Hinn litríki þjálfari Fram, Einar Jónsson, fór mikinn í fögnuði síns liðs er það vann Eimskipsbikarinn annað árið í röð og aftur með sigri á Val í úrslitum.
"Þetta var geðveikt og þetta er ólýsanlegt. Þetta er svo skemmtileg vika og Dagur. Það er erfitt að lýsa þessu," sagði Einar skömmu eftir leik.
"Það er mikið undir í svona leik, við höfum lagt mikið á okkur og þetta er uppskeran. Þetta er öðruvísi en í fyrra," sagði Einar.
Hann sagði síðan frá sögunni á bak við bindið sem hann bar en það kom frá einum harðasta stuðningsmanni Fram, Sigga Tomm.
Hægt er að horfa á viðtalið við Einar í heild sinni hér að ofan.
