mínútunum. Pálmar Pétursson varði frábærlega í FH-markinu og öll vörnin var að spila vel. Baldvin Þorsteinsson fann sig ekki í sóknarleiknum en það mátti sjá greinilega áhrif hans í FH-vörnini þar sem hann truflaði mikið flæðið í sóknarleik Mosfellinga. Ólafur Guðmundsson byrjaði leikinn ekki sannfærandi en lék vel eftir að hann braut ísinn og skoraði sitt fyrsta mark eftir 18 mínútna leik. Annars var FH-sóknin oft í vandræðum með vörn Aftureldingar auk þess sem Hafþór Einarsson varði vel í markinu. Afturelding-FH 19-27 (7-11) Mörk Aftureldingar (Skot): Bjarni Aron Þórðarson 6 (16/1), Haukur Sigurvinsson 5/2 (7/2), Eyþór Vestmann 4 (9), Hrafn Ingvarsson 1 (2), Þorkell Guðbrandsson 1 (3), Ásgeir Jónsson 1 (3), Arnar Freyr Theódórsson 1 (4), Jón Andri Helgason (1), Þorlákur Sigurjónsson (1) Aron Gylfason (4).Varin skot: Hafþór Einarsson 16/1 (42/4, 38%), Smári Guðfinnsson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 2 (Hrafn, Bjarni) Fiskuð víti: 3 (Ásgeir, Hrafn, Bjarni) Brottvísanir: 8 mínúturMörk FH (Skot): Ólafur Andrés Guðmundsson 7 (13), Ásbjörn Friðriksson 6/4 (10/4), Atli Rúnar Steinþórsson 4 (6), Örn Ingi Bjarkason 3 (4), Hermann Ragnar Björnsson 2 (5), Logi Geirsson 1 (1), Ari Magnús Þorgeirsson 1 (2), Sigurgeir Árni Ægisson 1 (2), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (3), Baldvin Þorsteinsson 1 (4), Halldór Guðjónsson 1 (3/1)Varin skot: Pálmar Pétursson 20 (38/1, 53%), Daníel Freyr Andrésson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 4 (Ólafur 2, Logi, Sigurgeir) Fiskuð víti: 5 (Ásbjörn, Örn Ingi, Halldór, Atli Rúnar, Benedikt). Brottvísanir: 6 mínútur
Olís-deild karla Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Sjá meira