Hver á grasrótina á kjördegi? Þorsteinn Pálsson skrifar 5. mars 2011 06:00 Icesavelögin og staðfestingarsynjun forsetans breyta nokkuð stöðunni á taflborði stjórnmálanna með áhrifum á bæði stjórnina og stjórnarandstöðuna. Andstæðingar málsins í Sjálfstæðisflokknum fóru með hrakyrðum gegn formanninum og staðhæfðu að hann hefði losnað frá grasrótinni vegna stuðnings við það. Skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sýnir hins vegar að nærri lætur að tveir þriðju hlutar stuðningsmanna flokksins fylgi forystunni. Þeir sem kenna sig við grasrótina ná til þriðjungsins. Þetta er fyrsta styrkleikamæling á ólíkum skoðunum í Sjálfstæðisflokknum. Á þessu stigi sýnir hún miklu betri stöðu forystunnar en mótherjanir töldu hana hafa. Ólíklegt er að það dragi að marki úr andspyrnunni. En þó má ætla að tungutakið verði yfirvegaðra á eftir. Hvað sem öðru líður sýnir þetta að valt getur reynst að eigna sér grasrótina. Svo er spurning: Hver á grasrótina kjördegi? Reynslan erlendis frá kennir að afstaða til ríkisstjórnar og annarra mála getur ráðið miklu í þjóðaratkvæði. Inni á Alþingi er erfitt að láta afstöðu til einstakra mála ráðast af öðru en málefninu sjálfu. Úti í moldviðri samfélagsumræðunnar er það hins vegar léttara. Munurinn er sá að enginn ber ábyrgð á ákvörðun í þjóðaratkvæði eins og á Alþingi. Strik í reikninginnKönnunin sýnir að stjórnarflokkarnir hafa nú rúmlega 40 hundraðshluta fylgi. Við venjulegar aðstæður þarf ríkisstjórn ekki að hafa áhyggjur af þannig stöðu á miðju kjörtímabili. En þegar við blasir að úrslit stærsta málsins sem hún hefur glímt við ráðast í þjóðaratkvæði getur slíkt misvægi milli þingstyrks og fylgis sett strik í reikninginn. Ríflega 60 hundraðshlutar kjósenda ætla þó að styðja lögin. Við greiningu á þeim hópi sést að rúmlega 40 hundraðshlutar hans koma úr hópi fylgismanna Sjálfstæðisflokksins, rúmlega 30 frá þeim sem styðja Samfylkinguna og rúmlega 20 úr röðum VG. Stuðningur úr röðum annarra er óverulegur. Sjálfstæðismenn leggja því mest af mörkum. Þegar svo litið er á alla þá sem afstöðu taka bæði með og á móti kemur í ljós að hlutur stuðningsmanna laganna úr röðum stjórnarflokkanna beggja er aðeins þriðjungur. Af þessu má ráða að málið er óvinnandi fyrir stjórnarflokkana eina. Þeir eru alfarið háðir stuðningi kjósenda Sjálfstæðisflokksins eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan var ákveðin. Við það vakna tvær spurningar. Önnur er: Hefur það áhrif á samstarf og málflutning á Alþingi? Hin er: Mun það hafa áhrif á einhverja kjósendur Sjálfstæðisflokksins fram að kjördegi? Varðandi fyrri spurninguna má ætla að stjórnarflokkarnir reyni að forðast átök. Þeir mýkja umræðuna og forsætisráðherra fer sjaldnar með textann um að böl heimsins stafi af íhaldinu. Engin teikn eru hins vegar um raunverulega breikkun á pólitísku samstarfi. Litil þúfa og þungt hlassVarðandi síðari spurninguna er niðurstaða könnunarinnar um fylgi við endurkjör forseta Íslands áhugaverð. Þar kemur í ljós að ákveðinn hluti þeirra fylgismanna Sjálfstæðisflokksins sem styður Icesavelögin er jafnframt hlynntur því að forsetinn bjóði sig fram á ný. Ef aðeins þessi hluti skipti um skoðun þannig að jafnmargir sjálfstæðismenn og styðja forsetann yrðu á endanum andvígir lögunum félli heildarstuðningur við þau úr rúmlega 60 hundraðshlutum í ríflega 50. Þar með væru úrslitin orðin tvísýn. Ekki kæmi á óvart að andstæðingar laganna reyndu að spila á vaxandi vantrú á ríkisstjórninni, óþol með kjaraviðræður og deilur um ESB. Þó að stjórnin ætli að sitja hvernig sem fer má ljóst vera að hún yrði fullkomlega lömuð eftir tap í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hins vegar getur hún ekki lagt allan þunga sinn í málsvörnina því að hún segist geta setið þótt málið falli. Þannig verður tilvera hennar ekki með öllu óháð málinu sjálfu í kjörklefanum. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lýst því að hann muni í kosningaumræðunni standa við þau málefnalegu sjónarmið sem réðu afstöðu hans á Alþingi. Það er bæði sterkt og skynsamlegt. Hann dregur hins vegar ekki burst úr nefi þeim sem telja að stundaglas stjórnarinnar sé tæmt. Það er einfaldlega ekki hans hlutverk. Það er ríkisstjórnarinnar. Best er að rök og mótrök er lúta alfarið að málinu sjálfu ráði úrslitum þess. Líklegt er að svo fari. Ekki er þó á vísan að róa í því efni og lítil þúfa getur velt þungu hlassi. Ríkisstjórnin sýnist vera of dofin til að leika þá mótleiki sem gætu styrkt stöðuna. Síðustu daga hefur hún látið sókn og vörn málsins hvíla á embættismönnum og tveimur bönkum. Dýpri getur pólitíska lægðin varla verið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun
