Ekkert verður af því að Íslendingarnir Steinþór Freyr Þorsteinsson og Guðmundur Kristjánsson fái samning hjá norska félaginu Brann.
Þeir voru hjá félaginu til reynslu á La Manga á dögunum og tókst ekki að ganga í augum á forráðamönnum félagsins.
Guðmundur er á mála hjá Blikum en framtíð Steinþórs er óráðin þar sem félag hans, Örgryte, er gjaldþrota.
