Eigandi Sauber ánægður með fyrsta mót Sergio Perez frá Mexíkó 31. mars 2011 10:22 Sergio Perez frá Mexíkó er nýliði í Formúlu 1 og ekur með Sauber liðinu. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sergio Perez frá Mexíkó keppti í sínu fyrsta Formúlu 1 móti í Ástralíu á sunnudaginn með Sauber liðinu og náði sjöunda sæti, hvað aksturstíma varðar. En hann og Kamui Kobayashi voru dæmdir úr leik, þar sem bílar Sauber liðsins voru taldir ólöglegir eftir keppni. Kobayahsi varð í áttunda sæti, en árangur beggja var þurrkaður út eftir keppnina. Sauber liðið gerði mistök varðandi framsetningu á afturvæng bílanna, sem þeir sögðu ekki hafa verið vísvitandi, en dómarar dæmdu báða bíla úr leik eftir keppni. Sauber liðið ákvað að áfrýja ekki ákvörðun dómara og viðurkenndi að um mistök hefði verið að ræða, sem höfðu ekki áhrif á getu bílanna í brautinni eins og sagt var í fréttatilkynningu frá liðinu. Eigandi Sauber liðsins, Peter Sauber hrósaði framgöngu Perez í Merlbourne á sunnudaginn í frétt á autosport.com í dag. "Ég er hissa. Ég fylgdist með honum í GP2 mótaröðinni í fyrra og hann stóð sig vel og líka á æfingum fyrir keppnistímabilið. Við vorum ánægðir með hann á æfingunum, en í mótinu var hann framúrskarandi", sagði Sauber um Perez, sem ók 35 hringi á sömu mjúku dekkjunum og tók aðeins eitt þjónustuhlé í mótinu. "Það er ótrúlegt að hann ók 35 hringi á sömu mjúku dekkjunum. Það var engin ákvörðun um að taka bara eitt hlé og stóð til að taka 2-3 hlé í mótinu, en eftir 40 hringi þá ræddum við um að keyra til loka og tæknimaður ræddi við Sergio að þetta væri hugsanlegt." Formúla Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sergio Perez frá Mexíkó keppti í sínu fyrsta Formúlu 1 móti í Ástralíu á sunnudaginn með Sauber liðinu og náði sjöunda sæti, hvað aksturstíma varðar. En hann og Kamui Kobayashi voru dæmdir úr leik, þar sem bílar Sauber liðsins voru taldir ólöglegir eftir keppni. Kobayahsi varð í áttunda sæti, en árangur beggja var þurrkaður út eftir keppnina. Sauber liðið gerði mistök varðandi framsetningu á afturvæng bílanna, sem þeir sögðu ekki hafa verið vísvitandi, en dómarar dæmdu báða bíla úr leik eftir keppni. Sauber liðið ákvað að áfrýja ekki ákvörðun dómara og viðurkenndi að um mistök hefði verið að ræða, sem höfðu ekki áhrif á getu bílanna í brautinni eins og sagt var í fréttatilkynningu frá liðinu. Eigandi Sauber liðsins, Peter Sauber hrósaði framgöngu Perez í Merlbourne á sunnudaginn í frétt á autosport.com í dag. "Ég er hissa. Ég fylgdist með honum í GP2 mótaröðinni í fyrra og hann stóð sig vel og líka á æfingum fyrir keppnistímabilið. Við vorum ánægðir með hann á æfingunum, en í mótinu var hann framúrskarandi", sagði Sauber um Perez, sem ók 35 hringi á sömu mjúku dekkjunum og tók aðeins eitt þjónustuhlé í mótinu. "Það er ótrúlegt að hann ók 35 hringi á sömu mjúku dekkjunum. Það var engin ákvörðun um að taka bara eitt hlé og stóð til að taka 2-3 hlé í mótinu, en eftir 40 hringi þá ræddum við um að keyra til loka og tæknimaður ræddi við Sergio að þetta væri hugsanlegt."
Formúla Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira