Japan: Slökktu elda með vatni heimilislausra Andri Ólafsson skrifar 15. mars 2011 19:00 Jarðskjálfti, sem mældist 6 á Richter reið yfir Japan seinni partinn í dag. Enginn fljóðbylgja fylgdi skjálftanum eins og margir óttuðust. Hundruð þúsunda manna búa nú í neyðarskýlum og skorts er farið að gæta á ýmsum nauðsynjum. Skjálftinn átti upptök sín í við borgina Shizuoka einum 100 kílómetrum suðvestur af Tókýó klukkan hálfellefu að staðartíma eða um hálf tvö að íslenskum tíma. Þetta er sá öflugasti af fjölmörgum eftirskjálftum sem hafa fundist síðan föstudaginn. Uppbyggingin sem bíður almennings í Japan eftir stóra skjálftann er mikil. Það er erfitt að setja sig í spor fólks, til að mynda í borginni Iwake. Fyrst var það jarðskjálftinn, svo fljóðbylgjan og nú býr það við ótta við geislun frá kjarnorkuverinu í Fukushima, sem er rétt fyrir utan borgina. Sprengingar og eldsvoðar hafa gert það að verkum að geislun er nú yfir hættumörkum þar í grennd. „Tilfinningar mínar...Í alvöru, mitt góða, venjulega líf er allt í einu komið úr himnaríki til helvítis," sagði íbúi í Iwake. Matvöruverslanir víða um land eru orðnar tómar, rafmagnsleysi og eldsneytisskortur er alvarlegt vandamál. 500 þúsund manns misstu heimili sín í hamförunum og um 100 þúsund manns gista í neyðarskýlum og björgunarmiðstöðvum. Mikið álag er á viðbragðaaðilum enda eru verkefnin fjölbreytt, til að mynda tók meira en sex tíma að slökkva eld sem geisaði í borginni Kesennuma i gærkvöldi. Við slökkvistörf var notað vatn, sem átti að fara til heimilislausra, og vatnsskortur á svæðinu er nú orðið vandamál. Á meðan er enn unnið að leita að fólki í húsarústum, og þótt ótrúlegt sé, með árangri. Tvær manneskjur fundust á lífi í morgun; kona á áttræðisaldri og maður á þrítugsaldri. Þau voru föst í meira en 90 tíma og sluppu með minniháttar áverka. Ólíklegt verður að teljast að fleiri slíkar fréttir berist því tíminn er á þrotum. Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Jarðskjálfti, sem mældist 6 á Richter reið yfir Japan seinni partinn í dag. Enginn fljóðbylgja fylgdi skjálftanum eins og margir óttuðust. Hundruð þúsunda manna búa nú í neyðarskýlum og skorts er farið að gæta á ýmsum nauðsynjum. Skjálftinn átti upptök sín í við borgina Shizuoka einum 100 kílómetrum suðvestur af Tókýó klukkan hálfellefu að staðartíma eða um hálf tvö að íslenskum tíma. Þetta er sá öflugasti af fjölmörgum eftirskjálftum sem hafa fundist síðan föstudaginn. Uppbyggingin sem bíður almennings í Japan eftir stóra skjálftann er mikil. Það er erfitt að setja sig í spor fólks, til að mynda í borginni Iwake. Fyrst var það jarðskjálftinn, svo fljóðbylgjan og nú býr það við ótta við geislun frá kjarnorkuverinu í Fukushima, sem er rétt fyrir utan borgina. Sprengingar og eldsvoðar hafa gert það að verkum að geislun er nú yfir hættumörkum þar í grennd. „Tilfinningar mínar...Í alvöru, mitt góða, venjulega líf er allt í einu komið úr himnaríki til helvítis," sagði íbúi í Iwake. Matvöruverslanir víða um land eru orðnar tómar, rafmagnsleysi og eldsneytisskortur er alvarlegt vandamál. 500 þúsund manns misstu heimili sín í hamförunum og um 100 þúsund manns gista í neyðarskýlum og björgunarmiðstöðvum. Mikið álag er á viðbragðaaðilum enda eru verkefnin fjölbreytt, til að mynda tók meira en sex tíma að slökkva eld sem geisaði í borginni Kesennuma i gærkvöldi. Við slökkvistörf var notað vatn, sem átti að fara til heimilislausra, og vatnsskortur á svæðinu er nú orðið vandamál. Á meðan er enn unnið að leita að fólki í húsarústum, og þótt ótrúlegt sé, með árangri. Tvær manneskjur fundust á lífi í morgun; kona á áttræðisaldri og maður á þrítugsaldri. Þau voru föst í meira en 90 tíma og sluppu með minniháttar áverka. Ólíklegt verður að teljast að fleiri slíkar fréttir berist því tíminn er á þrotum.
Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira