Tæknistjóri Williams segir nýliðann Maldonado hæfileikaríkan 24. febrúar 2011 13:22 Sam Michael á kynningu Williams í dag á útliti bílsins í ár. Mynd: LAT/Glenn Dunbar Williams Formúlu 1 liðið frumsýndi í dag bíl sinn formlega í Englandi eins og hann verður í keppni hvað litaval varðar. Við það tækifæri sagði Sam Michael, tæknistjóri liðsins að nýi ökumaður liðsins, Pastor Maldonado væri með náttúrulega hæfileika við stjórnun Formúlu 1 bíls. Maldonado, sem er frá Venúsúela vann meistaratitilinn í GP 2 mótaröðinni í fyrra og ekur með Rubens Barrichello hjá Williams í ár, á sínu fyrsta ári í Formúlu 1. Michael sagði að Maldonando hefði unnið vel á æfingum til þessa. "Eitt að því sem mér líkaði og ég hringdi í Frank (Williams) og Patrick (Head) strax eftir fyrstu æfinguna, er hann hann hefur hæfileika frá náttúrunnar hendi", sagði Michael í frétt á autosport.com. "Pastor er nýliði. Hann mun gera nokkur mistök og lenta í árekstrum, eins og allir nýliðar. En það hefur heillað mig, trúlega af því hann er 25 ára og 5 árum eldri en nýliðar eru venjulega, að hann er þroskaðri en ella. Það er hvetjandi." Michael segir að uppsetning bílsins hjá Maldonado sé svipuð og hjá Barrichello og það sé vegna reynslu hans úr öðrum mótaröðum. Maldonado hafi góðarn grunn. Hann segir hinsvegar að Barrichello stjórni ferðinni hvað uppsetningu varðar, hann hafi reynslu sem Maldonado hefur ekki. Maldonado þurfi að læra sem mest af Barrichello og það sé hvetjandi hve ummæli hans um bílinn séu svipuð Barrichello. Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Williams Formúlu 1 liðið frumsýndi í dag bíl sinn formlega í Englandi eins og hann verður í keppni hvað litaval varðar. Við það tækifæri sagði Sam Michael, tæknistjóri liðsins að nýi ökumaður liðsins, Pastor Maldonado væri með náttúrulega hæfileika við stjórnun Formúlu 1 bíls. Maldonado, sem er frá Venúsúela vann meistaratitilinn í GP 2 mótaröðinni í fyrra og ekur með Rubens Barrichello hjá Williams í ár, á sínu fyrsta ári í Formúlu 1. Michael sagði að Maldonando hefði unnið vel á æfingum til þessa. "Eitt að því sem mér líkaði og ég hringdi í Frank (Williams) og Patrick (Head) strax eftir fyrstu æfinguna, er hann hann hefur hæfileika frá náttúrunnar hendi", sagði Michael í frétt á autosport.com. "Pastor er nýliði. Hann mun gera nokkur mistök og lenta í árekstrum, eins og allir nýliðar. En það hefur heillað mig, trúlega af því hann er 25 ára og 5 árum eldri en nýliðar eru venjulega, að hann er þroskaðri en ella. Það er hvetjandi." Michael segir að uppsetning bílsins hjá Maldonado sé svipuð og hjá Barrichello og það sé vegna reynslu hans úr öðrum mótaröðum. Maldonado hafi góðarn grunn. Hann segir hinsvegar að Barrichello stjórni ferðinni hvað uppsetningu varðar, hann hafi reynslu sem Maldonado hefur ekki. Maldonado þurfi að læra sem mest af Barrichello og það sé hvetjandi hve ummæli hans um bílinn séu svipuð Barrichello.
Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira