Virðum réttindi Elín Björg Jónsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir og Eiríkur Jónsson: skrifa 24. mars 2011 09:51 Um nokkurt skeið hefur verið starfræktur vinnuhópur á grundvelli stöðugleikasáttmála, með það að markmiði að þróa nýtt, sameiginlegt lífeyriskerfi fyrir landsmenn. Þar hafa átt sæti fulltrúar launafólks jafnt á almennum sem opinberum vinnumarkaði, atvinnurekendur, stjórnvöld og sveitarfélög. Starf hópsins hefur gengið vel og svo virðist sem aðilar séu í fyrsta skipti tilbúnir til viðræðna um framtíðarkerfi. Slíkar viðræður geta þó aðeins snúist um framtíðina, ekki áunnin kjarasamningsbundin réttindi. Opinberir starfsmenn hafa tekið þátt í þessu starfi af heilindum, virt réttindi annarra og ekki unnið að kröfugerð um málið á öðrum vettvangi. Hið sama verður ekki sagt um framgöngu Alþýðusambands Íslands, samherja BSRB, BHM og KÍ í réttindavörslu fyrir hönd launafólks. Það sást best á sameiginlegu minnisblaði sem ASÍ og SA lögðu fram 25. febrúar 2011 en sáu ekki ástæðu til að láta opinbera starfsmenn vita af fyrr en nokkrum vikum síðar. Í umræddu minnisblaði kveður við allt annan tón en í vinnuhópnum. ASÍ og SA krefjast þess að réttindi opinberra starfsmanna verði skert og lífeyriskerfi þeirra breytt. Það er alvarlegt að ASÍ skuli taka sér stöðu við hlið atvinnurekenda í kröfum sínum, ekki við hlið annarra félaga sinna í baráttu fyrir bættum réttindum launafólks. Raunar er umhugsunarefni hve samhljómur í málflutningi ASÍ og SA er orðinn ríkur, en það er önnur saga.Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHMÞað er ólíðandi að samtök launafólks gangi fram með kröfu um skerðingu réttinda félaga í öðrum samtökum og forystu ASÍ væri sæmra að beina kröftum sínum að því að bæta réttindi eigin félagsmanna en að rýra réttindi annarra. Það er umhugsunarefni á hvaða vegferð kjarabaráttan er þegar slík vinnubrögð eru viðhöfð. Höfuðverkefni og skylda launþegahreyfingarinnar er að gera kjarasamninga, umbjóðendum sínum til hagsbóta, ekki að höggva í áunnin réttindi annarra. Opinberir starfsmenn hafa verið tilbúnir til viðræðna um nýtt lífeyrissjóðskerfi, en það er hins vegar forkastanlegt að þurfa að verjast árásum á réttindi sem eru afrakstur kjarabaráttu liðinna áratuga. Lífeyrissjóðskerfi opinberra starfsmanna hefur löngum verið notað til að réttlæta lakari laun en á almennum vinnumarkaði. Að sjálfsögðu vilja opinberir starfsmenn að allir njóti sem sambærilegastra lífeyriskjara, en sú eðlilega krafa hlýtur þá einnig að gilda um launakjör. Jöfn lífeyrisréttindi og jöfn launakjör hlýtur þá að vera sameiginleg krafa alls launafólks.Eiríkur Jónsson, formaður KÍMargt hefur verið rætt og ritað um stöðu lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna. Þar er hins vegar rétt að minna á að ástæða þess að safnast hafa upp byrðar fyrir ríkissjóð er sú að stjórnvöld sinntu ekki þeirri skyldu sinni að greiða inn í sjóðinn. Stjórnvöld nýttu það fjármagn sem eðlilegt hefði verið að nýta til greiðslu í lífeyrissjóðinn í önnur verkefni. Það var val stjórnmálamanna að greiða ekki jafnt og þétt inn í sjóðinn, ekki opinberra starfsmanna. Á stundum þar sem öll spjót standa á launafólki, niðurskurður og kaupmáttarrýrnun herjar á almenning, er nauðsyn á samstöðu launafólks. Umrætt minnisblað grefur undan þeirri samstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Um nokkurt skeið hefur verið starfræktur vinnuhópur á grundvelli stöðugleikasáttmála, með það að markmiði að þróa nýtt, sameiginlegt lífeyriskerfi fyrir landsmenn. Þar hafa átt sæti fulltrúar launafólks jafnt á almennum sem opinberum vinnumarkaði, atvinnurekendur, stjórnvöld og sveitarfélög. Starf hópsins hefur gengið vel og svo virðist sem aðilar séu í fyrsta skipti tilbúnir til viðræðna um framtíðarkerfi. Slíkar viðræður geta þó aðeins snúist um framtíðina, ekki áunnin kjarasamningsbundin réttindi. Opinberir starfsmenn hafa tekið þátt í þessu starfi af heilindum, virt réttindi annarra og ekki unnið að kröfugerð um málið á öðrum vettvangi. Hið sama verður ekki sagt um framgöngu Alþýðusambands Íslands, samherja BSRB, BHM og KÍ í réttindavörslu fyrir hönd launafólks. Það sást best á sameiginlegu minnisblaði sem ASÍ og SA lögðu fram 25. febrúar 2011 en sáu ekki ástæðu til að láta opinbera starfsmenn vita af fyrr en nokkrum vikum síðar. Í umræddu minnisblaði kveður við allt annan tón en í vinnuhópnum. ASÍ og SA krefjast þess að réttindi opinberra starfsmanna verði skert og lífeyriskerfi þeirra breytt. Það er alvarlegt að ASÍ skuli taka sér stöðu við hlið atvinnurekenda í kröfum sínum, ekki við hlið annarra félaga sinna í baráttu fyrir bættum réttindum launafólks. Raunar er umhugsunarefni hve samhljómur í málflutningi ASÍ og SA er orðinn ríkur, en það er önnur saga.Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHMÞað er ólíðandi að samtök launafólks gangi fram með kröfu um skerðingu réttinda félaga í öðrum samtökum og forystu ASÍ væri sæmra að beina kröftum sínum að því að bæta réttindi eigin félagsmanna en að rýra réttindi annarra. Það er umhugsunarefni á hvaða vegferð kjarabaráttan er þegar slík vinnubrögð eru viðhöfð. Höfuðverkefni og skylda launþegahreyfingarinnar er að gera kjarasamninga, umbjóðendum sínum til hagsbóta, ekki að höggva í áunnin réttindi annarra. Opinberir starfsmenn hafa verið tilbúnir til viðræðna um nýtt lífeyrissjóðskerfi, en það er hins vegar forkastanlegt að þurfa að verjast árásum á réttindi sem eru afrakstur kjarabaráttu liðinna áratuga. Lífeyrissjóðskerfi opinberra starfsmanna hefur löngum verið notað til að réttlæta lakari laun en á almennum vinnumarkaði. Að sjálfsögðu vilja opinberir starfsmenn að allir njóti sem sambærilegastra lífeyriskjara, en sú eðlilega krafa hlýtur þá einnig að gilda um launakjör. Jöfn lífeyrisréttindi og jöfn launakjör hlýtur þá að vera sameiginleg krafa alls launafólks.Eiríkur Jónsson, formaður KÍMargt hefur verið rætt og ritað um stöðu lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna. Þar er hins vegar rétt að minna á að ástæða þess að safnast hafa upp byrðar fyrir ríkissjóð er sú að stjórnvöld sinntu ekki þeirri skyldu sinni að greiða inn í sjóðinn. Stjórnvöld nýttu það fjármagn sem eðlilegt hefði verið að nýta til greiðslu í lífeyrissjóðinn í önnur verkefni. Það var val stjórnmálamanna að greiða ekki jafnt og þétt inn í sjóðinn, ekki opinberra starfsmanna. Á stundum þar sem öll spjót standa á launafólki, niðurskurður og kaupmáttarrýrnun herjar á almenning, er nauðsyn á samstöðu launafólks. Umrætt minnisblað grefur undan þeirri samstöðu.
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar