Óttast er að tala látinna á hamfarasvæðunum í Japan geti farið yfir 10 þúsund en nú þegar verið staðfest að tæplega 700 séu látnir og rúmlega 1500 slasaðir. Yfir 10 þúsund manns er saknað í bænum Kesennuma í Miyagí-héraði en ekkert hefur spurst til fólksins frá því að skjálftinn og flóðbylgjan reið þar yfir á föstudag. Yfirvöld óttast að fólkið hafi farist í hamförunum en Miyagí-hérað varð hvað verst úti.
Þá hafa menn miklar áhyggjur af kjarnorkuveri í bænum Fukushima þar sem öflug sprenging varð í gærmorgun. Óttast er að önnur sprenging geti orðið í verinu en þar beita menn öllum ráðum við að kæla kjarnaofninn og hafa notað sjó til verksins. Kælikerfi kjarnorkuversins laskaðist í í skjálftanum og ríkir sannkallað neyðarástand á svæðinu og óttast menn að einhverjri hafi orðið fyrir geislun.
Skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur í Japan en hann hefur verið talinn vera 8,9 á Richterskala, yfirvöld í Japan hækkuðu þá tölu upp í níu í gærkvöldi.
