Sauber liðið ætlar að áfrýja refsingu dómara til FIA 27. mars 2011 12:21 Sauber Kamui Kobayahsi á ferð i Melbourne. Mynd: Getty Images James Key, tæknistjóri Sauber segir að lið sitt muni áfrýja niðurstöðu dómara í Formúlu 1 mótinu í Ástralíu í dag. Árangur Sergio Perez og Kamui Kobayashi var þurrkaður út vegna þess að dómarar töldu að afturvængir bílanna væru ólöglegir eftir keppni. Ökumenn Sauber luku keppni í sjöunda og áttunda sæti og Perez var að keppa í sínu fyrsta Formúlu 1 móti. "Þetta kemur mjög á óvart og er svekkjandi niðurstaða. Það virðist vera álitlamál með útfærslu á efri hluta yfirborðs afturvængjanna. Þetta eru atriði sem hefur tiltölulega lítill áhrif á virkni vængsins. Við erum að skoða hönnun hlutanna til skilja betur stöðuna og ætlum okku að áfrýja niðurstöðu dómaranna", sagði Key í fréttatilkynningu frá Sauber. Mál þetta er sérlega leiðinlegt þar sem Japaninn Kobayahsi vildi ná góðum árangri í mótinu í Melbourne til að færa löndum sínum í Japan einhverjar jákvæðar fréttir vegna hörmunganna þar í landi. Nú hefur sú gleði væntanlega breyst í svekkelsi, en ef Sauber áfrýjar að þá tekur nokkrar vikur að fá lokaniðurstöðu í málið. Sjá ítarlegri umfjöllun um niðurstöðu dómara hér. Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
James Key, tæknistjóri Sauber segir að lið sitt muni áfrýja niðurstöðu dómara í Formúlu 1 mótinu í Ástralíu í dag. Árangur Sergio Perez og Kamui Kobayashi var þurrkaður út vegna þess að dómarar töldu að afturvængir bílanna væru ólöglegir eftir keppni. Ökumenn Sauber luku keppni í sjöunda og áttunda sæti og Perez var að keppa í sínu fyrsta Formúlu 1 móti. "Þetta kemur mjög á óvart og er svekkjandi niðurstaða. Það virðist vera álitlamál með útfærslu á efri hluta yfirborðs afturvængjanna. Þetta eru atriði sem hefur tiltölulega lítill áhrif á virkni vængsins. Við erum að skoða hönnun hlutanna til skilja betur stöðuna og ætlum okku að áfrýja niðurstöðu dómaranna", sagði Key í fréttatilkynningu frá Sauber. Mál þetta er sérlega leiðinlegt þar sem Japaninn Kobayahsi vildi ná góðum árangri í mótinu í Melbourne til að færa löndum sínum í Japan einhverjar jákvæðar fréttir vegna hörmunganna þar í landi. Nú hefur sú gleði væntanlega breyst í svekkelsi, en ef Sauber áfrýjar að þá tekur nokkrar vikur að fá lokaniðurstöðu í málið. Sjá ítarlegri umfjöllun um niðurstöðu dómara hér.
Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira