Kostaðar rannsóknir Þórólfur Matthíasson skrifar 4. mars 2011 10:10 Til að stunda fræðilegar rannsóknir þarf sérhæfðan mannafla. Stundum þarf dýran tækjabúnað. Oft þarf að ráðast í kostnaðarsama og umfangsmikla gagnaöflun. Rannsóknarafurðir eru fjölbreyttar, allt frá lyfjum til leikjaforrita, frá tillögum um þýðingu orða á borð við „modem" til tillagna um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar. Rannsóknarafurðir eru uppspretta fjárhagslegra verðmæta auk þess sem rannsóknir auka þekkingu og minnka vanþekkingu. Mörg fyrirtæki reka fræðilegar rannsóknir fyrir eigin reikning. Önnur kjósa að stofna til samstarfs við sérhæfðar opinberar stofnanir á borð við háskóla, enda búa háskólar vel af þeim sérþjálfaða mannafla sem til þarf. Einkafyrirtækin leggja þá til fé sem gerir háskólanum kleift að auka umsvif sín á rannsóknarsviðinu. Á móti hefur fyrirtækið gjarnan forgang að hagnýtingu rannsóknarniðurstaðna. Það er þó ekki algilt. Lyfjafyrirtæki kann t.d. að hafa hag af að komast að því að nota megi lyf sem það framleiðir í allt öðrum tilgangi en þeim sem því var upphaflega ætlað. Áhugamannafélag vill vita meira um eðli tiltekins sjúkdóms eða tiltekins náttúrufyrirbæri og vill koma þessari þekkingu sem víðast. Meiri þekking er betri en minni og fjárframlög fyrirtækja og áhugamannafélaga því oft af hinu góða. Kostun getur hins vegar haft áhrif á val rannsóknarviðfangsefna eða aðferða. Bent hefur verið á að miklu fé sé varið í að rannsaka varnir gegn sjúkdómum sem vel stæðir Vesturlandabúar séu líklegir til að fá en litlu fé sé varið til að finna varnir gegn sjúkdómum á borð við malaríu sem er mikill vágestur í fátækari hlutum heims. Kostun kann að hafa áhrif á hvers konar rannsóknarniðurstöður eru birtar. Þannig hafa lífvísindamenn (og aðrir) rekið augun í að fátítt sé að „neikvæðar" niðurstöður séu birtar. Vera kann að rannsakendur veigri sér við að birta niðurstöður sem kynnu að koma kostunaraðila illa með einhverjum hætti. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er kostun fjármálafyrirtækja á háskólarannsóknum á sviði fjármála fyrir hrun gagnrýnd nokkuð. Á bls. 223 í 8. bindi skýrslunnar segir m.a.: „Áhrif kostunar verða fremur óbein en bein og draga leynt og ljóst úr hvatanum til að gagnrýna þá aðila sem fjármagna starfsemina og þar með að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni. Að því leyti geta áhrif kostunar verið varasamari en bein afskipti að ofan að erfiðara er að gera sér grein fyrir þeim og vera á varðbergi gagnvart þeim. Þess vegna er brýnt að setja almennar reglur um tilhögun kostunar í því skyni að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra." Innan háskólasamfélagsins er metnaður til að efla og auka rannsóknir. Það krefst meiri fjármuna en ríkissjóður mun aflögufær um á næstu árum. Þess vegna er ekki hægt að leysa „kostunarvandann" með því að hætta að taka við fé frá einkafyrirtækjum, áhugamannafélögum eða hagsmunasamtökum. Háskóla- og rannsóknarsamfélagið hefur og er smám saman að koma sér upp reglum um umgengni við styrktarfé. Þetta verk er mislangt komið á ólíkum fræðasviðum. Hreinskilin upplýsingagjöf er nauðsynleg. Þannig krefjast mörg vísindatímarit þess nú þegar að greinarhöfundar upplýsi bæði um kostun og um fjárhags- og hagsmunatengsl við fyrirtæki og stofnanir sem tengjast viðkomandi rannsókn. Þess er getið ef lyfjafyrirtæki styrkir rannsókn á virkni ákveðinna lyfja. Þess er getið ef aðalhöfundur greinar um gagnsemi sálfræðiprófs er jafnframt aðaleigandi fyrirtækis sem hefur einkarétt á prófunum. Þess ætti að vera getið ef höfundur greinar um gagnsemi ákveðins fyrirkomulags við nýtingu hornsíla þiggur styrk frá hagsmunasamtökum hornsílaveiðimanna. Í nýlegri grein (24. febrúar) í danska blaðinu Berlingske Tidende gagnrýnir Uffe Ellemann-Jensen niðurskurð fjárveitinga til Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn en getur þess jafnframt í lokin – „svo öllu sé til haga haldið" eins og hann tekur fram – að hann hafi setið í stjórn leikhússins frá 2004. Aðrir mættu taka sér þetta til fyrirmyndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Til að stunda fræðilegar rannsóknir þarf sérhæfðan mannafla. Stundum þarf dýran tækjabúnað. Oft þarf að ráðast í kostnaðarsama og umfangsmikla gagnaöflun. Rannsóknarafurðir eru fjölbreyttar, allt frá lyfjum til leikjaforrita, frá tillögum um þýðingu orða á borð við „modem" til tillagna um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar. Rannsóknarafurðir eru uppspretta fjárhagslegra verðmæta auk þess sem rannsóknir auka þekkingu og minnka vanþekkingu. Mörg fyrirtæki reka fræðilegar rannsóknir fyrir eigin reikning. Önnur kjósa að stofna til samstarfs við sérhæfðar opinberar stofnanir á borð við háskóla, enda búa háskólar vel af þeim sérþjálfaða mannafla sem til þarf. Einkafyrirtækin leggja þá til fé sem gerir háskólanum kleift að auka umsvif sín á rannsóknarsviðinu. Á móti hefur fyrirtækið gjarnan forgang að hagnýtingu rannsóknarniðurstaðna. Það er þó ekki algilt. Lyfjafyrirtæki kann t.d. að hafa hag af að komast að því að nota megi lyf sem það framleiðir í allt öðrum tilgangi en þeim sem því var upphaflega ætlað. Áhugamannafélag vill vita meira um eðli tiltekins sjúkdóms eða tiltekins náttúrufyrirbæri og vill koma þessari þekkingu sem víðast. Meiri þekking er betri en minni og fjárframlög fyrirtækja og áhugamannafélaga því oft af hinu góða. Kostun getur hins vegar haft áhrif á val rannsóknarviðfangsefna eða aðferða. Bent hefur verið á að miklu fé sé varið í að rannsaka varnir gegn sjúkdómum sem vel stæðir Vesturlandabúar séu líklegir til að fá en litlu fé sé varið til að finna varnir gegn sjúkdómum á borð við malaríu sem er mikill vágestur í fátækari hlutum heims. Kostun kann að hafa áhrif á hvers konar rannsóknarniðurstöður eru birtar. Þannig hafa lífvísindamenn (og aðrir) rekið augun í að fátítt sé að „neikvæðar" niðurstöður séu birtar. Vera kann að rannsakendur veigri sér við að birta niðurstöður sem kynnu að koma kostunaraðila illa með einhverjum hætti. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er kostun fjármálafyrirtækja á háskólarannsóknum á sviði fjármála fyrir hrun gagnrýnd nokkuð. Á bls. 223 í 8. bindi skýrslunnar segir m.a.: „Áhrif kostunar verða fremur óbein en bein og draga leynt og ljóst úr hvatanum til að gagnrýna þá aðila sem fjármagna starfsemina og þar með að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni. Að því leyti geta áhrif kostunar verið varasamari en bein afskipti að ofan að erfiðara er að gera sér grein fyrir þeim og vera á varðbergi gagnvart þeim. Þess vegna er brýnt að setja almennar reglur um tilhögun kostunar í því skyni að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra." Innan háskólasamfélagsins er metnaður til að efla og auka rannsóknir. Það krefst meiri fjármuna en ríkissjóður mun aflögufær um á næstu árum. Þess vegna er ekki hægt að leysa „kostunarvandann" með því að hætta að taka við fé frá einkafyrirtækjum, áhugamannafélögum eða hagsmunasamtökum. Háskóla- og rannsóknarsamfélagið hefur og er smám saman að koma sér upp reglum um umgengni við styrktarfé. Þetta verk er mislangt komið á ólíkum fræðasviðum. Hreinskilin upplýsingagjöf er nauðsynleg. Þannig krefjast mörg vísindatímarit þess nú þegar að greinarhöfundar upplýsi bæði um kostun og um fjárhags- og hagsmunatengsl við fyrirtæki og stofnanir sem tengjast viðkomandi rannsókn. Þess er getið ef lyfjafyrirtæki styrkir rannsókn á virkni ákveðinna lyfja. Þess er getið ef aðalhöfundur greinar um gagnsemi sálfræðiprófs er jafnframt aðaleigandi fyrirtækis sem hefur einkarétt á prófunum. Þess ætti að vera getið ef höfundur greinar um gagnsemi ákveðins fyrirkomulags við nýtingu hornsíla þiggur styrk frá hagsmunasamtökum hornsílaveiðimanna. Í nýlegri grein (24. febrúar) í danska blaðinu Berlingske Tidende gagnrýnir Uffe Ellemann-Jensen niðurskurð fjárveitinga til Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn en getur þess jafnframt í lokin – „svo öllu sé til haga haldið" eins og hann tekur fram – að hann hafi setið í stjórn leikhússins frá 2004. Aðrir mættu taka sér þetta til fyrirmyndar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun