Aprílgöbb: Hulk Hogan, Justin Bieber og frítt bensín 1. apríl 2011 20:45 Austurglugginn sagði frá því að Hulk Hogan væri staddur á Reyðarfirði. Mynd/Getty 1. apríl er í dag og venju samkvæmt hefur verið mikið um einkennilegar fréttir víða í fjölmiðlum sem og annars staðar. Vísir ætlar að fara yfir nokkur aprílgöbb en mörg þeirra eru mjög skemmtileg. Fréttavefurinn Eyjar.net sagði frá því í morgun að Björk Guðmundsdóttir ætlaði að halda tónleika í Herjólfsdal í sumar og yfir 30 þúsund miðar væru seldir. Tónleikarnir áttu að vera styrktartónleika fyrir sviðið sem á að byggja fyrir þjóðhátíð sem fer fram fyrstu helgina í ágúst. Sagt var frá því að miðasala ætti að hefjast í Týsheimilinu í kvöld klukkan hálf níu. En aðeins væru 1000 miðar til sölu. Fréttavefurinn Skessuhorn sagði frá því að Landsbankinn, sem nýlega tók yfir rekstur Domino's á Íslandi, hafi látið útbúa sérstaka Pizza-sjálfsala sem var komið fyrir í anddyri bankans. „Í honum getur fólk tekið út peninga, líkt og verið hefur, eða pantað sér fjórðung úr 16´ pizzu (hægt að velja úr 4 tegundum). Sneiðin mun í framtíðinni kosta 300 krónur, en í tilefni opnunarinnar í dag verður boðið upp á fríar pizzasneiðar og Pepsi í anddyrinu bankans við Þjóðbraut 1 á Akranesi frá klukkan 10 til 18," sagði í fréttinni.DV sagði frá því að Valgeir Guðjónsson, tónlistarmaður, hafi tryggt sér rekstrarsamning við alþjóðlegu kaffihúsakeðjuna Starbucks. Unnið væri að því að opna stað við Tryggvagötu 11 og í dag, föstudaginn 1. apríl, ætli Valgeir að bjóað gestum og gangandi að smakka úrval kaffidrykkja frá Starbucks, og sérstakan nýjan andoxunarrétt, sér að kostnaðarlausu. Opið var fyir gesti í dag frá klukkan 11 til 14. Þá sagði DV einnig frá því að ofurstjarnan Justin Bieber væri á Íslandi þessa daganna. Bieber hafi lent á Reykjavíkurflugvelli í gær og var ekið á Hótel Hilton við Suðurlandsbraut. Hann ætli að taka daginn í dag rólega og fara meðal annars í Bláa Lónið síðar í dag. Fréttavefurinn Feykir.is sagði frá því að Mjólkursamlag KS á Sauðárkróki hafi ætlað að kynna Heimasætubita, nýjan ost úr brjóstamjólk í Skagfirðingabúð í dag. „Neysla á þessum osti ætti í raun að geta komið algjörlega í stað fæðubótaefna og fyrir þá sem vilja ganga alla leið þá er fátt hollara en drykkja á brjóstamjólk," sagði Friðrik Hreinsson, einkaþjálfari á Sauðárkrók.Víkurfréttir sögðu frá því að samningar hafi náðst við Ásgeir Davíðsson, betur þekktan sem Geiri á Goldfinger, um að hann kaupi félagsheimilið Festi. Geiri ætli að opna þar skemmtistað og hótel og sagði í fréttinni að Geiri ætli að rífa upp gömlu og góðu Festisstemminguna og ætli meðal annars að bjóða upp á listviðburði á heimsmælikvarða. Á vef Skógræktar ríkisins segir að aðstoðarskógarvörður hafi í fyrsta sinn náð ljósmynd af óþekktu kattardýri hér á landi. „Virðist sem um sé að ræða evrópska Gaupu (Lynx lynx), en dýrið er stórt svipað stórum hundi. Var dýrið á ferð í grisjuðum stafafurureit í Ásólfsstaðahlíð í Þjórsárdal," segir í frétt á vefnum. „Starfsmenn skógræktarinnar munu reyna að fóðra gaupuna með kattamat eftir hádegi í dag," segir ennfremur í fréttinni.Austurglugginn sagði frá því að enginn annar en Hulk Hogan væri á Reyðarfirði til að setja hina árlegu Íslandsglímu.Fréttastofa RÚV sagði frá því í hádegisfréttum og í sjónvarpsfréttum, að munir sem eru taldir vera frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar hafi fundist í nýju gjánni í Almannagjá í morgun. Í sjónvarpsfréttunum var sagt að þar hefði fundist mikið af dýrabeinagrindum sem bendi til blóts.Mbl.is sagði frá því að framkvæmdaaðilar Eagles tónleikanna hefðu ætlað að selja 50 miða á tónleikana á fimm þúsund krónur stykkið. Þá sagði mbl.is einnig frá því að íslenska sprotafyrirtækið GSM Energy Solutions hefði hannað nýja hugbúnað í snjallsíma sem gæti sparað eldsneyti í bifreiðum um fimmtung. Á Vísi í morgun var sagt frá því að Atlantsolía sitji uppi með heila skipsfarm af bensíni frá Líbíu sem félagið getur ekki selt. Fréttin reyndist vera aprílgabb en fjölmargir féllu fyrir fréttinni. Aprílgabb Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
