Liverpool tapaði í fyrsta sinn í Evrópudeildinni á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2011 19:54 Alan Silva fagnar sigurmarki sínu. Mynd/AP Liverpool tapaði sínum fyrsta leik í Evrópudeildinni á tímabilinu þegar liðið lá 1-0 á móti portúgalska liðinu Braga í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. Liverpool fær seinni leikinn á heimavelli sínum í næstu viku. Liverpool var búið að fara taplaust í gegnum fyrstu tólf leiki sína í Evrópudeildinni á tímabilinu (7 sigrar og 5 jafntefli) en Braga hefur nú unnið bæði Arsenal og Liverpool á heimavelli sínum á þessu tímabilinu. Arsenal tapaði 0-2 á þessum sama velli í Meistaradeildinni fyrir áramót. Portúgalska skoraði sigurmark sitt eftir 18 mínútna leik en Pepe Reina, markvörður Liverpool, var þá búinn að halda marki sínu hreinu í 316 mínútur í Evrópudeildinni. Grikkinn Sotirios Kyrgiakos felldi Brasilíumanninn Mossoró innan teigs og annar Brasilíumaður, Alan Silva, skoraði af öryggi úr vítinu. Silvio var mjög nálægt því að koma Braga í 2-0 á 38. mínútu þegar hann átti þrumuskot í slána eftir að hafa tekið boltann viðstöðulaust fyrir utan teig. Portúgalarnir voru sterkari fyrir hálfleik en tókst ekki að bæta við fleiri mörkum. Andy Carroll kom inn á sem varamaður á 57. mínútu og lét strax til sína taka. Leikur Liverpool var mun betri í seinni hálfleiknum og þá sérstaklega eftir að Carroll kom inn fyrir Danann Christian Poulsen. Liverpool tókst hinsvegar ekki að jafna leikinn og Portúgalarnir fögnuðu góðum sigri. Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni í kvöld:Alan Silva skorar hér sigurmarkið.Mynd/APCSKA Moskva-FC Porto 0-1 0-1 Freddy Guarin (70.)PSV Eindhoven-Glasgow Rangers 0-0Bayer Leverkusen-Villarreal 2-3 1-0 Michal Kadlec (33.), 1-1 Giuseppe Rossi (42.). 1-2 Nilmar (70.), 2-2 Gonzalo Castro (72.), 2-3 Nilmar (90.+4)Sporting Braga-Liverpool 1-0 1-0 Alan, víti (18.) Evrópudeild UEFA Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Liverpool tapaði sínum fyrsta leik í Evrópudeildinni á tímabilinu þegar liðið lá 1-0 á móti portúgalska liðinu Braga í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. Liverpool fær seinni leikinn á heimavelli sínum í næstu viku. Liverpool var búið að fara taplaust í gegnum fyrstu tólf leiki sína í Evrópudeildinni á tímabilinu (7 sigrar og 5 jafntefli) en Braga hefur nú unnið bæði Arsenal og Liverpool á heimavelli sínum á þessu tímabilinu. Arsenal tapaði 0-2 á þessum sama velli í Meistaradeildinni fyrir áramót. Portúgalska skoraði sigurmark sitt eftir 18 mínútna leik en Pepe Reina, markvörður Liverpool, var þá búinn að halda marki sínu hreinu í 316 mínútur í Evrópudeildinni. Grikkinn Sotirios Kyrgiakos felldi Brasilíumanninn Mossoró innan teigs og annar Brasilíumaður, Alan Silva, skoraði af öryggi úr vítinu. Silvio var mjög nálægt því að koma Braga í 2-0 á 38. mínútu þegar hann átti þrumuskot í slána eftir að hafa tekið boltann viðstöðulaust fyrir utan teig. Portúgalarnir voru sterkari fyrir hálfleik en tókst ekki að bæta við fleiri mörkum. Andy Carroll kom inn á sem varamaður á 57. mínútu og lét strax til sína taka. Leikur Liverpool var mun betri í seinni hálfleiknum og þá sérstaklega eftir að Carroll kom inn fyrir Danann Christian Poulsen. Liverpool tókst hinsvegar ekki að jafna leikinn og Portúgalarnir fögnuðu góðum sigri. Úrslit og markaskorarar í Evrópudeildinni í kvöld:Alan Silva skorar hér sigurmarkið.Mynd/APCSKA Moskva-FC Porto 0-1 0-1 Freddy Guarin (70.)PSV Eindhoven-Glasgow Rangers 0-0Bayer Leverkusen-Villarreal 2-3 1-0 Michal Kadlec (33.), 1-1 Giuseppe Rossi (42.). 1-2 Nilmar (70.), 2-2 Gonzalo Castro (72.), 2-3 Nilmar (90.+4)Sporting Braga-Liverpool 1-0 1-0 Alan, víti (18.)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira