Alonso: Engin afhroð í Ástralíu hjá Ferrari 30. mars 2011 10:25 Fernando Alonso í Melbourne á sunnudaginn. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Fernando Alonso lauk keppni í fjórða sæti í Formúlu 1 mótinu í Ástralíu á sunnudaginn, eftir að hafa misst marga ökumenn framúr sér í fyrsta hring. Alonso segir þó Ferrari ekki hafa beðið nein afhroð í mótinu, en liðsfélagi hans, Felipe Massa varð sjöundi í mótinu. Eftir að tveir Sauber ökumenn voru dæmdir úr leik. "Útkoman var ekki að óskum, en ekkert sem ég hef áhyggjur af. Að fá 12 stig (af 25 mögulegum) er ekki langt frá meðaltalinu sem heimsmeistarinn náði á keppnistímabilinu í fyrra, mót frá móti", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Það er því ekki hægt að segja að við höfum beðið afhroð í Ástralíu. Við vorum vissulega langt frá Red Bull Vettels í tímatökunni og McLaren Hamiltons, en það gekk betur í mótinu sjálfu. Kannski ekki í samanburði við Vettel, en alla aðra." "Ræsingin var hörmung og ég féll úr fimmta sæti í það níunda í fyrsta hring. Án þessa hefði ég barist um tvö fyrstu sætin á verðlaunapallinum. Það kom ekkert annað á óvart í mótinu, nema hvað Pirelli dekkin slitnuðu ekki eins mikið og von var á, miðað við æfingar í vetur. Við sjáum hvað gerist í Malasíu. Brautin þar er mjög ólík Albert Park", sagði Alonso. Formúla Íþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fernando Alonso lauk keppni í fjórða sæti í Formúlu 1 mótinu í Ástralíu á sunnudaginn, eftir að hafa misst marga ökumenn framúr sér í fyrsta hring. Alonso segir þó Ferrari ekki hafa beðið nein afhroð í mótinu, en liðsfélagi hans, Felipe Massa varð sjöundi í mótinu. Eftir að tveir Sauber ökumenn voru dæmdir úr leik. "Útkoman var ekki að óskum, en ekkert sem ég hef áhyggjur af. Að fá 12 stig (af 25 mögulegum) er ekki langt frá meðaltalinu sem heimsmeistarinn náði á keppnistímabilinu í fyrra, mót frá móti", sagði Alonso í frétt á autosport.com. "Það er því ekki hægt að segja að við höfum beðið afhroð í Ástralíu. Við vorum vissulega langt frá Red Bull Vettels í tímatökunni og McLaren Hamiltons, en það gekk betur í mótinu sjálfu. Kannski ekki í samanburði við Vettel, en alla aðra." "Ræsingin var hörmung og ég féll úr fimmta sæti í það níunda í fyrsta hring. Án þessa hefði ég barist um tvö fyrstu sætin á verðlaunapallinum. Það kom ekkert annað á óvart í mótinu, nema hvað Pirelli dekkin slitnuðu ekki eins mikið og von var á, miðað við æfingar í vetur. Við sjáum hvað gerist í Malasíu. Brautin þar er mjög ólík Albert Park", sagði Alonso.
Formúla Íþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira