Í hendi ríkisins Ólafur Þ. Stephensen skrifar 2. mars 2011 09:24 Almenningur á Íslandi finnur óþyrmilega fyrir hækkunum á eldsneytisverði, enda er rekstur fjölskyldubíls stór liður í heimilisbókhaldi flestra. Fyrirtækin finna sömuleiðis fyrir hækkunum, sem fyrr eða síðar munu hafa áhrif á verðlagningu þeirra á vöru og þjónustu. Undanfarin misseri hefur ríkið bætt duglega við skattlagningu á eldsneyti. Nú stefnir í ofanálag í miklar verðhækkanir vegna óvissuástands í olíuauðugum arabaríkjum. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda hefur bent á að stjórnvöld geti lítið gert við hækkandi heimsmarkaðsverði, en þau hafi hins vegar í hendi sér að lækka skattana til að koma til móts við neytendur. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra á þingi í fyrradag hvort til greina kæmi af hálfu ríkisstjórnarinnar að grípa til skammtímaaðgerða til að milda áhrif olíuverðshækkana á hag heimila og fyrirtækja. Svör ráðherrans ollu flestum neytendum vafalaust vonbrigðum, svo og umræðan sem á eftir fór, þar sem flestir þingmenn einblíndu um langtímamarkmið um að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis en virtust ekki horfast í augu við þann veruleika að þessa dagana er einkabíllinn eini samgöngukostur býsna margra. Holur hljómur var í málflutningi fjármálaráðherrans og fleiri um eflingu almenningssamgangna, nú þegar Strætó á höfuðborgarsvæðinu er einmitt nýbúinn að draga úr þjónustu – meðal annars vegna hækkandi eldsneytisverðs! Steingrímur dró upp tölur um að eldsneyti væri einna ódýrast á Íslandi af vestrænum ríkjum. FÍB birti reyndar leiðréttingar á þeim tölum í gær, sem leiða annað í ljós. Þannig er dísilolía á íslenzkum eldsneytisstöðvum sú fimmta dýrasta sem völ er á. Samanburður af þessu tagi er auk þess fullkomlega marklaus vegna þess að ekkert tillit er tekið til þess að Ísland er eitt samanburðarríkjanna í þeirri stöðu að gjaldmiðillinn hrundi og þar með kaupmáttur almennings. Sumar hækkanir á eldsneytissköttum undanfarin ár hafa verið réttlættar með því að þar sé verið að hugsa um umhverfið og beina fólki með hærra verði yfir í annan samgöngumáta. Hækkun á heimsmarkaðsverði gerir auðvitað sama gagn; tíu króna hækkun vegna ófriðar í Norður-Afríku hlýtur að vera jafnáhrifarík og tíu króna skattahækkun. Þess vegna ætti ríkið að geta dregið úr skattheimtunni til að lina höggið á neytendur, með góðri samvizku gagnvart umhverfinu. Ýmislegt bendir til að kerfi skattlagningar á eldsneyti sé ekki nógu sveigjanlegt. Steingrímur viðurkenndi einn vanda; að nú væri dísilolían orðin mun dýrari en benzínið. Það var alls ekki meiningin þegar núverandi kerfi olíugjalds var komið á. Dísillinn átti að vera talsvert ódýrari, enda nútímadísilvélar mun umhverfisvænni en benzínvélar. Óskandi væri að starfshópurinn sem ríkisstjórnin hefur nú falið að skoða málið fyndi leið til að bregðast við sveiflum á heimsmarkaðsverði. Það er hægt að gera og tryggja ríkissjóði engu að síður þær tekjur af eldsneytissköttum sem að var stefnt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun
Almenningur á Íslandi finnur óþyrmilega fyrir hækkunum á eldsneytisverði, enda er rekstur fjölskyldubíls stór liður í heimilisbókhaldi flestra. Fyrirtækin finna sömuleiðis fyrir hækkunum, sem fyrr eða síðar munu hafa áhrif á verðlagningu þeirra á vöru og þjónustu. Undanfarin misseri hefur ríkið bætt duglega við skattlagningu á eldsneyti. Nú stefnir í ofanálag í miklar verðhækkanir vegna óvissuástands í olíuauðugum arabaríkjum. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda hefur bent á að stjórnvöld geti lítið gert við hækkandi heimsmarkaðsverði, en þau hafi hins vegar í hendi sér að lækka skattana til að koma til móts við neytendur. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra á þingi í fyrradag hvort til greina kæmi af hálfu ríkisstjórnarinnar að grípa til skammtímaaðgerða til að milda áhrif olíuverðshækkana á hag heimila og fyrirtækja. Svör ráðherrans ollu flestum neytendum vafalaust vonbrigðum, svo og umræðan sem á eftir fór, þar sem flestir þingmenn einblíndu um langtímamarkmið um að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis en virtust ekki horfast í augu við þann veruleika að þessa dagana er einkabíllinn eini samgöngukostur býsna margra. Holur hljómur var í málflutningi fjármálaráðherrans og fleiri um eflingu almenningssamgangna, nú þegar Strætó á höfuðborgarsvæðinu er einmitt nýbúinn að draga úr þjónustu – meðal annars vegna hækkandi eldsneytisverðs! Steingrímur dró upp tölur um að eldsneyti væri einna ódýrast á Íslandi af vestrænum ríkjum. FÍB birti reyndar leiðréttingar á þeim tölum í gær, sem leiða annað í ljós. Þannig er dísilolía á íslenzkum eldsneytisstöðvum sú fimmta dýrasta sem völ er á. Samanburður af þessu tagi er auk þess fullkomlega marklaus vegna þess að ekkert tillit er tekið til þess að Ísland er eitt samanburðarríkjanna í þeirri stöðu að gjaldmiðillinn hrundi og þar með kaupmáttur almennings. Sumar hækkanir á eldsneytissköttum undanfarin ár hafa verið réttlættar með því að þar sé verið að hugsa um umhverfið og beina fólki með hærra verði yfir í annan samgöngumáta. Hækkun á heimsmarkaðsverði gerir auðvitað sama gagn; tíu króna hækkun vegna ófriðar í Norður-Afríku hlýtur að vera jafnáhrifarík og tíu króna skattahækkun. Þess vegna ætti ríkið að geta dregið úr skattheimtunni til að lina höggið á neytendur, með góðri samvizku gagnvart umhverfinu. Ýmislegt bendir til að kerfi skattlagningar á eldsneyti sé ekki nógu sveigjanlegt. Steingrímur viðurkenndi einn vanda; að nú væri dísilolían orðin mun dýrari en benzínið. Það var alls ekki meiningin þegar núverandi kerfi olíugjalds var komið á. Dísillinn átti að vera talsvert ódýrari, enda nútímadísilvélar mun umhverfisvænni en benzínvélar. Óskandi væri að starfshópurinn sem ríkisstjórnin hefur nú falið að skoða málið fyndi leið til að bregðast við sveiflum á heimsmarkaðsverði. Það er hægt að gera og tryggja ríkissjóði engu að síður þær tekjur af eldsneytissköttum sem að var stefnt.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun