Haukar unnu sinn fyrsta sigur undir stjórn þeirra Gunnars Bergs Viktorssonar og Birkis Ívars Guðmundssonar og komust upp í þriðja sæti N1 deild karla í handbolta eftir 29-28 sigur á HK í gær.
Haukar voru í fimmta sæti þegar liðin hófu leik en Haukarnir lönduðu dramatískum sigri og fóru upp fyrir Fram á innbyrðisviðureignum.
HK var í fjórða sætinu fyrir leikinn sem var gríðarlega mikilvægur í baráttu liðanna um sæti í úrslitakeppninni en aðeins fjögur efstu liðin komast þangað. HK-menn töpuðu þarna sínum þriðja leik í röð og gætu verið að missa af lestinni.
Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum á Ásvöllum í gærkvöldi og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Haukar upp um tvö sæti eftir sigur á HK - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
