Hvers vegna samþykkja Icesave? Jón Sigurðsson skrifar 25. mars 2011 00:01 Ýmsar missagnir eru uppi um Icesave-frumvarpið. Frumvarpið gerir alls ekki ráð fyrir því að allur kostnaðurinn falli á íslenskan almenning. Samningurinn fjallar um greiðslur Innstæðutryggingasjóðs á móti Bretum og Hollendingum annars vegar. Hins vegar fjallar hann um ábyrgð á því að ljúka málinu með greiðslum úr þrotabúi Landsbankans, og með viðbót ef þrotabúið mætir ekki öllum eftirstöðvum. Miðað er við hóflegar vaxtagreiðslur, og sérstök ákvæði tryggja greiðsludreifingu og hóflega greiðslubyrði ef þrotabúið skilar minna en menn gerðu ráð fyrir. Icesave-málið er viðskiptadeila með mótstæðum hagsmunum og réttindum. Álitamálið er skyldur Íslendinga varðandi lágmarks-innstæðutryggingu, m.a. eftir setningu neyðarlaganna. Talsverð áhætta er í málinu. En hún er ekki aðeins tengd samningi. Áhættan vex um allan helming ef samningi er hafnað. Það er fráleitt að halda að Íslendingar geti hunsað dómsniðurstöðu eftir á. Og þá verður alls ekki aðeins við Breta og Hollendinga eina að eiga. Allir vita að lagaleg skylda liggur ekki fyrir í þessu máli. Málið snýst ekki um að íslenska ríkið sé sekt um eitthvað, hvað þá þjóðin. En almennt búast menn við þátttöku Íslendinga í uppgjöri og fullnustu, einkum eftir viðræður í nóvember 2008 um svonefnd Brüssel-viðmið og eftir samþykkt Alþingis í desember það ár. Eftir þann aðdraganda verður ekki talið óeðlilegt að menn vænti þátttöku okkar. Sumir virðast trúa því að með neitun losni þjóðin einfaldlega við málið. En það er sama hvort menn samþykkja eða hafna - eða sitja heima. Málið verður ekki kosið burt. Kostnaðurinn hverfur ekki þótt úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar verði höfnun. - Og samþykkt Icesave-frumvarpsins felur hreint ekki í sér að tilhæfulausri árás Breta haustið 2008 verði þar með gleymt. Það verða trúlega ekki fyrst og fremst Bretar eða Hollendingar sem snúast við höfnun Íslendinga, ef sú verður niðurstaðan. Áhrifin verða neikvæð í utanríkisviðskiptum og lánamálum og snerta öll greiðslukjör, lánamat og fjárfestingar um eitthvert skeið. Þetta hefur ekki gerst enn nema í litlum mæli þar eð viðræðum hefur ekki verið slitið. Auðvitað gremst fólki hvernig þetta mál hefur þróast, en stolt og þykkja eiga ekki við. Þetta er alls óskylt landhelgismálinu. Viðskipta- og greiðsludeilur af svipuðu tagi sem Icesave er hafa oft orðið milli nágrannaríkja og ævinlega er farsælast að ljúka þeim með samningum. Ef þjóðin hafnar frumvarpinu seinkar endurreisn atvinnulífsins og samdráttur, atvinnuleysi og stíf gjaldeyrishöft haldast lengur en ella. Yfirgnæfandi hagsmunir almennings og atvinnulífsins standa til þess að ljúka málinu sem allra fyrst með þessum samningi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Jón Sigurðsson Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ýmsar missagnir eru uppi um Icesave-frumvarpið. Frumvarpið gerir alls ekki ráð fyrir því að allur kostnaðurinn falli á íslenskan almenning. Samningurinn fjallar um greiðslur Innstæðutryggingasjóðs á móti Bretum og Hollendingum annars vegar. Hins vegar fjallar hann um ábyrgð á því að ljúka málinu með greiðslum úr þrotabúi Landsbankans, og með viðbót ef þrotabúið mætir ekki öllum eftirstöðvum. Miðað er við hóflegar vaxtagreiðslur, og sérstök ákvæði tryggja greiðsludreifingu og hóflega greiðslubyrði ef þrotabúið skilar minna en menn gerðu ráð fyrir. Icesave-málið er viðskiptadeila með mótstæðum hagsmunum og réttindum. Álitamálið er skyldur Íslendinga varðandi lágmarks-innstæðutryggingu, m.a. eftir setningu neyðarlaganna. Talsverð áhætta er í málinu. En hún er ekki aðeins tengd samningi. Áhættan vex um allan helming ef samningi er hafnað. Það er fráleitt að halda að Íslendingar geti hunsað dómsniðurstöðu eftir á. Og þá verður alls ekki aðeins við Breta og Hollendinga eina að eiga. Allir vita að lagaleg skylda liggur ekki fyrir í þessu máli. Málið snýst ekki um að íslenska ríkið sé sekt um eitthvað, hvað þá þjóðin. En almennt búast menn við þátttöku Íslendinga í uppgjöri og fullnustu, einkum eftir viðræður í nóvember 2008 um svonefnd Brüssel-viðmið og eftir samþykkt Alþingis í desember það ár. Eftir þann aðdraganda verður ekki talið óeðlilegt að menn vænti þátttöku okkar. Sumir virðast trúa því að með neitun losni þjóðin einfaldlega við málið. En það er sama hvort menn samþykkja eða hafna - eða sitja heima. Málið verður ekki kosið burt. Kostnaðurinn hverfur ekki þótt úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar verði höfnun. - Og samþykkt Icesave-frumvarpsins felur hreint ekki í sér að tilhæfulausri árás Breta haustið 2008 verði þar með gleymt. Það verða trúlega ekki fyrst og fremst Bretar eða Hollendingar sem snúast við höfnun Íslendinga, ef sú verður niðurstaðan. Áhrifin verða neikvæð í utanríkisviðskiptum og lánamálum og snerta öll greiðslukjör, lánamat og fjárfestingar um eitthvert skeið. Þetta hefur ekki gerst enn nema í litlum mæli þar eð viðræðum hefur ekki verið slitið. Auðvitað gremst fólki hvernig þetta mál hefur þróast, en stolt og þykkja eiga ekki við. Þetta er alls óskylt landhelgismálinu. Viðskipta- og greiðsludeilur af svipuðu tagi sem Icesave er hafa oft orðið milli nágrannaríkja og ævinlega er farsælast að ljúka þeim með samningum. Ef þjóðin hafnar frumvarpinu seinkar endurreisn atvinnulífsins og samdráttur, atvinnuleysi og stíf gjaldeyrishöft haldast lengur en ella. Yfirgnæfandi hagsmunir almennings og atvinnulífsins standa til þess að ljúka málinu sem allra fyrst með þessum samningi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun