Sendiherra hvetur Íslendinga til að láta vita af sér 11. mars 2011 10:50 Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra í Japan, hvetur Íslendinga sem eru á skjálftasvæðinu í Japan að láta vita af sér á Facebook. Hann segir sendiráðið reikna með því að um 65 Íslendingar séu þar og þegar hafa um þrjátíu manns haft samband. Um 33 milljónir manna búa á stór-Tókíósvæðinu og samkvæmt nýjustu upplýsingum eru 32 látnir. Stefán var við vinnu í sendiráðinu þegar stærsti skjálftinn reið yfir, en klukkan í Japan er níu tímum á undan íslenskum tíma. Nokkrir stórir turnar, allt að 35 hæða, eru neðan við sendiráðið. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef séð þá sveiflast til í jarðskjálfta," segir Stefán. Þó hann hafi upplifað jarðskjálfta á Íslandi tók það nokkuð á að finna fyrir þessum stóra skjálfta. „Maður verður svona frekar hjálparlaus," segir Stefán. Klukkan í Tókíó er 9 tímum á undan íslenskum tíma og því er farið að kvölda þar. Stefán leggur áherslu á að ná sambandi við sem allra flesta Íslendinga á svæðinu fyrir nóttina, og bendir á þjónustusíma íslenska utanríkisráðuneytisins, 5459900. Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Tala látinna komin í 32 Nú er ljóst að 32 hafa látist hið minnsta þegar tíu metra há flóðbylgja skall á norðausturströnd Japans í morgun. Sky fréttastofan greinir frá þessu. Borgin Sendai varð verst úti. Flóðbylgjan kom í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta sem mældist 8,9 á richter og átti upptök um 150 kílómetra undan ströndum Japans. Skjálftinn er sá stærsti í sögu Japans og sá sjöundi stærsti sem sögur fara af. 11. mars 2011 10:01 Öflugur skjálfti undan ströndum Japans - flóðbylgjuviðvörun gefin Öflugur jarðskjálfti, 8,8 á richter-kvarðanum, reið yfir norðausturströnd Japans í morgun.Byggingar í höfuðborginni Tókíó skulfu í nokkrar mínútur og fólk þusti út á götur borgarinnar en engar fregnir hafa borist af manntjóni. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út fyrir stórt svæði og gæti bylgjan orðið allt að sex metra há en viðvörunin gildir fyrir Japan, Rússland, Guam, Tæwan og Fillipseyjar. Einnig hefur viðvörun verið gefin út fyrir Indónesíu og Hawaí. 11. mars 2011 06:35 Tíu metra flóðbylgja skall á hafnarbæ Tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai á norðausturströnd Japans í kjölfar hins öfluga skjálfta sem reið yfir í morgun undan ströndum Japans. Fréttamyndir sýna að bylgjan hefur hrifið með sér bíla og hús og miklir eldar loga í olíubirgðastöð við höfnina. Fyrstu fregnir hermdu að skjálftinn væri um 7,9 stig en nú hefur verið staðfest að hann mældist 8,9 stig. Engar fregnir hafa borist af manntjóni en nokkrir slösuðust í Tókíu þegar þak á skólabyggingu gaf sig. 11. mars 2011 07:28 Að minnsta kosti átta látnir í Sendai Að minnsta kosti átta létust þegar tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai í Japan í morgun í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta á svæðinu. Skjálftinn mældist 8,9 á richter skalanum og er sjöundi stærsti skjálfti í sögunni. Flóðbylgjan hreif með sér bíla og skip í höfninni og eyðilagði fjölda húsa. Þá hefur skemmtigarður Disney í Tókíó orðið illa úti auk þess sem mikill eldur geisar í olíuhreinsistöð í borginni Ichihara. 11. mars 2011 08:51 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra í Japan, hvetur Íslendinga sem eru á skjálftasvæðinu í Japan að láta vita af sér á Facebook. Hann segir sendiráðið reikna með því að um 65 Íslendingar séu þar og þegar hafa um þrjátíu manns haft samband. Um 33 milljónir manna búa á stór-Tókíósvæðinu og samkvæmt nýjustu upplýsingum eru 32 látnir. Stefán var við vinnu í sendiráðinu þegar stærsti skjálftinn reið yfir, en klukkan í Japan er níu tímum á undan íslenskum tíma. Nokkrir stórir turnar, allt að 35 hæða, eru neðan við sendiráðið. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef séð þá sveiflast til í jarðskjálfta," segir Stefán. Þó hann hafi upplifað jarðskjálfta á Íslandi tók það nokkuð á að finna fyrir þessum stóra skjálfta. „Maður verður svona frekar hjálparlaus," segir Stefán. Klukkan í Tókíó er 9 tímum á undan íslenskum tíma og því er farið að kvölda þar. Stefán leggur áherslu á að ná sambandi við sem allra flesta Íslendinga á svæðinu fyrir nóttina, og bendir á þjónustusíma íslenska utanríkisráðuneytisins, 5459900.
Jarðskjálfti í Japan Tengdar fréttir Tala látinna komin í 32 Nú er ljóst að 32 hafa látist hið minnsta þegar tíu metra há flóðbylgja skall á norðausturströnd Japans í morgun. Sky fréttastofan greinir frá þessu. Borgin Sendai varð verst úti. Flóðbylgjan kom í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta sem mældist 8,9 á richter og átti upptök um 150 kílómetra undan ströndum Japans. Skjálftinn er sá stærsti í sögu Japans og sá sjöundi stærsti sem sögur fara af. 11. mars 2011 10:01 Öflugur skjálfti undan ströndum Japans - flóðbylgjuviðvörun gefin Öflugur jarðskjálfti, 8,8 á richter-kvarðanum, reið yfir norðausturströnd Japans í morgun.Byggingar í höfuðborginni Tókíó skulfu í nokkrar mínútur og fólk þusti út á götur borgarinnar en engar fregnir hafa borist af manntjóni. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út fyrir stórt svæði og gæti bylgjan orðið allt að sex metra há en viðvörunin gildir fyrir Japan, Rússland, Guam, Tæwan og Fillipseyjar. Einnig hefur viðvörun verið gefin út fyrir Indónesíu og Hawaí. 11. mars 2011 06:35 Tíu metra flóðbylgja skall á hafnarbæ Tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai á norðausturströnd Japans í kjölfar hins öfluga skjálfta sem reið yfir í morgun undan ströndum Japans. Fréttamyndir sýna að bylgjan hefur hrifið með sér bíla og hús og miklir eldar loga í olíubirgðastöð við höfnina. Fyrstu fregnir hermdu að skjálftinn væri um 7,9 stig en nú hefur verið staðfest að hann mældist 8,9 stig. Engar fregnir hafa borist af manntjóni en nokkrir slösuðust í Tókíu þegar þak á skólabyggingu gaf sig. 11. mars 2011 07:28 Að minnsta kosti átta látnir í Sendai Að minnsta kosti átta létust þegar tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai í Japan í morgun í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta á svæðinu. Skjálftinn mældist 8,9 á richter skalanum og er sjöundi stærsti skjálfti í sögunni. Flóðbylgjan hreif með sér bíla og skip í höfninni og eyðilagði fjölda húsa. Þá hefur skemmtigarður Disney í Tókíó orðið illa úti auk þess sem mikill eldur geisar í olíuhreinsistöð í borginni Ichihara. 11. mars 2011 08:51 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Tala látinna komin í 32 Nú er ljóst að 32 hafa látist hið minnsta þegar tíu metra há flóðbylgja skall á norðausturströnd Japans í morgun. Sky fréttastofan greinir frá þessu. Borgin Sendai varð verst úti. Flóðbylgjan kom í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta sem mældist 8,9 á richter og átti upptök um 150 kílómetra undan ströndum Japans. Skjálftinn er sá stærsti í sögu Japans og sá sjöundi stærsti sem sögur fara af. 11. mars 2011 10:01
Öflugur skjálfti undan ströndum Japans - flóðbylgjuviðvörun gefin Öflugur jarðskjálfti, 8,8 á richter-kvarðanum, reið yfir norðausturströnd Japans í morgun.Byggingar í höfuðborginni Tókíó skulfu í nokkrar mínútur og fólk þusti út á götur borgarinnar en engar fregnir hafa borist af manntjóni. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út fyrir stórt svæði og gæti bylgjan orðið allt að sex metra há en viðvörunin gildir fyrir Japan, Rússland, Guam, Tæwan og Fillipseyjar. Einnig hefur viðvörun verið gefin út fyrir Indónesíu og Hawaí. 11. mars 2011 06:35
Tíu metra flóðbylgja skall á hafnarbæ Tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai á norðausturströnd Japans í kjölfar hins öfluga skjálfta sem reið yfir í morgun undan ströndum Japans. Fréttamyndir sýna að bylgjan hefur hrifið með sér bíla og hús og miklir eldar loga í olíubirgðastöð við höfnina. Fyrstu fregnir hermdu að skjálftinn væri um 7,9 stig en nú hefur verið staðfest að hann mældist 8,9 stig. Engar fregnir hafa borist af manntjóni en nokkrir slösuðust í Tókíu þegar þak á skólabyggingu gaf sig. 11. mars 2011 07:28
Að minnsta kosti átta látnir í Sendai Að minnsta kosti átta létust þegar tíu metra há flóðbylgja skall á hafnarbænum Sendai í Japan í morgun í kjölfar gríðarlega öflugs jarðskjálfta á svæðinu. Skjálftinn mældist 8,9 á richter skalanum og er sjöundi stærsti skjálfti í sögunni. Flóðbylgjan hreif með sér bíla og skip í höfninni og eyðilagði fjölda húsa. Þá hefur skemmtigarður Disney í Tókíó orðið illa úti auk þess sem mikill eldur geisar í olíuhreinsistöð í borginni Ichihara. 11. mars 2011 08:51