Massa telur ekki hægt bera keppinautanna saman 22. febrúar 2011 15:19 Felipe Massa um borð í Ferrari bílnum í Barcelona. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Felipe Massa hjá Ferrari náði besta aksturstímanum á Barcelona brautinni í gær og besta tímanum sem náðist á fjögurra daga æfingum Formúlu 1 liða á brautinni, sem lauk í gær. En fyrsti æfingadagurinn var á föstudag og einnig var ekið um helgina. Massa sagði eftir æfinguna í gær, samkvæmt frétt á espnf1.com að það væri ekki hægt að bera getu bílanna saman fyrr en í fyrsta mótinu. Massa segir þó Red Bull bílinn fljótan í förum, þá hafi Nico Rosberg á Mercedes ekið hratt á sunnudag og ekki sé hægt að afskrifa McLaren og önnur lið. Bæði Massa og Fernando Alonso prófuðu allar gerðir af Pirelli dekkjunum sem voru í boði á æfingunum og með mismunandi bensínhleðslu um borð í Ferrari bílnum, þegar þeir óku. "Það er auðvelt að spá fyrir um það að það verði fleiri þjónustuhlé (í mótum) en síðustu ár. Dekkin slitna meira og það er ekki auðvelt að passa upp á dekkin. Gripið er gott, sérstaklega á mjúku dekkjunum, en miðútgáfan og þau harðari eru ekki góð hvað þetta varðar. Slitið er samt svipað. Það gætu orðið aðrar keppnisáætlanir en síðustu tímabil", sagði Massa. Fyrsta Formúlu 1 mót ársins verður í Ástralíu 27. mars, eftir að mótið í Barein var fellt út sem fyrsta mót ársins. Það átti að fara fram 13. mars. Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrari náði besta aksturstímanum á Barcelona brautinni í gær og besta tímanum sem náðist á fjögurra daga æfingum Formúlu 1 liða á brautinni, sem lauk í gær. En fyrsti æfingadagurinn var á föstudag og einnig var ekið um helgina. Massa sagði eftir æfinguna í gær, samkvæmt frétt á espnf1.com að það væri ekki hægt að bera getu bílanna saman fyrr en í fyrsta mótinu. Massa segir þó Red Bull bílinn fljótan í förum, þá hafi Nico Rosberg á Mercedes ekið hratt á sunnudag og ekki sé hægt að afskrifa McLaren og önnur lið. Bæði Massa og Fernando Alonso prófuðu allar gerðir af Pirelli dekkjunum sem voru í boði á æfingunum og með mismunandi bensínhleðslu um borð í Ferrari bílnum, þegar þeir óku. "Það er auðvelt að spá fyrir um það að það verði fleiri þjónustuhlé (í mótum) en síðustu ár. Dekkin slitna meira og það er ekki auðvelt að passa upp á dekkin. Gripið er gott, sérstaklega á mjúku dekkjunum, en miðútgáfan og þau harðari eru ekki góð hvað þetta varðar. Slitið er samt svipað. Það gætu orðið aðrar keppnisáætlanir en síðustu tímabil", sagði Massa. Fyrsta Formúlu 1 mót ársins verður í Ástralíu 27. mars, eftir að mótið í Barein var fellt út sem fyrsta mót ársins. Það átti að fara fram 13. mars.
Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira