Bandaríkjamaðurinn Christopher Smith hefur leikið sinn síðasta leik með Njarðvík í Iceland Express-deild karla þar sem félagið hefur sagt upp samningi leikmannsins.
Samkvæmt frétt sem birtist á heimasíðu félagsins er um taktíska breytingu að ræða og er vonast til að nýr leikmaður verði kominn í hans stað fyrir næsta leik liðsins á fimmtudaginn næstkomandi.
Víkurfréttir greindi frá málinu í gær og sagði reyndar að Smith hafi verið rekinn frá félaginu vegna agabrots utan vallarins. Smith lék fimmtán leiki með Njarðvík í deildinni og skoraði að meðaltali 20,9 stig í leik.
Njarðvík ætlar að halda hinum tveimur útlendingunum sem eru fyrir hjá liðinu, þeim Jonathan Moore og Nenad Tomasevic.
