Vettel: Keppnin verður löng og ströng 9. apríl 2011 13:50 Fremstu menn á ráslínu á morgun. Mark Webber, Sebastian Vettel og Lewis Hamilton. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu í Formúlu 1 í sautjánda skipti á ferlinum eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum fyrir kappaksturinn í Malasíu, sem verður í fyrramálið. Hann er efstur að stigum í stigamóti ökumanna eftir sigur í fyrsta móti ársins í Ástralíu. „Vettel hrósaði liðsmönnum sínum og þeim sem sjá um KERS kerfið í bílnum, sem hann nýtti ekki í fyrsta kapppakstrinum vegna vandamála á æfingum með það. En KERS kerfið virkaði vel í bílum Vettels og Mark Webber í dag, en það skilar 80 auka hestöflum í 6.67 sekúndur í hverjum hring, þegar ýtt er á takka í stýrinu. Vettel taldi að án KERS hefðu hvorki hann né Mark Webber náð því að vera meðal þeirra fremstu á ráslínu, en Webber er þriðji, en Lewis Hamilton á undan. „Keppnin verður löng og ströng. Ég var ánægður með bílinn um helgina, en náði aldrei takti við hann, en hafði trú og allt gekk án vandamála í tímatökunni. Ég er mjög ánægður með útkomuna og bestu þakkir til liðsmanna minna", sagði Vettel á fréttamannafundi eftir tímatökuna og staða hans á ráslínu er vænleg. Hann er í sautjánda skipti fremstur á ráslínu. „Það er mjög mikilvægt að vera á hreinni hluta brautarinnar, sérstaklega af því það er búið að víxla rásstöðum, en sjáum hvað gerist. Það á margt eftir að koma í ljós. Þegar maður vaknar á morgun, þá er dagurinn í dag liðinn tíð og nýir möguleikar í boði." „Augljóslega þegar maður ræsir fremstur að stað er ekki hægt að bæta stöðuna, en það þarf að klára verkið. Ég er hissa á að það hefur ekkert rignt, en það eru líkur á rigningu, þannig að það er ekki hægt að bóka neitt fyrirfram", sagði Vettel Veðrið gæti spilað inn í myndina í kappakstrinum og hvernig keppnisáætlun manna varðandi dekkjamál verður, en ökumenn verða að nota bæði mjúk og hörð dekk ef þurrt er. Mótið í Malasíu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 7.30 í fyrramálið í opinni dagskrá. Formúla Íþróttir Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu í Formúlu 1 í sautjánda skipti á ferlinum eftir að hafa náð besta tíma í tímatökum fyrir kappaksturinn í Malasíu, sem verður í fyrramálið. Hann er efstur að stigum í stigamóti ökumanna eftir sigur í fyrsta móti ársins í Ástralíu. „Vettel hrósaði liðsmönnum sínum og þeim sem sjá um KERS kerfið í bílnum, sem hann nýtti ekki í fyrsta kapppakstrinum vegna vandamála á æfingum með það. En KERS kerfið virkaði vel í bílum Vettels og Mark Webber í dag, en það skilar 80 auka hestöflum í 6.67 sekúndur í hverjum hring, þegar ýtt er á takka í stýrinu. Vettel taldi að án KERS hefðu hvorki hann né Mark Webber náð því að vera meðal þeirra fremstu á ráslínu, en Webber er þriðji, en Lewis Hamilton á undan. „Keppnin verður löng og ströng. Ég var ánægður með bílinn um helgina, en náði aldrei takti við hann, en hafði trú og allt gekk án vandamála í tímatökunni. Ég er mjög ánægður með útkomuna og bestu þakkir til liðsmanna minna", sagði Vettel á fréttamannafundi eftir tímatökuna og staða hans á ráslínu er vænleg. Hann er í sautjánda skipti fremstur á ráslínu. „Það er mjög mikilvægt að vera á hreinni hluta brautarinnar, sérstaklega af því það er búið að víxla rásstöðum, en sjáum hvað gerist. Það á margt eftir að koma í ljós. Þegar maður vaknar á morgun, þá er dagurinn í dag liðinn tíð og nýir möguleikar í boði." „Augljóslega þegar maður ræsir fremstur að stað er ekki hægt að bæta stöðuna, en það þarf að klára verkið. Ég er hissa á að það hefur ekkert rignt, en það eru líkur á rigningu, þannig að það er ekki hægt að bóka neitt fyrirfram", sagði Vettel Veðrið gæti spilað inn í myndina í kappakstrinum og hvernig keppnisáætlun manna varðandi dekkjamál verður, en ökumenn verða að nota bæði mjúk og hörð dekk ef þurrt er. Mótið í Malasíu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 7.30 í fyrramálið í opinni dagskrá.
Formúla Íþróttir Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira