Tilkynnt hefur verið að Vilhjálmur prins og Katrín verðandi eiginkona hans ætli að bjóða 1900 manns í brúðkaupsveislu sína þann 29.apríl næstkomandi. Það er Breska ríkisútvarpið sem greinir frá en engin nöfn hafa verið nefnd. Meira en helmingur gesta eru fjölskyldumeðlimir og vinir.
Boðskortin í veisluna voru send út fyrir helgi í nafni Elísabetar drottningar. Athygli vakti að Sara Ferguson hertogaynja af Jórvík er ekki á meðal gesta. David og Victoria Beckham fengu hinsvegar boð í brúðkaupið, en einungis 600 manns verður boðið í veislu að því loknu. Beckhamhjónin verða ekki þar.
Krónprinsparið býður 1900 manns í brúðkaupið sitt
BL skrifar

Fleiri fréttir
