Erlent

Talið að áhorfsmet falli

Nú styttist óðum í hið konunglega brúðkaup Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton. Talið er að allt að tveir milljarðar manna um allan heim muni fylgjast með brúðkaupinu í beinni útsendingu í sjónvarpi eða á netinu. Þetta sagði talsmaður breska forsætisráðuneytisins í samtali við Reuters-fréttastofuna í dag. Um 750 milljónir manna fylgdust með brúðkaupi Díönu og Karls Bretaprins árið 1981, en talið er að áhorfsmet verði slegið.

Undirbúningur að brúðkaupinu sem fer fram í lok næsta mánaðar er í fullum gangi en búist er við að meira en hálf milljón manna muni fylgjast með á götum Lundúna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×