Valsmaðurinn Valdimar Fannar Þórsson var að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil í dag en hann hafði komið tvisvar áður í Höllina og þurft að sætta sig við tap.
"Ég er enn að átta mig á þessu. Valsliðið sýndi gríðarlegan karakter hér í dag. Það höfðu allir trú á þessu þó svo við hefðum byrjað leikinn illa og verið að elta. Við höfðum óbilandi trú á því að við myndum vinna," sagði Valdimar kátur en hvað fannst honum um markvörsluna hjá Hlyni undir lokin?
"Hún var ótrúleg. Þarna komu öll 35 eða 36 árin vel í ljós. Ef einhver átti skilið að vinna þennan leik þá var það hann," sagði Valdimar en hann var búinn að koma gullmedalíunni yfir á son sinn.
Valdimar: Höfðum óbilandi trú á þessu
Henry Birgir Gunnarsson í Laugardalshöll skrifar
Mest lesið


Frá Midtjylland til Newcastle
Fótbolti





Szczesny ekki hættur enn
Fótbolti


Vörn Grindavíkur áfram hriplek
Fótbolti
