Petrov: Frábært að standa á verðlaunapallinum 4. apríl 2011 16:24 Vitaly Petrov var á veðlaunapallinum í Ástralíu ásamt Sebastian Vettel, sem kom fyrstur í mark og Lewis Hamilton á eftir honum. Petrov varð þriðji. Mynd: Getty Images/Robert Cianflone Vitaly Petrov frá Rússlandi komst fyrstur Rússa á verðlaunapall í Formúlu 1 móti, þegar hann varð í þriðja sæti á eftir Sebastian Vettel og Lewis Hamilton í Melbourne í Ástralíu fyrir átta dögum síðan. Vettel vann fyrstu keppni ársins á Red Bull, Hamilton varð annar á McLaren og Petrov þriðji á Renault. Petrov ekur með Renault liðinu ásamt Nick Heidfeld, sem er staðgengill Robert Kubica. Kubica meiddist í rallkeppni á Ítalíu í vetur og óljóst hvort hann getur keppt aftur á þessu ári eður ei. Renault kaus að velja Heidfeld í stað Kubica vegna reynslu hans í Formúlu 1 gegnum tíðina. Petrov hefur aðeins ekið eitt ár í Formúlu 1, en náði framúrskarandi árangri í fyrsta móti ársins. „Mér leið virkilega vel eftir keppnina og það var frábært að standa á verðlaunapallinum fyrir framan liðið mitt. Ekki síst eftir allt sem við höfum gengið í gegnum í vetur og erfiðar stundir", sagði Petrov, sem keppti með Renault í fyrra og komst á verðlaunapall í fyrsta skipti í Formúlu 1 eftir 20 mót. „Þetta sýnir að öll vinnan og framtaksemin var þess virði og ég verð að þakka liðinu fyrir að færa mér frábæran bíl. Ég veit að keppnistímabilið verður gott." „Áður en ég kom til Ástralíu, hafði ég á tilfinningunni að við gætum náð hagstæðum úrslitum. Æfingar segja ekki mikið, en við bættum bílinn stöðugt. Svo gekk allt upp í Melbourne og bíllinn batnaði í sífellu alla helgina, var fullkominn. Ég trúi því að við getum gert það sama í næstu mótum." Petrov segir að Renault verði að hinkra nokkur mót til að sjá hvar liðið stendur raunverulega gagnvart keppinautum sínum, en hann segir Red Bull og McLaren liðin öflug og vonast til að geta sett pressu á þessi lið í mótum. Aðspurður um hvort Renault R31 bíllinn hentaði á Sepang brautina og hve erfið hún væri sagði Petrov: „Það er erfitt að segja. Stóra spurningin er hvernig dekkin reynast, af því við höfum ekki ekið í miklum hita. En nýir hlutir í yfirbyggingunni ættu að hjálpa til. Ég kann vel við brautina, en hún er erfið þar sem það eru margar ólíkar beygjur og ekki auðvelt að finna rétta uppsetningu bílins við allar aðstæður, í hröðum og hægum beygjum. Þá þarf maður að vera góður á bremsunum", sagði Petrov. Formúla Íþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Vitaly Petrov frá Rússlandi komst fyrstur Rússa á verðlaunapall í Formúlu 1 móti, þegar hann varð í þriðja sæti á eftir Sebastian Vettel og Lewis Hamilton í Melbourne í Ástralíu fyrir átta dögum síðan. Vettel vann fyrstu keppni ársins á Red Bull, Hamilton varð annar á McLaren og Petrov þriðji á Renault. Petrov ekur með Renault liðinu ásamt Nick Heidfeld, sem er staðgengill Robert Kubica. Kubica meiddist í rallkeppni á Ítalíu í vetur og óljóst hvort hann getur keppt aftur á þessu ári eður ei. Renault kaus að velja Heidfeld í stað Kubica vegna reynslu hans í Formúlu 1 gegnum tíðina. Petrov hefur aðeins ekið eitt ár í Formúlu 1, en náði framúrskarandi árangri í fyrsta móti ársins. „Mér leið virkilega vel eftir keppnina og það var frábært að standa á verðlaunapallinum fyrir framan liðið mitt. Ekki síst eftir allt sem við höfum gengið í gegnum í vetur og erfiðar stundir", sagði Petrov, sem keppti með Renault í fyrra og komst á verðlaunapall í fyrsta skipti í Formúlu 1 eftir 20 mót. „Þetta sýnir að öll vinnan og framtaksemin var þess virði og ég verð að þakka liðinu fyrir að færa mér frábæran bíl. Ég veit að keppnistímabilið verður gott." „Áður en ég kom til Ástralíu, hafði ég á tilfinningunni að við gætum náð hagstæðum úrslitum. Æfingar segja ekki mikið, en við bættum bílinn stöðugt. Svo gekk allt upp í Melbourne og bíllinn batnaði í sífellu alla helgina, var fullkominn. Ég trúi því að við getum gert það sama í næstu mótum." Petrov segir að Renault verði að hinkra nokkur mót til að sjá hvar liðið stendur raunverulega gagnvart keppinautum sínum, en hann segir Red Bull og McLaren liðin öflug og vonast til að geta sett pressu á þessi lið í mótum. Aðspurður um hvort Renault R31 bíllinn hentaði á Sepang brautina og hve erfið hún væri sagði Petrov: „Það er erfitt að segja. Stóra spurningin er hvernig dekkin reynast, af því við höfum ekki ekið í miklum hita. En nýir hlutir í yfirbyggingunni ættu að hjálpa til. Ég kann vel við brautina, en hún er erfið þar sem það eru margar ólíkar beygjur og ekki auðvelt að finna rétta uppsetningu bílins við allar aðstæður, í hröðum og hægum beygjum. Þá þarf maður að vera góður á bremsunum", sagði Petrov.
Formúla Íþróttir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti