Handbolti

FH-ingar fóru illa með toppliðið - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Stefán
FH-ingar sýndu styrk sinn í gær þegar liðið vann sannfærandi sjö marka sigur á toppliði Akureyrar í 15. umferð N1 deild karla. Forskot Norðanmanna á toppnum minnkaði þó ekkert þar sem hvorki Fram eða HK tókst að vinna sína leiki.

FH-ingar voru einu marki yfir í hálfleik en stungu síðan af með frábærri spilamennsku í seinni hálfleiknum. FH-liðið vann seinni hálfleikinn 17-11 og þar með leikinn 30-23.

Þetta var langþráður sigur enda var Akureyri búið að vinna alla þrjá leiki liðanna í vetur þar af tvo þeirra á síðustu sjö dögum. Akureyri vann meðal annars átta marka sigur, 33-25, þegar liðin mættust í Kaplakrika í nóvember.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í Kaplakrika í gærkvöldi. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×