1. apríl er í dag og venju samkvæmt hefur verið mikið um einkennilegar fréttir víða í fjölmiðlum sem og annars staðar. Vísir ætlar að fara yfir nokkur aprílgöbb en mörg þeirra eru mjög skemmtileg. Fréttavefurinn Eyjar.net sagði frá því í morgun að Björk Guðmundsdóttir ætlaði að halda tónleika í Herjólfsdal í sumar og yfir 30 þúsund miðar væru seldir. Tónleikarnir áttu að vera styrktartónleika fyrir sviðið sem á að byggja fyrir þjóðhátíð sem fer fram fyrstu helgina í ágúst. Sagt var frá því að miðasala ætti að hefjast í Týsheimilinu í kvöld klukkan hálf níu. En aðeins væru 1000 miðar til sölu. Fréttavefurinn Skessuhorn sagði frá því að Landsbankinn, sem nýlega tók yfir rekstur Domino's á Íslandi, hafi látið útbúa sérstaka Pizza-sjálfsala sem var komið fyrir í anddyri bankans. „Í honum getur fólk tekið út peninga, líkt og verið hefur, eða pantað sér fjórðung úr 16´ pizzu (hægt að velja úr 4 tegundum). Sneiðin mun í framtíðinni kosta 300 krónur, en í tilefni opnunarinnar í dag verður boðið upp á fríar pizzasneiðar og Pepsi í anddyrinu bankans við Þjóðbraut 1 á Akranesi frá klukkan 10 til 18," sagði í fréttinni.DV sagði frá því að Valgeir Guðjónsson, tónlistarmaður, hafi tryggt sér rekstrarsamning við alþjóðlegu kaffihúsakeðjuna Starbucks. Unnið væri að því að opna stað við Tryggvagötu 11 og í dag, föstudaginn 1. apríl, ætli Valgeir að bjóað gestum og gangandi að smakka úrval kaffidrykkja frá Starbucks, og sérstakan nýjan andoxunarrétt, sér að kostnaðarlausu. Opið var fyir gesti í dag frá klukkan 11 til 14. Þá sagði DV einnig frá því að ofurstjarnan Justin Bieber væri á Íslandi þessa daganna. Bieber hafi lent á Reykjavíkurflugvelli í gær og var ekið á Hótel Hilton við Suðurlandsbraut. Hann ætli að taka daginn í dag rólega og fara meðal annars í Bláa Lónið síðar í dag. Fréttavefurinn Feykir.is sagði frá því að Mjólkursamlag KS á Sauðárkróki hafi ætlað að kynna Heimasætubita, nýjan ost úr brjóstamjólk í Skagfirðingabúð í dag. „Neysla á þessum osti ætti í raun að geta komið algjörlega í stað fæðubótaefna og fyrir þá sem vilja ganga alla leið þá er fátt hollara en drykkja á brjóstamjólk," sagði Friðrik Hreinsson, einkaþjálfari á Sauðárkrók.Víkurfréttir sögðu frá því að samningar hafi náðst við Ásgeir Davíðsson, betur þekktan sem Geiri á Goldfinger, um að hann kaupi félagsheimilið Festi. Geiri ætli að opna þar skemmtistað og hótel og sagði í fréttinni að Geiri ætli að rífa upp gömlu og góðu Festisstemminguna og ætli meðal annars að bjóða upp á listviðburði á heimsmælikvarða. Á vef Skógræktar ríkisins segir að aðstoðarskógarvörður hafi í fyrsta sinn náð ljósmynd af óþekktu kattardýri hér á landi. „Virðist sem um sé að ræða evrópska Gaupu (Lynx lynx), en dýrið er stórt svipað stórum hundi. Var dýrið á ferð í grisjuðum stafafurureit í Ásólfsstaðahlíð í Þjórsárdal," segir í frétt á vefnum. „Starfsmenn skógræktarinnar munu reyna að fóðra gaupuna með kattamat eftir hádegi í dag," segir ennfremur í fréttinni.Austurglugginn sagði frá því að enginn annar en Hulk Hogan væri á Reyðarfirði til að setja hina árlegu Íslandsglímu.Fréttastofa RÚV sagði frá því í hádegisfréttum og í sjónvarpsfréttum, að munir sem eru taldir vera frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar hafi fundist í nýju gjánni í Almannagjá í morgun. Í sjónvarpsfréttunum var sagt að þar hefði fundist mikið af dýrabeinagrindum sem bendi til blóts.Mbl.is sagði frá því að framkvæmdaaðilar Eagles tónleikanna hefðu ætlað að selja 50 miða á tónleikana á fimm þúsund krónur stykkið. Þá sagði mbl.is einnig frá því að íslenska sprotafyrirtækið GSM Energy Solutions hefði hannað nýja hugbúnað í snjallsíma sem gæti sparað eldsneyti í bifreiðum um fimmtung. Á Vísi í morgun var sagt frá því að Atlantsolía sitji uppi með heila skipsfarm af bensíni frá Líbíu sem félagið getur ekki selt. Fréttin reyndist vera aprílgabb en fjölmargir féllu fyrir fréttinni.
Aprílgabb Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira