KR bikarmeistari eftir 20 ára bið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2011 17:57 Mynd/Daníel KR varð í dag bikarmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn í 20 ár eftir sigur á Grindavík, 94-72, í úrslitaleik Powerade-bikarkeppninnar. Eftir gríðarlegan jafnan og spennandi fyrri hálfleik sigu KR-ingar fram úr í þeim síðari, fyrst og fremst með góðri skotnýtingu og öflugum varnarleik. Grindavík náði sér aldrei á strik í síðari hálfleik og var sigur KR-inga í lítilli hættu. Pavel Ermolinskij fór mikinn fyrir KR og náði þrefaldri tvennu. Brynjar Þór Björnsson var þó stigahæstur með 23 stig en hann fór á kostum fyrir utan þriggja stiga línuna í seinni hálfleik. Hjá Grindavík skoraði Kevin Sims átján stig og Ólafur Ólafsson sautján. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi en alls skiptust liðin ellefu sinnum á því að vera í forystu. Erlendur leikmennirnir skoruðu fyrstu sautján stig Grindavíkur í leiknum en þá skoraði Ólafur Ólafsson þrist og kom Grindavík yfir, 20-17. KR-ingar létu þetta ekki slá sig út af laginu og fór þar Pavel Ermolinskij fremstur í flokki en alls skoraði hann tólf stig í fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik var 40-39, KR í vil, en þeir Ryan Pettinella, Kevin Sims og Ólafur Ólafsson fóru fyrir sóknarleik Grindvíkinga. Ómar Örn Sævarsson átti einnig góða innkomu og hirti nokkur góð fráköst - alls sex í fyrri hálfleik. Í þriðja leikhluta fór fyrsta að skilja á milli liðanna og var því fyrst og fremst að þakka að KR-ingar settu niður þrjár þriggja stiga körfur með stuttu millibili. Fyrst Skarphéðinn Ingason en svo kom Brynjar Þór Björnsson með tvo og var munurinn þar með orðinn tólf stig. Grindvíkingar voru að koma sér í ágæt færi inn á milli en skotnýting þeirra var ekki upp á sitt besta. Munurinn því tólf stig, 65-53, þegar þriðji leikhluti hófst og Pavel byrjaði þann fjórða á því að setja niður einn þrist til viðbótar og auka muninn í fimmtán stig. KR-ingar voru grimmir, bæði í vörn og sókn, og hleyptu Grindvíkingum aldrei nálægt sér eftir þetta. Brynjar Þór setti niður enn einn þristinn og jók muninn í nítján stig, 78-59, þegar um sex mínútur voru eftir. Það að féll flest með KR-ingum í síðari hálfleik en að sama skapi gekk lítið upp hjá þeim gulklæddu. Þeir hittu illa og áttu í erfiðleikum með sóknarleik KR-inga. Pavel átti enn einn stórleikinn fyrir KR-inga og náði þrefaldri tvennu í leiknum. Hann skoraði 21 stig, tók ellefu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Brynjar Þór var drjúgur sem fyrr segir og þeir Marcus Walker, Fannar Ólafur og Hreggviður Magnússon skiluðu einnig sínu ásamt fleirum. Fannar fékk reyndar sína fimmtu villu í leiknum þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Eins og tölurnar bera með sér gekk fátt upp hjá Grindavík í síðari hálfleik og engum sem tókst að drífa liðið áfram þegar mest þurfti á að halda.KR: Brynjar Þór Björnsson 23/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 21/11 fráköst/11 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 13/4 fráköst, Fannar Ólafsson 11/6 fráköst, Marcus Walker 9/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 8/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 5/6 fráköst, Ágúst Angantýsson 3, Ólafur Már Ægisson 1.Grindavík: Kevin Sims 18/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 17/9 fráköst, Ryan Pettinella 12/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/7 fráköst/3 varin skot, Páll Axel Vilbergsson 8/5 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Helgi Björn Einarsson 2, Mladen Soskic 2/4 fráköst.. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira
