Ólafur Ingi Skúlason og Eyjólfur Héðinsson spiluðu báðir allan leikinn í liði SönderjyskE sem vann 2-1 sigur á Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Ólafur og Eyjólfur spiluðu báðir á miðjunni en með sigrinum komst SönderjyskE upp í fimmta sæti deildarinnar með 28 stig. Midtjylland er í fjórða sætinu með 33 stig.
Topplið FCK er þó með örugga forystu á toppi deildarinnar með 57 stig.

