Michael Schumacher náði besta tíma allra ökumanna á Katalóníu brautinni á Spáni í dag, á æfingu Formúlu 1 keppnisliða og liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg var með þriðja besta tíma.
Tími Schumachers var sá besti sem hefur náðst á Katalóníu brautinni á æfingum Formúlu 1 liða í vetur.
"Við höfum verið að að þróa bílinn skref fyrir skref í vikunni og nýir hlutir hafa borist daglega. Við höfum einbeitt okkur að því að skilja hvernig á að ná því besta út úr bílnum, sem núna er kominn í lokauppstillingu í fyrsta skipti", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercdes.
"Bíllinn hefur látið eins við var að búast og dagurinn var árangursríkur. Við lukum áætluðu verkefni okkar og ég ætti að fá einhverja reynslu í bleytunni sem er spáð á morgun", sagði Schumacher, en rigningu er spáð á Katalóníu brautinni á morgun.
Rosberg var ánægður að hafa komist um borð í Mercedes bílinn síðdegis og segir hann mun betri eftir breytingar sem hafa verið gerðar.
"Ég er nokkuð ánægður með stöðuna og þakklátur liðinu að hafa komið öllu í bílinn sem við báðum um. Við höfum tekið góðum framförum í vetur", sagði Rosberg.
Schumacher: Bíllinn þróaður skref fyrir skref
