Erlent

Uppskriftin leyndarmál

Undirbúningur að brúðkaupi Vilhjálms Prins og Kate Middleton sem fer fram í lok næsta mánaðar er í fullum gangi. Brúðkaupstertan var kynnt í dag en uppskriftin er hins vegar leyndarmál.

Allir búast við því að brúðkaupstertan verði hin glæsilegasta enda er von á sex hundruð gestum í brúðkaupsveisluna sem haldin verður í Buckingham höll.

Uppskriftin er leyndarmál en það kemur í hlut hinnar heimsfrægu kökuskreytingarkonu Fiona Cairns að baka tertuna - en Cairns hefur til að mynda unnið mikið fyrir bítilinn Paul McCartney.

Hún er margra hæða.Það eru ekki litir á henni, hún er rjómagul og hvít. Þetta er hefðbundin kaka en ég myndi líka segja að hún væri mjög fíngerð, nútímaleg en með sígildum þáttum," segir Fiona.

Gestir brúðkaupsveislunnar fá einnig að gæða sér á uppáhaldsköku Vilhjálms Prins - en sú er hefðbundin og byggir á breskri kökuhefð. Fyrirtækið McVities hefur fengið það verkefni að búa til kökuna.

„Við fengum beiðni frá höllinni um að baka köku sem er í miklu uppáhaldi hjá Vilhjálmi prins. United Bisquits hefur langa og góða reynslu af að baka konunglegar brúðkaupstertur, allar götur frá George V, svo það er frábært að taka þátt í þessu," segir hún.

Uppskriftin er sem fyrr leyndarmál.

„Ég vildi að ég gæti sagt þér það en því miður er þetta uppskrift hallarinnar og ég var látinn sverja þagnareið og ég get ekki sagt þér það," segir hún að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×