Icesavelögin og staðfestingarsynjun forsetans breyta nokkuð stöðunni á taflborði stjórnmálanna með áhrifum á bæði stjórnina og stjórnarandstöðuna. Andstæðingar málsins í Sjálfstæðisflokknum fóru með hrakyrðum gegn formanninum og staðhæfðu að hann hefði losnað frá grasrótinni vegna stuðnings við það. Skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sýnir hins vegar að nærri lætur að tveir þriðju hlutar stuðningsmanna flokksins fylgi forystunni. Þeir sem kenna sig við grasrótina ná til þriðjungsins. Þetta er fyrsta styrkleikamæling á ólíkum skoðunum í Sjálfstæðisflokknum. Á þessu stigi sýnir hún miklu betri stöðu forystunnar en mótherjanir töldu hana hafa. Ólíklegt er að það dragi að marki úr andspyrnunni. En þó má ætla að tungutakið verði yfirvegaðra á eftir. Hvað sem öðru líður sýnir þetta að valt getur reynst að eigna sér grasrótina. Svo er spurning: Hver á grasrótina kjördegi? Reynslan erlendis frá kennir að afstaða til ríkisstjórnar og annarra mála getur ráðið miklu í þjóðaratkvæði. Inni á Alþingi er erfitt að láta afstöðu til einstakra mála ráðast af öðru en málefninu sjálfu. Úti í moldviðri samfélagsumræðunnar er það hins vegar léttara. Munurinn er sá að enginn ber ábyrgð á ákvörðun í þjóðaratkvæði eins og á Alþingi. Strik í reikninginnKönnunin sýnir að stjórnarflokkarnir hafa nú rúmlega 40 hundraðshluta fylgi. Við venjulegar aðstæður þarf ríkisstjórn ekki að hafa áhyggjur af þannig stöðu á miðju kjörtímabili. En þegar við blasir að úrslit stærsta málsins sem hún hefur glímt við ráðast í þjóðaratkvæði getur slíkt misvægi milli þingstyrks og fylgis sett strik í reikninginn. Ríflega 60 hundraðshlutar kjósenda ætla þó að styðja lögin. Við greiningu á þeim hópi sést að rúmlega 40 hundraðshlutar hans koma úr hópi fylgismanna Sjálfstæðisflokksins, rúmlega 30 frá þeim sem styðja Samfylkinguna og rúmlega 20 úr röðum VG. Stuðningur úr röðum annarra er óverulegur. Sjálfstæðismenn leggja því mest af mörkum. Þegar svo litið er á alla þá sem afstöðu taka bæði með og á móti kemur í ljós að hlutur stuðningsmanna laganna úr röðum stjórnarflokkanna beggja er aðeins þriðjungur. Af þessu má ráða að málið er óvinnandi fyrir stjórnarflokkana eina. Þeir eru alfarið háðir stuðningi kjósenda Sjálfstæðisflokksins eftir að þjóðaratkvæðagreiðslan var ákveðin. Við það vakna tvær spurningar. Önnur er: Hefur það áhrif á samstarf og málflutning á Alþingi? Hin er: Mun það hafa áhrif á einhverja kjósendur Sjálfstæðisflokksins fram að kjördegi? Varðandi fyrri spurninguna má ætla að stjórnarflokkarnir reyni að forðast átök. Þeir mýkja umræðuna og forsætisráðherra fer sjaldnar með textann um að böl heimsins stafi af íhaldinu. Engin teikn eru hins vegar um raunverulega breikkun á pólitísku samstarfi. Litil þúfa og þungt hlassVarðandi síðari spurninguna er niðurstaða könnunarinnar um fylgi við endurkjör forseta Íslands áhugaverð. Þar kemur í ljós að ákveðinn hluti þeirra fylgismanna Sjálfstæðisflokksins sem styður Icesavelögin er jafnframt hlynntur því að forsetinn bjóði sig fram á ný. Ef aðeins þessi hluti skipti um skoðun þannig að jafnmargir sjálfstæðismenn og styðja forsetann yrðu á endanum andvígir lögunum félli heildarstuðningur við þau úr rúmlega 60 hundraðshlutum í ríflega 50. Þar með væru úrslitin orðin tvísýn. Ekki kæmi á óvart að andstæðingar laganna reyndu að spila á vaxandi vantrú á ríkisstjórninni, óþol með kjaraviðræður og deilur um ESB. Þó að stjórnin ætli að sitja hvernig sem fer má ljóst vera að hún yrði fullkomlega lömuð eftir tap í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hins vegar getur hún ekki lagt allan þunga sinn í málsvörnina því að hún segist geta setið þótt málið falli. Þannig verður tilvera hennar ekki með öllu óháð málinu sjálfu í kjörklefanum. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lýst því að hann muni í kosningaumræðunni standa við þau málefnalegu sjónarmið sem réðu afstöðu hans á Alþingi. Það er bæði sterkt og skynsamlegt. Hann dregur hins vegar ekki burst úr nefi þeim sem telja að stundaglas stjórnarinnar sé tæmt. Það er einfaldlega ekki hans hlutverk. Það er ríkisstjórnarinnar. Best er að rök og mótrök er lúta alfarið að málinu sjálfu ráði úrslitum þess. Líklegt er að svo fari. Ekki er þó á vísan að róa í því efni og lítil þúfa getur velt þungu hlassi. Ríkisstjórnin sýnist vera of dofin til að leika þá mótleiki sem gætu styrkt stöðuna. Síðustu daga hefur hún látið sókn og vörn málsins hvíla á embættismönnum og tveimur bönkum. Dýpri getur pólitíska lægðin varla verið.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun