Skjaldarmerki fjarlægt af ræðupúlti í landsdómi 8. mars 2011 19:00 Fyrsta þinghald landsdóms í sögu lýðveldisins fór fram í dag. Þar var kröfu Geirs H. Haarde um að vera aðili máls fyrir héraðsdómi vísað frá landsdómi. Verjandi Geirs segir undirbúning ákærunnar vera í skötulíki. Landsdómur kom saman í húsnæði sínu í Þjóðmenningarhúsinu klukkan eitt í dag. Í upphafi þinghalds var málsaðilum gefinn kostur á að gera athugasemdir við hæfi dómara en enginn gerði það. Í byrjun febrúar úrskurðaði héraðsdómur að Geir H. Haarde hefði ekki stöðu málsaðila þegar saksóknari krafðist þess að fá gögn úr Þjóðskjalasafni afhent. Þannig fékk Geir ekki að koma sínum kröfum og athugasemdum á framfæri. Geir kærði úrskurðinn til landsdóms en landsdómur vísaði málinu frá í dag. Í samtali við fréttastofu segist saksóknari búast við því að það mál verði því tekið til efnismeðferðar í héraði á næstunni. Þá krafðist saksóknari þess fyrir landsdómi að forsætisráðuneytið afhenti sér öll tölvupóstsamskipti Geirs á því tímabili sem hann var forsætisráðherra. Andri Árnason, lögmaður Geirs krafðist þess í dag að málið yrði fellt niður enda væri saksóknari ekki hæfur til að sækja málið. Í lögum um landsdóm segir að kjósa skuli saksóknara jafnfram ákvörðun Alþingis um málshöfðun. Verjandi Geirs sagðist leggja þann skilning í orðið jafnframt að það skuli gert samhliða. Hins vegar hafi það ekki verið gert samhliða ákvörðun Alþingis og því sé saksóknari ekki kosinn með lögmætum hætti. Andri segir að ef dómurinn fellst á þessa kröfu þá verði málinu vísað frá. Hann segir þó ekki nóg að Alþingi gefi út nýja ákæru og kjósi saksóknara samhliða. Þá vekur athygli að ræðupúlt Þjóðmenningarhússins hefur lengi verið merkt gamla skjaldarmerki Íslands, hvítum fálka á bláum grunni, en það varð skjaldamerki þjóðarinnar með konungsúrskurði árið 1903 fram til ársins 1919. Í dag var hins vegar sú ákvörðun tekin að fjarlægja þetta merki af púltinu, en það þótti minna á merki Sjálfstæðisflokksins. Fréttastofa hefur ekki fengið svör við fyrirspurnum sínum um hver tók þá ákvörðun. Landsdómur Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Fyrsta þinghald landsdóms í sögu lýðveldisins fór fram í dag. Þar var kröfu Geirs H. Haarde um að vera aðili máls fyrir héraðsdómi vísað frá landsdómi. Verjandi Geirs segir undirbúning ákærunnar vera í skötulíki. Landsdómur kom saman í húsnæði sínu í Þjóðmenningarhúsinu klukkan eitt í dag. Í upphafi þinghalds var málsaðilum gefinn kostur á að gera athugasemdir við hæfi dómara en enginn gerði það. Í byrjun febrúar úrskurðaði héraðsdómur að Geir H. Haarde hefði ekki stöðu málsaðila þegar saksóknari krafðist þess að fá gögn úr Þjóðskjalasafni afhent. Þannig fékk Geir ekki að koma sínum kröfum og athugasemdum á framfæri. Geir kærði úrskurðinn til landsdóms en landsdómur vísaði málinu frá í dag. Í samtali við fréttastofu segist saksóknari búast við því að það mál verði því tekið til efnismeðferðar í héraði á næstunni. Þá krafðist saksóknari þess fyrir landsdómi að forsætisráðuneytið afhenti sér öll tölvupóstsamskipti Geirs á því tímabili sem hann var forsætisráðherra. Andri Árnason, lögmaður Geirs krafðist þess í dag að málið yrði fellt niður enda væri saksóknari ekki hæfur til að sækja málið. Í lögum um landsdóm segir að kjósa skuli saksóknara jafnfram ákvörðun Alþingis um málshöfðun. Verjandi Geirs sagðist leggja þann skilning í orðið jafnframt að það skuli gert samhliða. Hins vegar hafi það ekki verið gert samhliða ákvörðun Alþingis og því sé saksóknari ekki kosinn með lögmætum hætti. Andri segir að ef dómurinn fellst á þessa kröfu þá verði málinu vísað frá. Hann segir þó ekki nóg að Alþingi gefi út nýja ákæru og kjósi saksóknara samhliða. Þá vekur athygli að ræðupúlt Þjóðmenningarhússins hefur lengi verið merkt gamla skjaldarmerki Íslands, hvítum fálka á bláum grunni, en það varð skjaldamerki þjóðarinnar með konungsúrskurði árið 1903 fram til ársins 1919. Í dag var hins vegar sú ákvörðun tekin að fjarlægja þetta merki af púltinu, en það þótti minna á merki Sjálfstæðisflokksins. Fréttastofa hefur ekki fengið svör við fyrirspurnum sínum um hver tók þá ákvörðun.
Landsdómur Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira