Ægiringarnir Anton Sveinn Mckee og Eygló Ósk Gústafsdóttir settu bæði Íslandsmet á sterku sundmóti í Stokkhólmi um helgina. Eygló Ósk bætti sitt eigið met í 200 metra baksundi en Anton Sveinn bætti 22 ára gamalt met Ægiringsins Ragnars Guðmundssonar í 800 metra skriðsundi.
Eygló synti 200 metra baksund á 2:17,83 mínútum en gamla metið hennar var ekki nema hálfsmánaðargamalt en þá synti Eygló á 2:17,88 mínútum. Hún bætti því metið sitt um fimm hundraðshluta úr sekúndu.
Anton Sveinn synti 800 metra skriðsund á tímanum 8:24,54 mínútum en gamla metið hans Ragnars var sett í Bonn árið 1989 var 8:28,28 mínútur. Anton bætti því metið um rúmar þrjár sekúndur.
Anton Sveinn bætti 22 ára gamalt Íslandsmet
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Sniðganga var rædd innan HSÍ
Handbolti




Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu
Íslenski boltinn

„Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“
Íslenski boltinn

Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju
Enski boltinn


Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker
Íslenski boltinn