Eyjólfur Sverrisson, þjálfari 21 árs landsliðsins , hefur gert tvær breytingar á hópnum er leikur tvo vináttulandsleiki í Úkraínu og Englandi, 24. og 28. mars.
Eyjólfur hefur valið þá Eið Aron Sigurbjörnsson úr ÍBV og Jóhann Laxdal úr Stjörnunni í hópinn og koma þeir í stað Hjörts Loga Valgarðssonar og Skúla Jóns Friðgeirssonar sem eru meiddir.
Eyjólfur gat ekki valið tíu leikmenn í landsliðshópinn sinn sem eru uppteknir með A-landsliðinu í leik á móti Kýpur en einhverjir þeirra gætu þó komið inn fyrir seinni leikinn.
Eiður Aron og Jóhann Laxdal til Úkraínu og Englands
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti

Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn




Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City
Enski boltinn