Umfjöllun: Akureyri Deildarmeistari eftir sigur á HK Stefán Árni Pálsson í Digranesinu skrifar 28. mars 2011 21:19 Akureyringar fagna í kvöld. Mynd/Vilhelm Akureyri vann í kvöld HK, 32-29, í hreint mögnuðum leik í Digranesinu, en með sigrinum tryggðu Norðanmenn sér Deildarmeistaratitilinn. Akureyringar voru með tíu marka forskot í hálfleik og allt leit út fyrir að HK-ingar yrðu niðurlægðir á sínum eigin heimavelli. Heimamenn komu virkilega sterkir til leiks í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn í aðeins eitt mark, en lengra komust þeir ekki og Akureyringar unnu sinn fyrsta titill í sögu félagsins. Akureyringar gátu tryggt sér deildarmeistaratitilinn í kvöld með sigri á HK í Digranesinu. Heimamenn í HK eru aftur á móti í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina, en þeir eru sem stendur í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig. Heimamenn máttu alls ekki við því að misstíga sig í kvöld og þurfa á öllum stigum sem þeir komast í.Akureyringar hafa unnið báða deildarleikina gegn HK í vetur og því mátti búast við erfiðum leik fyrir heimamenn. Akureyri gat tryggt sér deildarmeistaratitilinn í síðustu umferð en það mistókst og því spurning hvort Norðanmenn myndu standast pressuna. Gestirnir hófu leikinn virkilega sannfærandi og ætluðu sér greinilega stóra hluti í kvöld. Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyringa, var frábær á upphafsmínútunum og hafði varið 7 skot eftir 13 mínútna leik. Staðan var 9-5 þegar fyrir Akureyri þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. Í staðinn fyrir að rífa sig í gang þá gerðu heimamenn hið andstæða en HK-ingar bókstaflega köstuðu leiknum frá sér með tæknifeilum á færibandi. Akureyringar skoruðu heilan helling af hraðaupphlaupsmörkum eftir mistök HK-inga. Munurinn á liðinu jókst bara þegar leið á hálfleikinn og þegar menn gengu til búningsherbergja var staðan 21-11 fyrir Norðanmenn. HK-ingar þurftu heldur betur að gyrða sig í brók til að komast sómasamlega frá þessum leik. Akureyri virtist ætla halda áfram uppteknum hætti í síðari hálfleik, en smá saman fóru HK-ingar í gang. HK náði að minnka muninn niður í 6 mörk, 25-19 þegar um tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, en það gaf þeim von. Björn Ingi Friðþjófsson, markvörður HK, fór að verja vel og HK náði að nýta sér hraðaupphlaupin. Allt í einu var staðan orðin 28-25 og allt gat gerst. Akureyringar voru orðnir virkilega pirraðir og það virtist bitna á spilamennsku þeirra. HK skoraði síðan tvö næstu mörk leiksins og aðeins munaði einu marki á liðunum, 28-27. Lengra komust heimamenn ekki og Norðanmenn innsigluðu sinn fyrsta titil í sögu félagsins með mikilvægum sigri gegn HK, 32-29. HK-ingar eiga enn góðan möguleika á því að komast í úrslitakeppnina en þá verða þeir að mæta til leiks frá fyrstu mínútu. Akureyringar geta leyft sér að hvíla lykilleikmenn í síðustu tveimur leikjum liðsins þar sem Deildarmeistaratitillinn er í höfn. Oddur Gretarsson, leikmaður Akureyrar, skoraði 9 mörk fyrir gestina og þar af 8 mörk í fyrri hálfleik. Bjarki Már Elísson, leikmaður HK, gerði sjö mörk fyrir heimamenn. HK - Akureyri 29-32 (11-21)Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 7/1 (11/1), Atli Karl Backmann 4 (5), Daníel Berg Grétarsson 3 (5), Sigurjón Björnsson 3 (5), Ólafur Bjarki Ragnarsson 3 (7), Atli Ævar Ingólfsson 3 (6), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 3 (7), Bjarki Már Gunnarsson 2 (4), Ármann Davíð Sigurðsson 1 (1), Léo Snær Pétursson 0 (1).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 18 (29/38%), Valgeir Tómasson 2 (2 / 50%)Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Vilhelm Gauti)Fiskuð víti: 1 (Vilhelm Gauti)Utan vallar: 2 mínútur (Bjarki Már)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 9 (11), Guðmundur Hólmar Helgason 7 (13), Daníel Einarsson 5 (7), Bjarni Fritzson 5 (11), Heimir Örn Árnason 4 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (3), Halldór Logi Árnason 1 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 15 (26/1, 37%), Stefán Guðnason 0 (2) .Hraðaupphlaup: 8 (Oddur 6, Bjarni 2).Fiskuð víti: 0Utan vallar: 8 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Akureyri vann í kvöld HK, 32-29, í hreint mögnuðum leik í Digranesinu, en með sigrinum tryggðu Norðanmenn sér Deildarmeistaratitilinn. Akureyringar voru með tíu marka forskot í hálfleik og allt leit út fyrir að HK-ingar yrðu niðurlægðir á sínum eigin heimavelli. Heimamenn komu virkilega sterkir til leiks í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn í aðeins eitt mark, en lengra komust þeir ekki og Akureyringar unnu sinn fyrsta titill í sögu félagsins. Akureyringar gátu tryggt sér deildarmeistaratitilinn í kvöld með sigri á HK í Digranesinu. Heimamenn í HK eru aftur á móti í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina, en þeir eru sem stendur í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig. Heimamenn máttu alls ekki við því að misstíga sig í kvöld og þurfa á öllum stigum sem þeir komast í.Akureyringar hafa unnið báða deildarleikina gegn HK í vetur og því mátti búast við erfiðum leik fyrir heimamenn. Akureyri gat tryggt sér deildarmeistaratitilinn í síðustu umferð en það mistókst og því spurning hvort Norðanmenn myndu standast pressuna. Gestirnir hófu leikinn virkilega sannfærandi og ætluðu sér greinilega stóra hluti í kvöld. Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyringa, var frábær á upphafsmínútunum og hafði varið 7 skot eftir 13 mínútna leik. Staðan var 9-5 þegar fyrir Akureyri þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður. Í staðinn fyrir að rífa sig í gang þá gerðu heimamenn hið andstæða en HK-ingar bókstaflega köstuðu leiknum frá sér með tæknifeilum á færibandi. Akureyringar skoruðu heilan helling af hraðaupphlaupsmörkum eftir mistök HK-inga. Munurinn á liðinu jókst bara þegar leið á hálfleikinn og þegar menn gengu til búningsherbergja var staðan 21-11 fyrir Norðanmenn. HK-ingar þurftu heldur betur að gyrða sig í brók til að komast sómasamlega frá þessum leik. Akureyri virtist ætla halda áfram uppteknum hætti í síðari hálfleik, en smá saman fóru HK-ingar í gang. HK náði að minnka muninn niður í 6 mörk, 25-19 þegar um tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, en það gaf þeim von. Björn Ingi Friðþjófsson, markvörður HK, fór að verja vel og HK náði að nýta sér hraðaupphlaupin. Allt í einu var staðan orðin 28-25 og allt gat gerst. Akureyringar voru orðnir virkilega pirraðir og það virtist bitna á spilamennsku þeirra. HK skoraði síðan tvö næstu mörk leiksins og aðeins munaði einu marki á liðunum, 28-27. Lengra komust heimamenn ekki og Norðanmenn innsigluðu sinn fyrsta titil í sögu félagsins með mikilvægum sigri gegn HK, 32-29. HK-ingar eiga enn góðan möguleika á því að komast í úrslitakeppnina en þá verða þeir að mæta til leiks frá fyrstu mínútu. Akureyringar geta leyft sér að hvíla lykilleikmenn í síðustu tveimur leikjum liðsins þar sem Deildarmeistaratitillinn er í höfn. Oddur Gretarsson, leikmaður Akureyrar, skoraði 9 mörk fyrir gestina og þar af 8 mörk í fyrri hálfleik. Bjarki Már Elísson, leikmaður HK, gerði sjö mörk fyrir heimamenn. HK - Akureyri 29-32 (11-21)Mörk HK (skot): Bjarki Már Elísson 7/1 (11/1), Atli Karl Backmann 4 (5), Daníel Berg Grétarsson 3 (5), Sigurjón Björnsson 3 (5), Ólafur Bjarki Ragnarsson 3 (7), Atli Ævar Ingólfsson 3 (6), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 3 (7), Bjarki Már Gunnarsson 2 (4), Ármann Davíð Sigurðsson 1 (1), Léo Snær Pétursson 0 (1).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 18 (29/38%), Valgeir Tómasson 2 (2 / 50%)Hraðaupphlaupsmörk: 1 (Vilhelm Gauti)Fiskuð víti: 1 (Vilhelm Gauti)Utan vallar: 2 mínútur (Bjarki Már)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 9 (11), Guðmundur Hólmar Helgason 7 (13), Daníel Einarsson 5 (7), Bjarni Fritzson 5 (11), Heimir Örn Árnason 4 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 1 (3), Halldór Logi Árnason 1 (3).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 15 (26/1, 37%), Stefán Guðnason 0 (2) .Hraðaupphlaup: 8 (Oddur 6, Bjarni 2).Fiskuð víti: 0Utan vallar: 8 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira