Akureyri fær þriðja sénsinn í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. mars 2011 13:00 Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar. Mynd/Daníel Akureyri getur í kvöld unnið sinn fyrsta titil í sögu félagsins með því að vinna HK og tryggja sér þar með deildarmeistaratitilinn í N1-deild karla. Þrír leikir fara fram í deildinni í kvöld en klukkan 19.30 eigast við annars vegar Selfoss og FH og hins vegar tekur Valur á móti Aftureldingu. Klukkutíma fyrr, klukkan 18.30, hefst leikur HK og Akureyrar í Digranesi. Akureyri er í efsta sæti deildarinnar með fimm stiga forystu á FH þegar þrjár umferðir eru eftir. Sigur í kvöld mun því tryggja Akureyringum deildarmeistaratitilinn, óháð því hvernig aðrir leikir fara. Akureyri hefur einnig átt möguleika á að tryggja sér titilinn í síðustu tveimur umferðum en hefði þá þurft að vinna sinn leik auk þess sem að treysta á hagstæð úrslit í leik FH í sömu umferð. Það er ekki þannig farið nú eins og Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, benti á í samtali við Vísi. „Þetta er nú í fyrsta sinn sem að þetta er eingöngu í okkar höndum. Ég sé því ekkert því til fyrirstöðu að klára þetta," sagði hann. Hann á þó von á erfiðum leik gegn HK í kvöld. „Við höfum unnið HK þrívegis í vetur en tvisvar bara með einu marki. Þeir eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni og munu gefa allt í leikinn. Það gerum við líka enda til mikils að vinna fyrir bæði lið." „Þessi deild er þannig að það eru öll lið að berjast fyrir sínu og því engir auðveldir leikir." Eftir sigur Fram á Haukum í gær eru þeir bláklæddu í vænlegri stöðu í þriðja sæti deildarinnar með 23 stig. HK og Haukar koma næst í 4. og 5. sæti með 20 stig hvort og getur því HK tekið stórt skref í átt að úrslitakeppninni með sigri í kvöld. Fjögur efstu liðin í deildinni komast í hana. Ef FH vinnur Selfoss í kvöld hafa Hafnfirðingar gulltryggt sér sæti í úrslitakeppninni en Valur, sem er í sjötta sæti með fjórtán stig, á litla sem enga möguleika á að koma sér í úrslitakeppnina þetta árið. Liðið mætir Aftureldingu (7. sæti, 8 stig) í kvöld sem á í harðri fallbaráttu við Selfyssinga (8. sæti, 7 stig). Atli segir erfitt að segja hvort að biðin eftir fyrsta titlinum hafi haft einhver áhrif á sína leikmenn. „Við höfum lent í tveimur svakalegum leikjum gegn Selfossi og Haukum í síðustu umferðum og ég tel að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit í þeim báðum. Maður þarf einfaldlega að gefa allt í leikinn, sama hver andstæðingurinn er." „En ég myndi alls ekki fara svo langt að segja að við séum í einhverri lægð. Við höfum tapað tveimur leikjum í allan vetur og farið í úrslit í bæði bikarkeppninni og deildarbikarkeppninni." „Meiðsli hafa einnig haft sitt að segja. Geir (Guðmundsson) datt út um áramótin og þá hefur Hreinn (Þór Hauksson) ekki verið með í langan tíma. Ég hefði gjarnan viljað hafa þessa menn."Leikir kvöldsins: 18.30 HK - Akureyri 19.30 Selfoss - FH 19.30 Valur - Afturelding Olís-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Akureyri getur í kvöld unnið sinn fyrsta titil í sögu félagsins með því að vinna HK og tryggja sér þar með deildarmeistaratitilinn í N1-deild karla. Þrír leikir fara fram í deildinni í kvöld en klukkan 19.30 eigast við annars vegar Selfoss og FH og hins vegar tekur Valur á móti Aftureldingu. Klukkutíma fyrr, klukkan 18.30, hefst leikur HK og Akureyrar í Digranesi. Akureyri er í efsta sæti deildarinnar með fimm stiga forystu á FH þegar þrjár umferðir eru eftir. Sigur í kvöld mun því tryggja Akureyringum deildarmeistaratitilinn, óháð því hvernig aðrir leikir fara. Akureyri hefur einnig átt möguleika á að tryggja sér titilinn í síðustu tveimur umferðum en hefði þá þurft að vinna sinn leik auk þess sem að treysta á hagstæð úrslit í leik FH í sömu umferð. Það er ekki þannig farið nú eins og Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, benti á í samtali við Vísi. „Þetta er nú í fyrsta sinn sem að þetta er eingöngu í okkar höndum. Ég sé því ekkert því til fyrirstöðu að klára þetta," sagði hann. Hann á þó von á erfiðum leik gegn HK í kvöld. „Við höfum unnið HK þrívegis í vetur en tvisvar bara með einu marki. Þeir eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni og munu gefa allt í leikinn. Það gerum við líka enda til mikils að vinna fyrir bæði lið." „Þessi deild er þannig að það eru öll lið að berjast fyrir sínu og því engir auðveldir leikir." Eftir sigur Fram á Haukum í gær eru þeir bláklæddu í vænlegri stöðu í þriðja sæti deildarinnar með 23 stig. HK og Haukar koma næst í 4. og 5. sæti með 20 stig hvort og getur því HK tekið stórt skref í átt að úrslitakeppninni með sigri í kvöld. Fjögur efstu liðin í deildinni komast í hana. Ef FH vinnur Selfoss í kvöld hafa Hafnfirðingar gulltryggt sér sæti í úrslitakeppninni en Valur, sem er í sjötta sæti með fjórtán stig, á litla sem enga möguleika á að koma sér í úrslitakeppnina þetta árið. Liðið mætir Aftureldingu (7. sæti, 8 stig) í kvöld sem á í harðri fallbaráttu við Selfyssinga (8. sæti, 7 stig). Atli segir erfitt að segja hvort að biðin eftir fyrsta titlinum hafi haft einhver áhrif á sína leikmenn. „Við höfum lent í tveimur svakalegum leikjum gegn Selfossi og Haukum í síðustu umferðum og ég tel að jafntefli hafi verið sanngjörn úrslit í þeim báðum. Maður þarf einfaldlega að gefa allt í leikinn, sama hver andstæðingurinn er." „En ég myndi alls ekki fara svo langt að segja að við séum í einhverri lægð. Við höfum tapað tveimur leikjum í allan vetur og farið í úrslit í bæði bikarkeppninni og deildarbikarkeppninni." „Meiðsli hafa einnig haft sitt að segja. Geir (Guðmundsson) datt út um áramótin og þá hefur Hreinn (Þór Hauksson) ekki verið með í langan tíma. Ég hefði gjarnan viljað hafa þessa menn."Leikir kvöldsins: 18.30 HK - Akureyri 19.30 Selfoss - FH 19.30 Valur - Afturelding
Olís-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira