FH-ingurinn Kristinn Torfason hefur lokið keppni í langstökki á EM í frjálsum í París. Hann stökk lengst 7.73 metra og var fimmtán sentímetrum frá því að tryggja sér sæti í úrslitunum.
Kristinn stökk þrjú keimlík stökk í keppninni. Hann stökk fyrst 7,72 metra en tvö seinni stökk hans voru bæði upp á 7,73 metra. Kristinn endaði í 15. sæti í keppninni af 30 keppendum.
Kristinn náði sínum besta árangri og þar með lágmarki á EM með því að stökkva 7,77 m í Bikarkeppni FRÍ 1á dögunum en hann átti best áður 7,57 m innanhúss frá RIG leikunum í janúar. Kristinn var því ekki langt frá sínu besta í dag.
Kristinn keppir síðan í undankeppninni í þrístökki seinna í dag.
Kristinn stökk þrjú keimlík stökk og endaði í fimmtánda sæti
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
