Danska tenniskonan Caroline Wozniacki hefur aftur tryggt sér efsta sæti heimslistans í tennis eftir að hafa misst það til Kim Clijsters í síðustu viku.
Wozniacki tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum Dubai-meistaramótsins með sigri á Shahar Peer frá Ísrael, 6-2 og 6-4.
„Það er gaman að vera aftur komin í fyrsta sætið," sagði hún við þetta tilefni. „Það er góð tilfinning. Kim fékk eina viku en vonandi næ ég núna að halda sætinu í einhverjar vikur til viðbótar."
Wozniacki endurheimtir fyrsta sætið á heimslistanum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Körfubolti

Þróttur skoraði sex og flaug áfram
Íslenski boltinn




Valur marði Fram í framlengingu
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