KR varð í dag bikarmeistari í körfubolta karla í fyrsta sinn í 20 ár eftir sigur á Grindavík, 94-72, í úrslitaleik Powerade-bikarkeppninnar. Eftir gríðarlegan jafnan og spennandi fyrri hálfleik sigu KR-ingar fram úr í þeim síðari, fyrst og fremst með góðri skotnýtingu og öflugum varnarleik. Grindavík náði sér aldrei á strik í síðari hálfleik og var sigur KR-inga í lítilli hættu. Pavel Ermolinskij fór mikinn fyrir KR og náði þrefaldri tvennu. Brynjar Þór Björnsson var þó stigahæstur með 23 stig en hann fór á kostum fyrir utan þriggja stiga línuna í seinni hálfleik. Hjá Grindavík skoraði Kevin Sims átján stig og Ólafur Ólafsson sautján. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi en alls skiptust liðin ellefu sinnum á því að vera í forystu. Erlendur leikmennirnir skoruðu fyrstu sautján stig Grindavíkur í leiknum en þá skoraði Ólafur Ólafsson þrist og kom Grindavík yfir, 20-17. KR-ingar létu þetta ekki slá sig út af laginu og fór þar Pavel Ermolinskij fremstur í flokki en alls skoraði hann tólf stig í fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik var 40-39, KR í vil, en þeir Ryan Pettinella, Kevin Sims og Ólafur Ólafsson fóru fyrir sóknarleik Grindvíkinga. Ómar Örn Sævarsson átti einnig góða innkomu og hirti nokkur góð fráköst - alls sex í fyrri hálfleik. Í þriðja leikhluta fór fyrsta að skilja á milli liðanna og var því fyrst og fremst að þakka að KR-ingar settu niður þrjár þriggja stiga körfur með stuttu millibili. Fyrst Skarphéðinn Ingason en svo kom Brynjar Þór Björnsson með tvo og var munurinn þar með orðinn tólf stig. Grindvíkingar voru að koma sér í ágæt færi inn á milli en skotnýting þeirra var ekki upp á sitt besta. Munurinn því tólf stig, 65-53, þegar þriðji leikhluti hófst og Pavel byrjaði þann fjórða á því að setja niður einn þrist til viðbótar og auka muninn í fimmtán stig. KR-ingar voru grimmir, bæði í vörn og sókn, og hleyptu Grindvíkingum aldrei nálægt sér eftir þetta. Brynjar Þór setti niður enn einn þristinn og jók muninn í nítján stig, 78-59, þegar um sex mínútur voru eftir. Það að féll flest með KR-ingum í síðari hálfleik en að sama skapi gekk lítið upp hjá þeim gulklæddu. Þeir hittu illa og áttu í erfiðleikum með sóknarleik KR-inga. Pavel átti enn einn stórleikinn fyrir KR-inga og náði þrefaldri tvennu í leiknum. Hann skoraði 21 stig, tók ellefu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Brynjar Þór var drjúgur sem fyrr segir og þeir Marcus Walker, Fannar Ólafur og Hreggviður Magnússon skiluðu einnig sínu ásamt fleirum. Fannar fékk reyndar sína fimmtu villu í leiknum þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Eins og tölurnar bera með sér gekk fátt upp hjá Grindavík í síðari hálfleik og engum sem tókst að drífa liðið áfram þegar mest þurfti á að halda.KR: Brynjar Þór Björnsson 23/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 21/11 fráköst/11 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 13/4 fráköst, Fannar Ólafsson 11/6 fráköst, Marcus Walker 9/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 8/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 5/6 fráköst, Ágúst Angantýsson 3, Ólafur Már Ægisson 1.Grindavík: Kevin Sims 18/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 17/9 fráköst, Ryan Pettinella 12/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 10/7 fráköst/3 varin skot, Páll Axel Vilbergsson 8/5 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Helgi Björn Einarsson 2, Mladen Soskic 2/4 fráköst..
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Sjá meira