Spánverjinn Raul ætlar að halda tryggð við Schalke og vera áfram hjá tímabilinu á næsta ári þrátt fyrir að knattspyrnustjóri liðsins, Felix Magath, hafi verið rekinn á dögunum.
Raul kom til Schalke síðastliðið sumar og hefur skorað ellefu mörk á tímabilinu til þessa. Schalke hefur ekki gengið vel í þýsku úrvalsdeildinni en er komið í fjórðungsúrslit Meistaradeildarinnar og í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar.
„Ég mun vera hér til 2012 eins og ég samdi um,“ sagði Raul við þýska fjölmiðla. „Magath vildi ólmur fá mig en ég samdi ekki við hann, heldur félagið. Ég er atvinnumaður og mun áfram gera mitt besta.“
„Við viljum vinna bikarinn. Það er sérstaklega mikið kappsmál fyrir mig þar sem ég hef aldrei unnið bikarkeppni áður.“
Schalke mætir næst Evrópumeisturum Inter í Meistaradeildinni og viðurkennir Raul að þeir séu sigurstranglegri.
„Það eru 80 prósenta líkur á því að Inter fari áfram enda núverandi meistarar. Þetta verður mjög erfitt.“
Raul ætlar að vera áfram hjá Schalke
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn



Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn