Rúmlega átta þúsund manns eru taldir af eftir jarðskjálftann í Japan á fyrir rúmri viku síðan. Þá er tæpleg þrettán þúsund manns saknað samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins.
Lögreglan í Japan telur að alls hafi fimmtán þúsund manns látist þegar flóðbylgja skall á Japan fyrir níu dögum síðan.
Björgunarsveitarmenn fylltust þó von á dögunum þegar þeir fundu áttatíu ára gamla konu og barnabarn hennar á lífi í húsarústum í borginni Ishinomaki, sem fór hvað verst út úr flóðbylgjunni.
Tala látinna í Japan fer síhækkandi
