Alonso: Mikilvægast að vera með snöggan bíl 16. mars 2011 14:30 Fernando Alonso á ferð á æfingum á Katalóníu brautinni á dögunum. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Fernando Alonso hjá Ferrari telur að það lið og ökumaður sem er með fljótasta bílinn næli í meistaratitilinn í ár. Hann hefur ekki trú á því að tilkoma nýs dekkjaframleiðanda verði afgerandi hvað útkomu bílanna varðar, en vandasamara gæti orðið að taka ákvarðanir varðandi þjónustuáætlanir en í fyrra. Pirelli dekkin sem verða notuð í ár verða þannig úr garði gerð að þau munu slitna hraðar, en Bridgestone dekkin sem voru notuð í fyrra. Þetta er með vilja gert til að reyna meira á hæfni ökumanna við stýrið og á útsjónarsemi keppnisliða varðandi þjónustuhlé. "Að venju þá verður það fljótasti og besti bíllinn sem vinnur meistaratitilinn. Keppnisáætlanir verða mikilvægar, kannski ráðast úrslit í einu eða tveimur mótum á góðri keppnisáætlun og einhver mjög fljótur getur lent í mistökum varðandi þjónustuáætlun og þannig tapað af sigri", sagði Alonso í frétt á autosport.com í dag. "En í 20 mótum eða 19 (enn óljóst hvort 19 eða 20 mót verða í ár) þá er hægt að gera mistök í eitt skipti, eða útfæra góða keppnisáætlun í eitt skipti, en ekki öllum tilfellum. Því er mikilvægast af öllu að vera með snöggan bíl og við erum að vinna að því", sagði Alonso. Keppnisáætlanir verða af ýmsum toga í ár og spurning hvort ökumenn og lið muni taka fleiri eða færri þjónustuhlé til að standa betur að vígi í mótum, í ljósi þess að dekkjaslit verður trúlega talsvert meira en í fyrra. "Það eru ýmsir möguleikar í ár. Þetta er ekki eins og á síðasta ári og það er mikilvægt. Stundum er betra að fórna nokkrum hringjum sem þú veist að verða hægir, heldur en að taka eitt þjónustuhlé til viðbótar. Þetta verður erfitt að meta og verður erfið ákvörðun. Við verðum að vera mjög sveigjanlegir í öllum mótum", sagði Alonso. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Fernando Alonso hjá Ferrari telur að það lið og ökumaður sem er með fljótasta bílinn næli í meistaratitilinn í ár. Hann hefur ekki trú á því að tilkoma nýs dekkjaframleiðanda verði afgerandi hvað útkomu bílanna varðar, en vandasamara gæti orðið að taka ákvarðanir varðandi þjónustuáætlanir en í fyrra. Pirelli dekkin sem verða notuð í ár verða þannig úr garði gerð að þau munu slitna hraðar, en Bridgestone dekkin sem voru notuð í fyrra. Þetta er með vilja gert til að reyna meira á hæfni ökumanna við stýrið og á útsjónarsemi keppnisliða varðandi þjónustuhlé. "Að venju þá verður það fljótasti og besti bíllinn sem vinnur meistaratitilinn. Keppnisáætlanir verða mikilvægar, kannski ráðast úrslit í einu eða tveimur mótum á góðri keppnisáætlun og einhver mjög fljótur getur lent í mistökum varðandi þjónustuáætlun og þannig tapað af sigri", sagði Alonso í frétt á autosport.com í dag. "En í 20 mótum eða 19 (enn óljóst hvort 19 eða 20 mót verða í ár) þá er hægt að gera mistök í eitt skipti, eða útfæra góða keppnisáætlun í eitt skipti, en ekki öllum tilfellum. Því er mikilvægast af öllu að vera með snöggan bíl og við erum að vinna að því", sagði Alonso. Keppnisáætlanir verða af ýmsum toga í ár og spurning hvort ökumenn og lið muni taka fleiri eða færri þjónustuhlé til að standa betur að vígi í mótum, í ljósi þess að dekkjaslit verður trúlega talsvert meira en í fyrra. "Það eru ýmsir möguleikar í ár. Þetta er ekki eins og á síðasta ári og það er mikilvægt. Stundum er betra að fórna nokkrum hringjum sem þú veist að verða hægir, heldur en að taka eitt þjónustuhlé til viðbótar. Þetta verður erfitt að meta og verður erfið ákvörðun. Við verðum að vera mjög sveigjanlegir í öllum mótum", sagði Alonso.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira